Alþýðubandalagsblaðið


Alþýðubandalagsblaðið - 16.05.1975, Page 3

Alþýðubandalagsblaðið - 16.05.1975, Page 3
Slökkvilið Akureyrar ÓSKAR AÐ RÁÐA SÓTARA til starfa í sumar. — Ákvæðisvinna. SLÖKKVILIÐSSTJÓRI. Aðalfundur Útgerðarfélags Akureyringa hf. verður haldinn mánudaginn 26. maí 1975 kl. 20.30 í kaffistofu hraðfrystihúss félagsins. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Lagabreytingar. STJÓRNIN. Orlofsdvöl Þeir félagar í Sjðmannafélagi Eyjafjarðar eða Verkalýðsfélaginu Einingu, sem hafa hug á að dvelja í orlofshúsum félaganna að Illugastöðum, eru beðnir að skila umsóknum til skrifstofu fé- laganna Akureyri, Ólafsfirði og Dalvík. Vikugjald fyrir hvert hús verður í sumar krónur 5.500.00, sem greiðist um leið og sótt er um. SJÓMANNAFÉLAG EYJAFJARÐAR, VERKALÝÐSFÉLAGIÐ EINING. Kvennadeild EIIMIIMGAR AÐALFUNDUR verður haldinn í Þingvalla- stræti 14, föstudaginn 16. maí, kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ EISING. Frá Vistheimilinu Sólborg Hjúkrunarkona óskast til starfa hálfan daginn frá 1. júní n.k. Upplýsingar veittar hjá framkvæmdastjóra eða forstööukonu í síma 2-17-55. Frá Vislheimilinu Sólborg Viljum taka á leigu 2 —3ja herbergja íbúð nú þegar. Uppl. hjá framkvæmdastjóra í síma 2-17-55. Sigölduverkfallið Framhald af bls. 1. SBM, þá hefur samstaða verk- fallsmanna verið nær algjör, og verður ekki annað séð, en að þeir hafi gert sér fulla grein fyrir því mikla valdi, sem þeir hafa. Fyrr í vetur kom upp einskonar „Selfoss- mál“, er var fólgið í því að reka átti bílstjóra, sem vinnur við virkjunarframkvæmdirn- ar. Verkamenn komu í veg fyrir brottreksturinn með því að beita samtakamætti sínum, og sagði Sigurjón Pétursson, hjá Trésmiðafélagi Reykjavík ur í samtali við blaðið, að þetta hefði áreiðanlega gert verka- mönnum styrk þeirra enn aug ljósari en ella. Þá benti Sigur- jón á, að eðli vinnustaðarins væri þannig, að mun auðveld- ara væri að koma við víðtæk- um samtökum, en víðast ann- arsstaðar, þar sem allir væru í daglegu sambandi hver við annan, vegna sameiginlegs mötuneytis og búsetu á vinnu svæðinu. Tóku öll völd á svæðinu Á meðan á verkfallsátökun- um stóð lokuðu verkamenn vinnusvæðinu algerlega með hindrunum og tóku þannig í reynd öll völd á svæðinu. Fegnu engir að fara inn eða út af vsæðinu án leyfis verk- fallsmanna. Fram hefur kom- ið í fréttum að verktakarnir hugðust reka allan hópinn á meðan á verkfallinu stóð. Gerðist þetta með þeim hætti að þeir skrifuðu fulltrúum starfmsanna bréf þess efnis að á skyndiverkfallið væri litið sem fyrirvaralausa uppsögn á Leikfélag Akureyrar Gull skipið Sýningar í þessari viku: Laugardag kl. 8.30 e. h. Gullskipinu liggur á í burtu, dragið því ekki að sjá það. Miðasala frá kl.. 4—6 daginn fyrir sýningu og sýningardaginn. Leikfélag Akureyrar. starfi og bæri verkamönnum að hypja sig. Þetta bréf er skrifað á þeim tíma sem ekki einu sinni yfirmenn verktaka fyrirtækisins gátu yfirgefið vinnusvæðið án leyfis verk- fallsmanna Skoðað í ljósi þessa verður að meta þetta bréf sem afar spaugilega tilraun valda- lausra manna til að spila stóra karla. Aðgerðirnar við Sig- öldu og Selfossverkfallið ættu Framhald af bls. 1. fólk, sem við erum að semja fyrir. Nú í annan stað, þá fer gjarna svo í þessum stóru sam flotum, að sjónarmið hinna ýmsu smærri félaga utan af landi, þau eru fyrir borð bor- in. Síðast en ekki síst er svo samningsgerð í stórri heild suður í Reykjavík akkúrat sú besta aðstaða, sem hægt er að veita vinnuveitendasamband- inu til að semja. Ef samið er úti á landsbyggð inni, komast samningar að nokkru leyti í snertingu við ýmsa atvinnurekendur þar, og þeir eru miklu sanngjarnari við að fást, heldur en Vinnu- veitendasambandið. Síðast en ekki síst, má nefna það, að ég tel, að forysta Al- þýðusambandsins, eins og hún er núna, hún hafi hreinlega að vera verkafólki til vitnis um það hver máttur þess er ef samtökum og félagslegu átaki er beitt. Þær vitna einn- ig um það að verkalýðshreyf- ingin sjálf, þ. e. verkalýðsfé- lögin, má vara sig á að verka ekki sem dragbítar á baráttu vilja verkafólks því félögin eru greinilega ekki nægilega vel í stakkinn búin til að taka forystuna fyrirvaralaust þeg- ar nauðsyn krefur. ekki nægjanlega róttækar og ákveðnar hugmyndir um stéttabaráttuna, og ég er ósam mála þeim aðferðum, sem þeir beita í samningsgerð. En ég vil undirstrika það, að þótt við semjum sér hér fyrir norðan, þá veikir það ekki á neinn hátt samstöðu verkalýðshreyf- ingarinnar, því að samningar okkar hér, tákna alls ekki, að við séum að draga okkur út úr samstöðu með ASÍ, ef til átaka kemur. Það verða ein- hverjir aðrir, sem bregðast, ef til þess skyldi koma. — Að lokum, Kolbeinn, verða verkföll 1. júní? — Það held ég varla. En verði ekki búið að semja 1. júní, þá reikna ég fastlega með að verkföll verði boðuð, þann- ig að til þeirra gæti komið fyrir miðjan júní. Félag verslunar og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni auglýsir eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum 'flagsins að IUugastöð- um á komandi sumri. Forgang eiga þeir félagar, sem eigi hafa dvalið ,þar áður. Skulu umsóknir þeirra hafa borist fyrir 20. maí nk. Staðfestingargreiðsla, kr. 2.000.00, greiðist við pöntun. STJÓRNIN. LAIMDSÝN - Alþýðuorlof Félag vcrslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og págrenni minnir félaga sína á skírteini, er veitir handhafa rétt til orlofsferða á vegum Alþýðu- orlofs. Skrifstofa .vor í Brekkugötu 4 veitir allar upp- lýsingar um sólarferðir til útlanda á vegum Al- þýðuorlofs. — Sími 2-16-35. Þeir sem bera ábyrgðina ALÞÝÐUBANDALAGSBLAÐIÐ - 3

x

Alþýðubandalagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðubandalagsblaðið
https://timarit.is/publication/1640

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.