Fjarðarfréttir


Fjarðarfréttir - 06.07.2017, Page 2

Fjarðarfréttir - 06.07.2017, Page 2
2 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017 Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. kt. 450106-1350 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, Auglýsingar: 565 3066, fjardarfrettir@fjardarfrettir.is Prentun: Ísafoldarprentsmiðja • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 2298-8858 Vefútgáfa: ISSN 2298-8866 www.fjardarfrettir.is www.facebook.com/fjardarfrettir.is Hönnunarhúsið ehf., Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Bæjarstjórn samþykkti nýtt skipulag fyrir Kaldársel og svæðið þar í kring. Tillögur voru auglýstar á hefðbundinn hátt en líklegt er að fæstir bæjarbúar hafi áttað sig á því hvað væri í vændum. Það er í hnotskurn kynning á skipu­ lagsbreytingum í Hafnarfirði og eflaust fleiri sveit­ arfélögum. Virðist áhuginn vera meiri að uppfylla bókstaf laganna en að kynna bæjarbúum hvað er verið að fara að gera eða fá uppbyggilegar ábend­ ingar bæjarbúa. Ætli margir viti að bílastæði verða um 500 metrum fjær núverandi bílastæðum? Ætli margir viti að núverandi vegir að vatnsbólinu verði aðeins þjónustuvegir, ekki opnir almenningi? Ætli margir viti að hugmyndir eru uppi um að gera brú ofan á hleðsluna yfir Lambagjá? Nei, líklega ekki enda er kynning ekki með þeim hætti að líklegt sé að bæjarbúar hafi séð neitt um þetta. Hleðslan er hluti af gríðarlega merkilegri vatnsveitu þar sem vatni var fleytt í 1.600 m tréstokki á grjóthleðslum frá vatnsbólinu, yfir Lambagjá og hleypt svo niður í hraunið á aðrennslissvæði Lækjarbotna er þar kom vatnið upp einhverjum dögum síðar. Það væri miklu nær og löngu tímabært að endurbyggja þessa vatnsveitu, a.m.k. hluta hennar svo á hleðslunni yfir Lambagjá mætti sjá vatns­ stokkinn frekar en að setja þar óþarfa göngubrú. Ekki einu sinni eru skilti við þessi mannvirki sem segir sögu þess en slíkt skilti mun þó vera að finna í Lækjarbotnum, innan Setbergshverfisins, þar sem vatnið kom upp. Skipulagsmál skipta alla bæjarbúa máli og mikilvægt að kynning á þeim verði með miklu betri hætti en í dag er og með þeim hætti að fólk skilji auðveldlega að hverju sé stefnt og að það vekji áhuga bæjarbúa. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5a, Hafnarfirði Vaktsímar: 565 5892 & 896 8242 • www.utfararstofa.is • Allan sólarhringinn Auglýsingar sími 565 3066 - 896 4613 gudni@fjardarfrettir.is www.fjardarfrettir.is Kvennakór Hafnarfjarðar er nýkominn úr vel heppnuðu söng­ ferðalagi til Norður­Ítalíu. Undir­ búningur ferðarinnar hafði staðið yfir um nokkurt skeið og fullur tilhlökkunar lagði hópurinn af stað til Ítalíu í byrjun júní. Nokkrir makar kórkvenna slógust með í för og var heildarfjöldi þátttakenda tæplega 60. Ferðin var skipulögð af Eldhús­ ferðum og leiddu fararstjórar þeirra hópinn um stórbrotna náttúru fegurð þessa landshluta og kynntu honum sögu hans og menningu að ógleymdri matar list­ inni sem þar blómstrar. Kórinn söng sína aðaltónleika við góðar undirtektir í Corpus Domini kirkj­ unni í borginni Bolzano og að loknum tónleikum buðu gest­ gjafarnir kórkonum og mök um þeirra upp á glæsilegt veislu­ hlaðborð sem svignaði undan heima tilbúnum smáréttum og tilheyrandi veigum. Kvennakór Hafnarfjarðar tók lagið víða þar sem tæki færi gafst til, meðal annars við Gardavatnið og í Dóló mítafjöllunum þar sem söng ur kórsins hljómaði yfir fjallatoppana í 2.950 m hæð. Einnig hlaust kórnum sá óvænti heiður að fá að vera með opna æfingu í fagurri miðalda dómkirkju sem stendur við aðaltorgið í Bolzano. Hópurinn undi sér vel við söng á Ítalíu en öll ævintýri taka enda og eftir vikudvöl í sól og hita var haldið heim á ný. Æfingar Kvennakórs Hafnarfjarðar hefjast að nýju á haustdögum þegar kórfélagar mæta til leiks að nýju með góðar minningar úr Ítalíu­ förinni í farteskinu. Þær konur sem hafa áhuga á að slást í hópinn og syngja með Kvennakór Hafnar­ fjarðar eru hvattar til þess að fylgjast vel með þegar auglýst verð ur eftir nýjum kórfélögum í sumarlok. Söngur og sól á Ítalíu Kvennakór Hafnarfjarðar söng við rætur Dólómítafjallanna Í skoðunarferð í Brixen, mitt á milli Bolzano og Brenner skarðsins. Sungið í dómkirkjunni í Bolzano. Umhverfis­ og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar hefur tekur undir tillögu Vegagerðarinnar um lækkun á hámarkshraða á Reykja­ nesbrautinni frá Hvassahrauni að Kaldárselsvegi úr 90 km/klst í 80 km/klst. Óskar ráðið jafnframt eftir því að settar verði upp hraða mynda­ vélar til að framfylgja hraða tak­ mörkunum en engar hraða­ myndavélar eru í Hafnarfirði og heldur ekki á Reykjanesbraut. Vilja lækka hraða á Reykjanesbraut Samstaða um að lækka hraða í 80 km frá Hvassahrauni að kirkjugarði Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.