Alþýðubandalagsblaðið


Alþýðubandalagsblaðið - 04.04.1975, Page 1

Alþýðubandalagsblaðið - 04.04.1975, Page 1
ATuvnTTP AMnaT An,e MÁLGAGN alþýðubandalagsins í norðurlandskjördæmi eystra 13. tölublað Föstudagur 4. apríl 1975 ' 6. árgangur. ASmennur félagsfundur verður haldinn í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri, laugardaginn 5. apríl kl. 2 e. h. í Al- þýðuhúsinu. Vestmannaeyingar feildu bráðabirgðasamliomulag níu snanna nefndarinnar Atvinnurekendur og níu manna samninganefnd ASÍ undirrit- uðu „bráðabirgðasamkomulag“ aðfararnótt skírdags. í sam- komulaginu er gert ráð fyrir 4.900 króna launahækkun á nær alla launataxta verkalýðshreyfingarinnar en auk þess er reikn að með að skattalækkanir sem ríkisstjórnin hefur boðað komi láglaunafólki til góða, og auki kaupmátt launa þess lítillega. Þrátt fyrir þetta samkomulag er enn ósamið við stóra hópa launþega, meðal annars fjöhnörg félög innan Alþýðusambands Norðurlands að ógleymdum sjómönnum og ýmsum starfshóp- um verzlunarinnar. FUNDAREFNI: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Samkomulag um kjaramál. „ 3. Önnur máL Félagar mætið vel og stundvíslega. STJÓRNIN. Blómlegt félagslíf á Húsavík Vestmannaeyingar felldu. Verkalýðsfélag Vestmanna- eyja mun hafa verið fyrst til að taka samkomulag þetta til afgreiðslu. Á fundi í félaginu var það kolfellt og hófust við ræður við atvinnurekendur á staðnum strax daginn eftir um nýja kjarasamninga. Þá sam- þykktu Vestmannaeyingar ályktun er felur í sér að stefnu níu manna nefndarinn ar í kjaramálunum er alger- lega hafnað og það harmað að Alþýðusambandið skuli sætta sig við hina stórfelldu kjara- kserðingu sem dunið hefur yfir undan farna mánuði. Ósamið við sjómenn Viðræður milli aðila í kjara deilu sjómanna hafa legið niðri undanfarnar vikur. Sjó- menn undirrituðu ekki sam- komulag níu manna nefndar- innar og atvinnurekenda. Átæsðan mun vera sú að þeim þykir sem kauptrygging þeirra sé allt of lág og 4.900 krónu hækkunin sé alls óvið unandi. Þegar hafa mörg sjó- mannafélög boðað til vinnu- stöðvunar til þess að knýja fram nýja samninga. Eins og nú horfir eru allar líkur fyr- ir því að víðtæk verkföll skelli á á fiskiskipaflotanum fyrir miðjan apríl. Mörg félög úti á landi ekki með Það vekur athygli að fjöl- mörg verkalýðsfélög úti á landi eru ekki með í sam- komulagi þessu. Má þar minna á vel flest félög innan Alþýðusambands Norðurlands en eftir því sem næst verður komist eru Austfirðingar held ur ekki aðilar að samkomu- laginu. Má ætla að bráðlega hefjist samningaviðræður milli þessara aðilja annars vegar og atvinnurekenda hins vegar. Ekki er vitað til að neitt þessara félaga hafi boð- að til vinnustöðvunar ennþá. Enginn vafi er á að samnings- aðstaða þessara félaga yrði miklu sterkari ef þeir sam- ræmdu viðræður og aðgerðir sínar og tengdu saman við að gerðir sjómanna. Hér hefur verið lítill fiskur undanfarið og lélegur það litla, sem er. Einn bátur, Jón Sör., er fyrir nokkru farinn til Sandgerðis í von um meiri og betri afla. Atvinna er nóg hér ennþá, en doði er tekinn að færast í ýmsar framkvæmdir og hálfgert kreppuhljóð að koma í suma. Félagslíf er allblómlegt hér þessa dagana. Leikfélagið sýn- ir nú leikritið „Ég vil auðga mitt land“ eftír Þórð Breið- fjörð, undir leikstjórn Sig- urðar Hallmarssonar. Tveir tékkneskir tónlistarmenn æfa karlakórinn og lúðrasveitina af fullum krafti. Tékkarnir eru kennarar við tónlistarksól ann