Konungurinn kemur - 08.06.1936, Blaðsíða 2
2
KONUNGURINN-KEMUR
Konungurinn
Konungurinn kernur 18. júní
1936. — Við viljum taka á
móti honum, pví ekki það.
Við erurq bara svo sorglega
fátækir að geta ekki boðið hon-
um heim. En okkur væri það
ánægja, að hann mætti njóta
þess að vita hvað við erum
að hugsa um hann, svonayfir-
leitt.
Hann fær héðan göðan skild-
ing árlega, vegna titilsins:
Konungur íslands. Og það er
það, sem okkur er ekki alveg
sama um. Við erum sjálflr
peningalausir og fatalausir, og
matarlausir oft dögum saman.
Við erum allslausir. Við höf-
um ekkert framundan, nema
strangar hótanir vaxandi ör-
birgðar, gjörsamleg útilokun
frá því að mega lifa og vera
til í svo sem einum einum föt-
um og einu herbergi (án hús-
gagna, vitanlega) við fæði,
sem svaraði til einnar rúg-
brauðssneiðar og eins glass af
mjólk á dag.
En konungurinn, — hann
hefur aldrei gert neitt hér,
ekki svo mikið, sem að fæð-
ast hér, og þó fær hann refja-
laust milli 60 og 70 þúsund
krónur árlega. Það er drjúgur
peningur. Væri þessum aurum
skipt upp á milli okkar, sem
ætluðum einusinni að verða
menn, — í þessu landi (ekki
samt konungar). Kæmisvovel
í hvern hlut, að þó jafnað væri
niður á 18 sinnum fleiri, en
standa á bak við útgáfu þessa
blaðs, yrði hluturinn stærri en
nokkur einn okkar og okkar
jafningjar í tekjum, hefir haft
í árslaun síðan um 1930. Og
svo stór yrði hann, að við
myndum kaupa skó og sokka,
föt, frakka og hatt, ekki aðeins
handa okkur, heldur líka handa
konum okkar, auk þess borða
tvær máltíðir á dag og drekka
kaffi hér um bil þrisvar á dag
í eitt ár. Væri þessu fé aftur
skipt á milli okkar, sem að
blaðinu stöndum, auk þriggja
nánustu vina okkar og jafn-
ingja að hugsuðu markmiði,
myndi hverjum finnast hann
ríkur, og efnalega hæfur til
meiri stórræða, en dreymt var
um frá bernsku. —--------Við
vorum látnir byrja stritvinnu
ca. 7 ára gamlir. Það var kall-
að að hjálpa foreldrum sínum
og vinna fyrir sér. Aumingja
pabbi og móðir kær. Það var
skylda þeirra að láta okkur í
barnaskóla, enda þótt þau gætu
helzt aldrei keypt handa okk-
ur stílabók á 25 aura, án þess
að skerða mat sinn fyrir.
Kennarar, sem höfða lesið í
skólum, fylltu okkur af ótrú-
legustu hugmyndum um líf
víðáttumikils og glæsilegs
heims, lífs, sem hefði bæði til-
gang og markmið án takmarka.
Þeir hófu drauma okkar á svið
verðleika og fegurðar, sem
kallað var menntun, gáfur,
hugsjónir, stórvirki o. fl. o. fl.
Og kennarar okkar trúðu að
þeir væru góðir menn og væru
að segja okkur satt. Foreldrar
okkar trúðu því, hve erfiðlega
sem gekk að kaupa blýant
eða stílabók. Og við trúðum
því sjálf, — börnin.
Og við unnum, ætluðum
seinna að vinna ennþá meira
— stórvirki. Svona var það.
Það var til mikils að vinna,
menntun, hugsjónir o. fl.
Pabbi dó, og mamma dó.
Gáfurnar ukust, og stórviik-
in uxu loks til ákveð-
inna félagsforma, sem urðu
okkur of stór, og þurftu okkar
helzt ekki við, ekki meiri
menntunar og helzt engra hug-
sjóna. Strit var bannað með
vélum. Opinberlega var sagt,
að menn væru of margir. Líf-
ið þoldi ekki fleiri menn, sízt
meiri menn og ekki hugsjónir
eða starf, menntun þroska eða
tilgang.
Fólk, sem ætlaði ekkert,
vann ekkert, mátti vera til ef
það gat. Enn í dag er það
öllum frjálst, en gefst misjafn-
lega, bezt efnuðu fólki, sér-
staklega konungum, olíukon-
ungum og öðrum tegundum
konunga.
Auðæfin, sem sköpuð voru
með striti, voru helguð kon-
ungum, allra mögulegra teg-
unda, jafnvel útlendum kon-
ungum voru gefin auðæfi vor.
