Fjarðarfréttir


Fjarðarfréttir - 18.04.2018, Síða 8

Fjarðarfréttir - 18.04.2018, Síða 8
8 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018 Miðvikudagurinn 18. apríl Kl. 10 Þriðjubekkingar syngja inn sumarið á Thorsplani Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson leiða söng þriðjubekkinga. Kl. 14:30 Litli vin í Hraunseli, Flatahrauni 3 Stefán Helgi Stefánsson tenór rifjar upp lög hinna vinsælu söngvara Hauks Morthens, Alfreðs Clausen og Sigurðar Ólafssonar við undirleik Ólafs B. Ólafssonar. Dagskráin verður einnig flutt á Hrafnistu og Sólvangi. Kl. 16:30 og 17:30 Einar Einstaki í Bókasafni Hafnar‡arðar Töframaðurinn Einar einstaki heldur tvær sýningar í bókasafninu. Kl. 17 Afhending menningarstyrkja í Hafnarborg Menningar- og ferðamálanefnd veitir styrki til viðburða og menningarstarfsemi og bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2018 kynntur. Kl. 19:30 Tónleikar fyrir börn og fullorðna í Hafnarborg Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar heldur 30 mín tónleika Flutt verða íslensk lög og léttklassísk tónlist. Ókeypis aðgangur! Kl. 20:00-23 HEIMA, tónlistarhátíð í heimahúsum Skemmtileg tónlistarhátíð sem býður upp á öðruvísi upplifun og meiri nánd en tónleikagestir sem og listamenn eiga að venjast. Miðasala á tix.is Fimmtudagurinn 19. apríl Kl. 11 Víðavangshlaup Hafnar‡arðar á Víðistaðatúni Keppt er í sex aldursflokkum í umsjón Frjálsíþróttadeildar FH. Allir keppendur fá verðlaunapeninga. Sigurvegarar í flokkum fá bikara. Kl. 11-17 Opið í Pakkhúsi Byggðasafnsins Ratleikur fyrir börn um sýninguna. Kl. 12-17 Opið í Hafnarborg Kl. 12:15 Káta ekkjan - tónleikar í Hafnarborg Alda Ingibergsdóttir söngkona og Antonia Hevesi píanóleikari flytja íslenska tónlist og óperettuaríur. Aðgangur ókeypis. Kl. 12-18 Opið hús hjá Brettafélagi Hafnar‡arðar, Flatahrauni 14 Frítt inn og frí afnot af búnaði ef þarf. Kl. 13-18 Opið hús hjá Siglingaklúbbnum Þyt, Strandgötu 88 Byrjendum og vönum siglingamönnum er boðið að sigla ef veður leyfir. Sumardagurinn fyrsti Kl. 13 Skátamessa í Víðistaðakirkju Kl. 13:45 Skrúðganga frá Víðistaðakirkju að Thorsplani Kl. 14-16 Fjölskyldudagskrá á Thorsplani Gunni og Felix kynna og fram koma Björgvin Franz og Bíbí, Brynjar Dagur, leikfélag Flensborgarskólans sýnir brot úr Pitz Perfect, Víðistaðaskóli sýnir atriði úr Lísu í Undralandi og Fimleikafélagið Björk sýnir taekwondo og dans. Kassaklifur, andlitsmálun, hoppukastalar, popp og ýmsir skátaleikir í umsjón skátafélagsins Hraunbúa. Kl. 14-17 Nemendasýning DÍH í Íþróttahúsinu við Strandgötu Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar stendur fyrir nemendasýningu. Kl. 17 Tríótónleikar í Fríkirkjunni - Ókeypis aðgangur Efnisskráin samanstendur af litríkum tónum þar sem heyra má ólík stíl- brigði tónlistar millistríðáranna. Flytjendur eru Hlín Erlendsdóttir fiðluleikari, Ármann Helgason klarinettuleikari og Þröstur Þorbergsson gítarleikari. Kl. 20:30 Síðan skein sól „unplugged“ í Bæjarbíói Þriðju tónleikar Síðan skein sól í Hafnarfirði frá í mars. Miðasala á midi.is Kl. 19 Tourist – innsetning á Víðistaðatúni Listamaðurinn Ingvar Björn mun afhjúpa nokkuð margþætt verk sem bæði byggist upp á innsetningu, skúlptur, tónlist