Alþýðubandalagsblaðið


Alþýðubandalagsblaðið - 16.05.1975, Qupperneq 1

Alþýðubandalagsblaðið - 16.05.1975, Qupperneq 1
19. tölublað Föstudaginn 16. maí 1975 6. árgangur. SIGÖLDUMÁLIÐ: Starfsmenn tóku öll völd á vinnusvæðinu — Eins og kunnugt er, er nýlega lokið skyndiverkfalli við Sig- öldu. Verkfallinu lauk með bráðabirgðasamkomulagi við hina júgóslavensku verktaka, en þessa dagana er verið að ljúka við gerð ítarlegri samnings um lausn deilumálana þar á svæðinu. Deilan hefur aðallega snúist um aðbúnað og öryggismál. Hefur hvort tveggja verið í hinum megnasta ólestri, og hinir erlendu verktakar sýnt reglum um allt slíkt, hina megnustu fyrirlitn- ingu. Samkomulag án samráðs við starfsmenn Eitt af þeim málum, sem mjög hefur ýtt á um aðgerðir starfsmanna við virkjunar- framkvæmdirnar er, að starfs- maður verkalýðsfélaganna í Rangárvallasýslu hefur gert samninga um málefni verka- manna á vinnustaðnum við Sigöldu, án þess að nauðsyn- legt samráð hafi verið haft við starfsmennina sjálfa. Þetta hef ur meðal annars valdið því, að verkamennirnir hafa séð sig knúða til að taka málin í eigin hendur. í þeim samninga viðræðum sem nú standa yfir taka fulltrúar starfsmannanna þátt, en þeim til aðstoðar eru starfsmenn landssambanda, eins og Sambands bygginga- manna. ) Algjör samstaða Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur aflað sér hjá Framhald á bls. 3. Fundir um orkumál Alþýðubandalagsfálögin á Akureyri og Dalvík gangast fyr- ir almennum fundum um orkumá! og fleira, sem hátt ber í þjóðlífinu. Framsögumenn verða alþingismennirnir Magnús Kjart- ansson og Stefán Jónsson. Að loknum framsöguerindum verða frjáisar umræður og fyrirspurnum svarað. Fundurinn á Dalvík verður í Víkurröst, laugardaginn 24. maí og hefst kl. 4.00 e. h. Fundurinn á Akureyri verður sunnudaginn 25. maí í Alþýðuhúsinu, og hefst kl. 2 eftir hádegi. Selfossmálið á Alþingi Loksins kom Selfossmálið til umræðu á Alþingi. Soffía Guð mundsdóttir flutti þingsálykt- unartillögu ásamt Kagnari Arnalds um réttindi og skyld- ur starfsfólks. í greinargerð með tillögunni vék Soffía nokkuð að Selfossverkfallinu, sem nú er lokið með fullum sigri verkfallsmanna. Þingmenn Framsóknar- flokksins, Einar Ágústsson (viknaði í ræðustól) og Ólafur Ólafsson, kaupfélagsstjóri á Hvolsvelli, tóku upp hansk- ann fyrir kaupfélagsstjórann á Selfossi ásamt íhaldsmann- inum Albert Guðmundssyni. Ólafur á Hvolsvelli flutti reyndar jómfrúrræðu sína á þingi um þetta mál. Varð for- seti að áminna hann tvisvar sakir lítt prenthæfs orðalags en auk þess einkenndist ræð- an í flestu af sjónarmiðum, al gerlega andstæðum hugsjón- um Samvinnuhreyfingarinnar eins og þær voru í upphafi. Viðtal v/ð Kolbein Friðbjamarson: Þeir sem hirða gróðann verða að bera ábyrgðina Á miðvikudaginn var haldinn samningafundur á Akureyri milli samninganefnda Alþýðusambands Norðurlands og atvinnu- rekenda. Kolbeinn Friðbjarnarson, formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, á sæti í samninganefndinni, og AB-blaðið náði tali af honum eftir fundinn. — Varð einhver árangur af þessum fundi, Kolbeinn? — Ég veit nú ekki, hvernig á að meta það. Á sínum tíma lögðum við fram kröfur í 5 liðum. Það var í fyrsta lagi sjálft kaupgjaldið. Við gerum kröfu að fá leiðrétta þá kjara- skerðingu, sem orðið hefur, síðan í mars 1974. í öðru lagi gerum við kröfu um að vísi- talan verði sett í gang á nýjan Fjársöfnun Ekki hefur enn tekist að fylla þá einu milljón króna, sem Víetnam- nefndin á íslandi ásetti sér á sínum tíma að safna fyrir 1. maí. Þeir akureyringar, sem vildu leggja þessu máli lið geta komið framlögum sínum til ritnefndar- manna AB-blaðsins eða á skrifstofuna, Geislagötu 10, sími 2-18-75. leik. í þriðja lagi viljum við fá stjórnunarréttinn yfir líf- eyrissjóðunum. í fjórða lagi er svo breytt fyrirkomulag or- lofsgreiðslna, en með þau mál hefur verið mikil óánægja meðal fólks. Og í fimmta lagi er