hér, en skólastjóri hans er Steingrímur Sigfússon. Fyrir nokkru hélt Gagn- fræðaskóli Húsavíkur árshátíð sína í leikfimisal skólans og fór hún hið besta fram. Veðurfar hefur verið allgott undanfarið og fer snjór minnk andi. Snjóleysi hefur þó enn ekki háð skíðamönnum hér um EÍóðir. Grásleppumenn undirbúa vertíð sína af kappi og hyggja gott til glóðarinnar. HVAÐ SEGJA ÞEIR? Sitt sýnist hverjum um ágæti þess bráðabirgðasamkomu- lags sem níumannanefnd ASÍ hefur nú gert við atvinnurek- endur. Og til eru þeir sem reikna fastlega með að þær kauphækkanir sem samkomulag náðist um verði etnar upp til agna af verðhækkunum næstu tveggja vikna cða svo, þar eð ekkert ákvæði er í samkomulaginu um vísitölu- bindingu. Blaðið sneri sér því til helstu framámanna um verkalýðsmál hér í bæ og spurði um álit þeirra á sam- komulaginu. Jón Ásgeirsson formaður A1 þýðusambands Norðurlands kvað ekki ástæðu til að tjá sig um málið á þessu stigi. Aðeins Esfill blufi bæffw Blaðið náði tali af Jóni Ingi- marssyni, formanni Iðju, og' spurði hann nokkurra spurn inga í sambandi við það sam komulag, sem gert var ný- lega í Reykjavík, um launa- kjör, milli níumanna nefnd- arinnar og vinnuveitenda, en Jón hefur eftir getu reynt að fylgjast með gangi mála eftir því, sem unt hefur ver- ið. Hvert er álit þitt á bráða- birgðasamkomulaginu? Það verður að segjast eins og er, að með því fæst að- eins lítill hlutur bættur, af þeirri miklu dýrtíð, sem skollið hefur yfir allan al- menning. Og þegar þess er gætt, að engin tilraun hefur verið gerð til að tryggja að þessi launahækkun, kr. 4.900 á mánuði, fari ekki öll út í verðlagið, má gera ráð fyrir, að launafólk standi í svip- uðum sporum eftir 2—3 vik ur. Er afsakanlegt að gera kjarasamninga án vísitölu- bindingar á slíkum verð- bólgutímum? Auðvitað ekki, en það hef ur alltaf verið mín skoðun að vísitalan eins og hún var látin mæla, stighækkandi á laun, var herfilegt rang- læti, þannig að hátekjumað- ur fékk 3—4 sinnum meiri krónutölu í dýrtíðarbætur en hið lægts launaða fólk, og þessu þarf að breyta á réttlátan hátt. Hvað finnst þér um vinnu brögð A.S.Í. við gerð þess- ara samninga? Mér finnst þau alveg frá- leit. Þegar níumanna nefnd- in var kosin, var það hennar verkefni, að ná upp aftur þeim kaupmætti launa, sem fengust eftir samningana 26. febrúar 1974. Síðan var gerð stórfelld gengisfelling í kjöl farið æðisgengin dýrtíð, sem fáir sjá fyrir endann á enn sem komið er. Það er makk- að við ríkisstjórnina, um lækkun skatta á hátekju- fóíki o. fl., en ætlunin var í upphafi, eins og margoft hef ur komið fram í viðræðum í sjónvarpinu og blöðum frá nefndinni, að fyrst og fremst yrðu kjör þeirra lægst laun uðu að hækka. Þeir gerðu slag í því. Það var eins og fyrri daginn að þeir sem höfðu hæstu kauptaxtana í samningskjörum ASÍ fengi sinn stærri hlut. Ég tel svona samningsaðstöðu og vinnuaðferð algerlega ófæra. Hefur Iðja tekið afstöðu til þessara samninga? Nei, en það verður félags- fundur á morgun, laugar- dag, kl. 2 og þar verður ákvörðun tekin. Ég geri ráð fyrir því, þótt margir séu mjög óánægðir með þessa lausn, miðað við þá óhemju dýrtíð, sem hér ríkir, þá verði þeir samþykktir. Spor í rétta átt Jón Helgason kvað bráða- birgðasamkomulagið spor í Framhald á bls. 2.

x

Alþýðubandalagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðubandalagsblaðið
https://timarit.is/publication/1640

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.