og málverkum. Vill hann fá bæjarbúa og gesti til að koma í höggmyndagarðinn á Víðistaðatúni og njóta þeirrar fegurðar sem garðurinn býður uppá og ganga á milli verka. Föstudagurinn 20. apríl Kl. 10 Mósaíktjörn á Norðurbakka vígð Nemendur í 2. bekk í Víðistaðaskóla vígja mósaíktjörn á Norðurbakka. Kl. 11-17 Bókasafn Hafnar‡arðar Föndur fyrir alla fjölskylduna á barnadeild. Kl. 17:00 Bikarmót BH í Íþróttahúsinu við Strandgötu Keppt er í unglingaflokkum í riðlum eftir styrkleikalista BSÍ. Badmintonfélag Hafnarfjarðar býður uppá kaffi og meðlæti fyrir gesti. Kl. 18 Sýning á undirbúningi og vinnslu mósaíkmyndarinnar „Þráður“ á Norðurbakka opnar í Apótekinu Hafnarborg Verkið er 240 m2 mósaíkmynd sem undirstrikar huglæg tengsl við sjóinn með myndum af allskyns sjávardýrum eins og fiskum. Kl. 18-21 Gakktu í bæinn Vinnustofur listamanna, söfn og verslanir opnar fram á kvöld Gallerý Múkki, Fornubúðum 8 Aðalheiður Skarphéðinsdóttir sýnir verk sín. Allir hjartanlega velkomnir. So¥ía Sæmundsdóttir, Fornubúðum 8 Fullveldishátíð hjá Málaranum við höfnina. Einnig opið um helgina frá 14-17. Andi danskra aðalsmanna og konunga svífur yfir vötnum og þeir eru beinlínis komnir á staðinn og út úr málverkunum til að fylgjast með hátíðinni og sjá hvernig okkur hefur vegnað í þessi 100 ár. Annríki - Þjóðbúningar og skart, Suðurgötu 73 Komdu og skoðaðu ævintýraveröld þar sem gestum er boðið að kynnast 300 ára sögu og þróun íslenskra búninga. Leiðsögn um búningasafn, spjall og kaffi í boði Hildar og Ása í Annríki. Rimmugýgur, Staðarbergi 6 Félagar sýna handverk og vopn. Pakkhús Byggðasafnsins opið kl. 18-21 Tveir skemmtilegir fyrirlestrar kl. 20: Alþýðleiki föðurnafna og andaglas. Kvöldopnun í Hafnarborg kl. 18-21 Sýning á undirbúningi og vinnslu mósaíkmyndar á Norðurbakka opnar. Litla Hönnunar Búðin, Strandgötu 19 Listamenn úr Íshúsi Hafnarfjarðar og víðar kynna vörur sínar í Litlu Hönnunar Búðinni. Léttar veitingar og skemmtilegheit. Nýform, Strandgötu 24 Listakonan Jónína Ósk Lárusdóttir mun sýna í Nýform. Álfagull, Strandgötu 49 Tilboð af völdum vörum og léttar veitingar í boði Bílskúrinn á Álfaskeiði 24 Nutcase hjólahjálmar verða til sýnis og sölu á sérstöku tilboðsverði. Kl. 20:30 Blúsmenn Andreu í Bæjarbíó Hljómsveitin Blúsmenn Andreu, með söngkonuna Andreu Gylfadóttur í broddi fylkingar. Miðasala á midi.is Laugardagurinn 21. apríl Kl. 10-16 Bikarmót BH í Íþróttahúsinu við Strandgötu Keppt er í unlingaflokkum í riðlum eftir styrkleikalista BSÍ. Badmintonfélag Hafnarfjarðar býður uppá kaffi og meðlæti fyrir gesti. Kl. 10-13 Street tennis á Thorsplani Tennisdeild Badmintonfélags Hafnarfjarðar kynnir street tennis. Kl. 11-14 3SH í anddyri Ásvallalaugar Þríþrautafélag Hafnarfjarðar kynnir starfsemi sína. Kl. 11-17 Pakkhús Byggðasafnsins opið Ratleikur fyrir börn um sýninguna. Kl. 11-15 Bókasafn Hafnar‡arðar Föndur fyrir alla fjölskylduna á barnadeild. Kl. 11-13 Dr. Bæk verður á staðnum og ástandsskoðar hjól Kl. 11:30 Jóhanna B. Magnúsdóttir fræðir gesti um matjurtaræktun Kl. 12:30 Jóhanna hjálpar börnum að setja niður baunir Kl. 11 Fuglaskoðun í Höfðaskógi - Skógræktarstöðin Þöll, Kaldárselsveg Þekkir þú fiðraða nýbúa skógarins? Hannes Þór