svo krafan um það að greiðlsutími til kvenna vegna barnsburðar yrði lengdur í þrjá mánuði. Nú, varðandi spurninguna, hvort einhver árangur hafi náðst, þá er þess að geta að sum þessara atriða sem ég nefndi, þau hafa nú tekið á sig nokkuð ákveðnari rnynd síðan við lögðum þessar kröf- ur fram. Þannig standa nú deilur í þinginu um fæðingar- orlof kvenna og allar líkur virðast benda til að Alþingi muni setja löggjöf um það mál. En um það náðist sam- komulag milli okkar og full- trúa atvinnurekenda, þó með fyrirvara af þeirra hálfu um samþykki sinna stjórnarstofn- ana, að við leggðum til við stjórnvöld, að þetta atriði yrði leyst gegnum tryggingakerfið, en ekki atvinnuleysistrygg- ingasjóð. — Nú gerið þið kröfu um fullar bætur fyrir þá kjara- skerðingu sem orðið hefur frá samningunum 1974, en sam- kvæmt upplýsingum um þjóð- arhag, hafa þjóðartekjur rýrn að um nokkur prósent. Hver er afstaða ykkar til þessa at- riðis? — Hér get ég nú ekki sagt annað en mína persónulega af stöðu, en hún er sú að þessu tvennu eigi alls ekki að blanda saman. Við berum ekki ábyrgð á rekstri atvinnuveg- anna eða þjóðarbúsins, það eru aðrir aðilar sem ráðskast með þá hluti: Ef við ættum at vinnufyrirtækin og þau væru rekin á okkar ábyrgð, þá væri eðlilegt að þetta tvennt væri bundið saman, en meðan aðr- ir geta hirt út úr atvinnu- rekstrinum ómældan ágóða þegar þannig árar og hafa full an rétt til þess, þá verða þeir sjálfir að bera ábyrgð á hon- um þegar á móti blæs. — Hverjar eru orsakir fyr- ir því að þið kjósið að semja sér hér fyrir norðan þegar for ysta ASÍ hefur sérstaklega óskað eftir því að allir samn- ingar yrðu gerðir á vegum níu manna nefndarinnar? — Það liggja margar ástæð ur til þess að ég tel sterkara fyrir verkalýðshreyfinguna að semja í tvennu, þrennu eða jafnvel fernu lagi. Ein ástæð an er sú að þegar samið er suður í Reykjavík fyrir land- ið allt, þá erum við samninga menn utan af landsbyggðinni ekki í neinni snertingu við það Framhald á bls. 3. Löggjöf nauðsynleg. Selfossverkfallið er augljós vottur þess að nauðsyn ber til að hið bráðasta verði sett lög- gjöf um réttindi og skyldur starfsfólks. Verkalýðshreyfing in getur ekki lengur unað við það, að vinnuveitanda sé heim ilt að segja upp starfsfólki að eigin geðþótta án þess að til- greind sé minnsta ástæða fyrir uppsögninni. Atburðir eins og sá, sem varð orsök verkfallsins á Sel- fossi gerast allt í kringum okkur og miklu oftar en við gerum okkur grein fyrir, þótt þeir vekji sjaldnast jafn mikla athygli og í þessu tilviki. Það er ekki yfirtak langt síðan gróinn og virtur vinnu- veitandi á Akureyri sagði upp einni starfsstúlku fyrirtækis síns með þeim ummælum, að hann væri orðinn leiður á „mygluðu andliti11 hennar. BLÓÐTAKA HJA L.A. Þrír leikarar hafa sagt upp starfi sínu hjá Leik- félagi Akureyrar. Þetta eru þeir þrír leikarar, sem hvað mesta starfsreynslu hafa af þeim, sem nú eru fastráðnir hjá L. A., Þrá- inn Karlsson, Arnar Jóns son og Þórhildur Þorleifs dóttir. Þessar uppsagnir hljóta að vekja furðu manna og og jafnframt allmargar spurningar. Hvers vegna kýs þetta fólk að segja skilið við L. A. einmitt nú, þegar tekist hefur að gera leikhúsið á Akureyri að atvinnuleikhúsi og að öll þrjú eru starfandi við leik húsið, þegar þessi um- skipti gerast í sögu þess, og hljóta þar af leiðandi að hafa haft áhrif á þessa þróun. Þegar hafðar eru í huga þær miklu fjárhæð- ir, sem þessir starfskraft- ar hafa sparað L. A., með því að vera m. a. fær um að annast leikstjórn, smíða alla leikmuni, en leikfélagið berst í bökkum fjárhagslega, þá hlýtur þetta að vera mikil blóð- taka fyrir L. A. Getur Leikfélag Akureyrar stað ið undir þeim kröfum, sem verða gerðar til atvinnu- leikhúss eftir svona missi?

x

Alþýðubandalagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðubandalagsblaðið
https://timarit.is/publication/1640

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.