Morgunblaðið - 21.08.2021, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2021
BYGG býður þér til starfa
Uppsláttarsmiðir
Óskað er eftir vönum uppsláttarsmiðum í
uppmælingu, næg verkefni framundan.
Upplýsingar veitir Gunnar S: 693-7310
– gunnar@bygg.is
BYGG byggir á 37 ára reynslu á íslenskum byggingamarkaði.
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. (BYGG)
hefur á undanförnum árum byggt yfir 3.000
glæsilegar íbúðir á almennum markaði. Fyrirtækið
hefur einnig byggt íbúðir fyrir Félag eldri borgara
og húsnæðisnefndir í Reykjavík og Kópavogi.
Hjá fyrirtækinu starfa nú um 160 manns og er
meðalstarfsaldur hár. Öll verkefni fyrirtækisins eru
á höfuðborgarsvæðinu. Hjá fyrirtækinu er öflugt
starfsmannafélag. Traust atvinna í boði.
Fasteignasali
og leigumiðlari
Jöfur leitar að fasteignasala og
leigumiðlara í fullt starf.
Jöfur er fasteignasala og leigumiðlun sem
sérhæfir sig í sölu og leigumiðlun atvinnu-
húsnæðis. Sjá nánar um fyrirtækið á
www.jofur.is/umjofur
Umsækjandi skal hafa lokið námi til
löggildingar fasteignasölu og þarf að hafa
áhuga og ánægju af sölumennsku.
Áhugasamir eru hvattir til að senda tölvu-
póst á umsokn@jofur.is með viðeigandi
upplýsingum.
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál
og öllum umsóknum verður svarað.
BDO ehf. leitar eftir metnaðarfullum einstaklingi
með reynslu af vinnu við endurskoðun og/eða
uppgjörum lögaðila, skattframtalsgerð og tengdum
verkefnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Endurskoðun - þátttaka í teymisvinnu.
• Uppgjör og skattframtalsgerð.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Sjálfstæði í starfi og fagleg vinnubrögð.
• Löggilding í endurskoðun er kostur.
• Hafa lokið Macc námi eða í Macc námi eða sam-
bærulegu námi.
• Greining gagna. Góð þekking á Excel. Þekking á
Power BI er kostur.
BDO ehf. er hluti af alþjóðlegri keðju BDO Global og
starfar í yfir 170 löndum.
Umsóknir skulu sendar á bdo@bdo.is. Frekari upp-
lýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 531 1111.
Endurskoðun
og uppgjör
s t e t t a f e l a g i d . i s
Vélamaður
á hjólagröfu
Óskum eftir vönum vélamanni á hjólagröfu.
Um er að ræða fullt starf. Viðkomandi getur hafið
störf strax.
Fjölbreytt verkefni á sviði jarðvinnu og yfirborðs-
frágangs.
Við bjóðum upp á samkeppnishæf laun og
skemmtilegt vinnuumhverfi.
Tekið er við umsóknum í gegnum vef Alfreð.is.
Menntunar- og hæfniskröfur
Vinnuvélaréttindi
Nánari upplýsingar um starfið veitir Elvar
í síma 545 6901 – elvar@stettafelagid.is
Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is
Árangur fyrirtækja ræðst af þekkingu, getu og reynslu
starfsmanna. Hver einstök ráðning er mikilvæg fjárfesting
og er hagur bæði fyrirtækis og viðkomandi einstaklings
að vel takist til.
ÁSKRIFTASÍMI 569 1100