Við horfum skólausir út yfir
landamærin, þangað sem fleygt
er meira en 60 þús. króna ár-
lega í borðfé manns, sem á
íslenzku héti ekki meira en
Kristján Friðriksson. Menn hér,
með tilsvarandi virðuleg nöfn,
eins og t. d. Kristján Jóns-
son eða því um líkt, sem þar
að auki hafa hrifsað til sín
brot af menntun, flækjast um-
hirðulausir, með hælana út úr
sokkunum, um götur borgar-
og við
innar, á löngu útslitnum skóm,
sem einusinni kostuðu 12 kr.
með sólum og hælum, en hanga
nú aðeins saman yfir ristina,
og sýnast því óathugaö skór,
auk allra ótaldra öreiga úr
verklýðsstétt, sem ekkert eiga
nema gáfur og hugsjónir, sem
seldar eru niður í 25 aura með-
an hægt er að pretta nokkurn
á slíkri vöru í skiptum fyrir
eitt egg eða pylsu, svo að
menn deyi ekki alveg áð óstörf-
uðu snögglega burtu héðan,
sem þeir ætluðu að lifa og starfa,
menntast og þroskast til mik-
illa verka og varanlegs árang-
urs. Og þetta smánefnda fólk,
stór fjöldi, sem vitanlega á
ekki einusinni lítinn bát, á nú
manns von, sem hefir stóran
titil, er stór, vaxinn eins og
persóna útaf fyrir sig, á fagurt
skip, mörg föt, nóg að borða,
hefir hirð, býr í höllum, ræður
ríkjum og þjóðum, mörgu lif-
andi fólki, milljónum manna.
Hann kemur 18. júní 1936.
Hann kemur með frú og
föruneyti, á sinu eigin skipi
og ætlar að sofa um borð. —
Það útaf fyrir sig er virðingar-
vert, eins og skilyrði eru hér,
þar sem mörg fjölskyldan hefir
ekki nema eitt herbergi og
hálft eldhús.
Það er nokkurnveginn víst,
að Kristján Friðriksson eyðir
til farar sinnar nokkuð miklu
af peningum úr eigin vasa,
margir verkamenn halda, að
það muni varla vera lægri upp-
hæð en varið er héi til atvinnu-
böta á ári fyrir 2000 verka-
menn. En það er náttúrlega
ekkert við því að segja þó að
maðurinn ráðstafi sínu kaupi.
— En við viljum ekki eyða
neinu af peningum ríkissjóðs
hérna í Arnarhváli vegna þess-
Kongaiaun
Kongar hér — frá olíu- og
braskarakongum til lyfjakonga
— hafa 2—8 þús. króna mán.
aðartekjur. Danskur kongur —
sem líka er kongur íslands —
hefir yfir 5 þúsund héðan á
mánuði, sá hefir auk þess
meiri tekjur í heimalandinu og
víðar, héðan aðeins svo að
íslenzka ríkið taki sinn smáa
þátt í því að fæða hann, en
það er varla hægt að kalla
laun, enda gerir hann víst
arar skemmtiferðar frú Alex-
öndru og manns hennar Krist-
jáns auk föruneytis. — — Og
okkur þykir það leiðinlegt, að
fátækur maður eins og Ragn-
ar Kvaran, sem barist hefir
með okkur og eins og við fyr-
ir að fá eitthvað að gera, hvað
sem væri, til dæmis skrifstofu-
störf, ýms störf við útvarpið
o. fl., auk ólaunaðra starfa,
sem hann hefir með gleði unn-
ið, til dæmis í Karlakór Alþýðu,
skuli vera settur i móttöku-
nefnd, sem nýlega hefir verið
skipuð til þess að bjóða á land
hér konungi Dana, frú hans
og fylgdarliði, og það nú þeg-
ar maður skyldi ætla að hann
(Ragnar Kvaran) væri loks of-
hlaðinn störfum, þar sem hann
nýlega hefir fengið ljómandi,
gott starf sem „Landkynnir“.
Ragnar Kvaran hefir nóg á
sinni könnu, og þar sem varla
getur komið til mála að borga
þetta aukastarf, álítum við, að
réttara hefði verið að skipa
mann, sem minna hefði af
smástörfum, enda líka þann,
sem áhuga hefði fyrir kóngum,
en ekki Kvaran, sem hefir
mestan áhuga fyrir starfi og
baráttu alþýðunnar á Islandi.
Að endingu: Auk þess sem
við göngum út frá því, að ekki
verði eytt krónu og fimmtíu
úr ríkissjóði vegna skemmti-
ferðar Kristjáns Friðrikssonar,
stingum við upp á þvi, að
upphæð þeirri, sem að undan-
förnu hefir verið varið til osta-
og annara næringarefna-kaupa
á kvöldborð hans í dönskum
hallarsölum, verði framvegis
notað til að hjálpa fátækum
hugsjónamönnum til þess að
hafa eitthvað að borða hérna
heima á íslandi, svo ekki sé
til mikils mælst, og geta þá
komið nokkrar krónur á mörg
nef.
Undirritað í trúnaði margra
fátækra skálda, verkamanna
og rithöfunda.
Vigf. Einarsson
ekki óforskammaðar launa-
kröfur hingað. Hann kvað vera
ánægður með sitt og heldur
vel efnaður. Hann á hallir og
hann á skiþ, sem hann kemur
á híngað 18. júní. þá fær hann
að sjá ýmsa konga hér, svo
sem alþýðu-konga, framsókn-
ar-konga, sjálfstæðiskonga og
fleiri konga, sem þrífast vel
undir hans konunglegu tign
— auk þess máske allslausa
konga, sem bara geta óskað
þess að hafa svo sem eitt ár
tekjur líkt og lægstu mánaðar-
tekjur konga hér.