Hafsteinsson og Steinar Björgvinsson leiða fuglaskoðunarferð. Takið með ykkur sjónauka. Gangan tekur um 1,5 klukkustund. Kaffi og spjall í Þöll að göngu lokinni. Kl. 13-15 Hnefaleikafélag Hafnar‡arðar heldur Diplóma mót Ungir hnefaleikamenn og konur spreyta sig í hringnum á Dalshrauni 10. Allir velkomnir sem hafa áhuga á að kynna sér hnefaleikaíþróttina betur. Kl. 14 Vortónleikar Lúðrasveitar Hafnar‡arðar í Víðistaðakirkju Efnisskráin samanstendur að mestu af verkum sem samin eru fyrir lúðrasveit, sum gömul en önnur glæný. Miðaverð á tónleikana er 1.500 kr., en frítt er fyrir börn yngri en 16 ára. Kl. 14-17 Fjölskylduhátíð í Hraunkoti golfæ©ngasvæði Keilis Ókeypis golfkennsla fyrir byrjendur á öllum aldri. Kylfur á staðnum. Leikir og þrautir fyrir unga sem aldna. SNAG golfleikir fyrir þau allra yngstu. Hoppukastali, grillaðar pylsur og candyfloss. Kl. 14-17 Fullveldishátíð hjá Málaranum við Höfnina, Fornubúðir 8 Myndlistarsýning á verkum Soffíu Sæmundsdóttur sem unnin eru sérstaklega vegna 100 ára sögu fullveldisins Íslands. Signý Sæmundsdóttir söngkona syngur nokkur lög sem hæfa tilefninu kl. 15. Kl. 20.30 Baggalútur í Bæjarbíó Hljómsveitin Baggalútur mætir með allt sitt hafurtask í Bæjarbíó. Miðar á midi.is. Vinsamlegast fjölmennið. Sunnudagurinn 22. apríl Kl. 9-12 Opin hjólaæ©ng frá kaªhúsinu Pallett Hjólareiðafélagið Bjartur stendur fyrir opinni hjólaæfingu. Kl. 10-13 Street tennis á Thorsplani Tennisdeild Badmintonfélags Hafnarfjarðar kynnir street tennis. Kl. 11 Country messa í Hafnar‡arðarkirkju Hljómsveitin Axel O og Co flytur valin country lög með trúarlegu ívafi í „unplugged“ stíl. Kl. 11, 12 og 13 Barnaharpan – Hljóma Austurgötu 38 Hljóma býður 3-6 ára börnum í einstaka tónlistarstund til að kynnast barnahörpunni og hljómheim hennar á hreyfandi og skapandi máta. Tekið er á móti skráningum á netfanginu: inga.bjork.inga@gmail.com. Kl. 11-17. Pakkhús Byggðasafnsins opið Ratleikur fyrir börn um sýninguna. Kl. 12-14 Kynning á starfsemi Badmintonfélags Hafnar‡arðar í Íþróttahúsinu við Strandgötu Badminton-, borðtennis- og tennisdeildir félagsins kynna starfsemi sína og áhorfendum gefst tækifæri til að fylgjast með efnilegustu badmintonspilurum landsins leika til úrslita í bikarmóti BH. Kl. 12-17 Opið í Hafnarborg Fjölskyldusmiðja kl. 13. Listamannaspjall kl. 13 við Jón Axel Björnsson. Kl. 16:00 JóiPé x Króli – ‡ölskyldutónleikar í Bæjarbíói Það hafa fáir tónlistarmenn komið inn með öðrum eins krafti eins og JóiPé og Króli hafa gert. Miðasala á midi.is Kl. 20 Tónleikar í tónleikaröðinni Hljóðön í Hafnarborg Andþemu og örsögur - Hulda Jónsdóttir, fiðluleikari og Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari. Miðasala í Hafnarborg s. 585 5790. GUNNAR JÚL ART Framundan eru Bjartir dagar í Hafnarrði pakkaðir af ölbreyttum viðburðum. Nú er tilvalið tækifæri fyrir Hafnrðinga að bjóða vinum og vandamönnnum að koma HEIM í Hafnar örð! Leikskólabörn taka virkan þátt í Björtum dögum og skreyta fyrirtæki, verslanir og stofnanir í Hafnarfirði með list sinni. Sjá staðsetningar á hafnarfjordur.is Kynntu þér heildardagskrá Bjartra daga á hafnar ordur.is og Facebook

x

Fjarðarfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.