Morgunblaðið - 19.08.2021, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021 3
Þátttakandi í íslensku
atvinnulífi í 50 ár
hagvangur.is
hagvangur.is
Fastus óskar eftir að ráða gæðastjóra. Um er að ræða nýtt starf hjá
fyrirtækinu. Gæðastjóri mun hafa umsjón með uppbyggingu, innleiðingu,
rekstri og þróun á gæðakerfi fyrirtækisins. Fyrir jákvæðan og nákvæman
aðila er í boði framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki. Möguleiki er á hlutastarfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Uppbygging og innleiðing á gæðakerfi
• Umsjón með gæðahandbók fyrirtækisins
• Umsjón með innri og ytri gæðaúttektum
• Tryggja starfsemi í samræmi við reglugerðir er varða innflutning og sölu
á heilbrigðisvörum
• Skjalastýring og utanumhald gagna
• Uppbygging jafnlaunakerfis sem og önnur tilfallandi mannauðsverkefni í
framtíðinni
• Samskipti við innlenda og erlenda eftirlits- og samstarfsaðila
• Vinna úr upplýsingum og lykiltölum til að meta árangur af gæðastarfi
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af gæðastjórnun og gæðastjórnunarkerfum
• Þekking af hönnun og innleiðingu ferla er kostur
• Metnaður og frumkvæði við úrlausn verkefna
• Mjög góð tölvukunnátta
• Nákvæm og vönduð vinnubrögð
• Framúrskarandi samskiptafærni
• Góð íslensku- og enskukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst nk.
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is.
Nánari upplýsingar veitir Yrsa Guðrún
Þorvaldsdóttir, yrsa@hagvangur.is.
Fastus er framsækið þjónustufyrirtæki sem sér
fyrirtækjum og stofnunum á heilbrigðissviði, og
í rekstri tengdum matvælum, ferðaþjónustu og
iðnaði, fyrir tækjum, búnaði og rekstrarvörum.
Hjá Fastus starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga
sem leitast við að finna viðeigandi lausnir
fyrir sérhvern viðskiptavin félagsins.
Nánari upplýsingar á www.fastus.is
Gæðastjóri
hagvangur.is
Kraftur leitar að drífandi og skemmtilegum einstaklingi í 80% - 100% starf fræðslu- og
hagsmunafulltrúa félagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Ábyrgð á fræðslustarfi félagsins
• Hagsmunagæsla fyrir unga krabbameinsgreinda einstaklinga og aðstandendur
• Skipulagning og utanumhald um fræðslustarf félagsins
• Umsjón með fræðsluvef og fræðslu á samfélagsmiðlum
• Umsjón með fræðslustarfi hvers kyns útgáfu á vegum Krafts
• Almenn upplýsingagjöf til félagsmanna
• Önnur tilfallandi verkefni
Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst nk.
Með umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð
er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar veitir Hlynur Atli Magnússon, ráðgjafi hjá Hagvangi,
hlynur@hagvangur.is
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Mjög gott vald á íslensku í bæði ræðu og riti krafa
• Góð enskukunnátta
• Þekking og reynsla af hagsmuna- og fræðslumálum kostur
• Góð almenn tölvufærni, reynsla af samfélagsmiðlum og vefumsjón kostur
• Hjarta fyrir málstaðnum
• Frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni
• Skilvirkni og nákvæm vinnubrögð
• Mjög góð samvinnu- og samskiptahæfni
Kraftur – Fræðslu- og hagsmunafulltrúi