Morgunblaðið - 19.08.2021, Qupperneq 1
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is. Sótt er um störfin á hagvangur.is.
Umsóknarfrestur er til og með 29. ágúst.
Framkvæmdastjórar
hjá Landsbankanum
Öflug áhættustýring er grundvöllur að traustum rekstri
Landsbankans og leggjum við áherslu á skilvirkni og
gagnadrifna áhættustýringu. Framkvæmdastjóri
Áhættustýringar þarf að hafa víðtæka reynslu af
bankastarfsemi, haldgóða þekkingu á helstu áhættu-
þáttum í rekstri bankans og yfirburða greiningar- og
samskiptahæfni.
Samfélag er nýtt svið sem er leiðandi í að móta
menningu bankans. Við viljum vera virkur þátttakandi
í samfélaginu, bæði innan og utan bankans, vera
í góðum samskiptum við viðskiptavini og starfsfólk,
þróast og fræða. Í Samfélagi koma saman mann-
auðsmál, markaðsmál, fræðsla, samskipti, sjálfbærni
og greiningar á efnahagsmálum.
Framkvæmdastjóri
Áhættustýringar
Framkvæmdastjóri
Samfélags
Landsbankinn leitar að öflugu og framsýnu fólki sem vill koma í kra!mikinn hóp starfsfólks bankans. Við viljum liðs-
félaga sem hafa brennandi áhuga á að móta nýja tíma í #ármálaþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga, þar sem
ánægðir viðskiptavinir, stöðug framför og árangur skipta máli. Framkvæmdastjórar bera í sameiningu ábyrgð
á að ná markmiðum bankans og sinna daglegum rekstri sinna sviða.
Starfsánægja hefur aldrei mælst
meiri og er Landsbankinn meðal
topp 10 fyrirtækja á Íslandi í
kjarnaspurningum Gallups.
Landsbankinn er
jafnlaunavottaður
vinnustaður.
Landsbankinn mælist
efstur banka í Íslensku
ánægjuvoginni.
Ný stefna bankans, Landsbanki nýrra tíma, var kynnt í lok síðasta árs. Markmið okkar er að einfalda viðskiptavinum
lífið. Bankinn hefur í tvö ár mælst efstur banka í Íslensku ánægjuvoginni og yfir 40 nýjungar í stafrænni bankaþjónustu
hafa verið kynntar á síðustu misserum. Við erum í 1. sæti í UFS-áhættumati Sustainalytics af 423 bönkum sem fyrir-
tækið hefur metið í Evrópu. Um 40% landsmanna eru í viðskiptum við bankann og þriðjungur allra fyrirtækja á landinu.
Traust er undirstaða stefnunnar og er jafnframt gildi bankans.
LANDSBANKINN. IS