Morgunblaðið - 23.09.2021, Side 4

Morgunblaðið - 23.09.2021, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021 Leikskólakennarar óskast Leikskólinn Undraland á Flúðum óskar eftir að ráða leikskólakennara til starfa frá 1. október 2021. Undraland er þriggja deilda leikskóli á Flúðum. Við skólann stunda tæplega 50 börn nám. Við störfum eftir hugmyndafræði Reggio Emilia með útikennslu að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á þarfir barnanna til frjálsra leikja og getu þeirra til að skapa og upplifa. Náttúran og umhverfið sem við búum í eru nýtt til rannsókna og leikja. Menntun: Umsækjendur þurfa að hafa lokið leikskólakennaranámi eða annari tilskilinni menntun. Ef ekki berast umsóknir frá lkennurum sem uppfylla hæfniskröfur er heimilt að ráða leiðbeinendur í stöðuna. Hæfni: Kennarar og starfsmenn leikskólans þurfa að: Búa yfir færni í mannlegum samskiptum, sýna frumkvæði, sjálfstæði og hafa metnað fyrir starfi sínu. Mikilvægur þáttur í starfi leikskólans er jákvæðni og umburðarlyndi. Vinna að uppeldi og menntun barnanna í samræmi við námskrá leikskólans og geta unnið í nánu samstarfi við stjórnendur leikskólans. Launakjör: Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslen- skra sveitafélaga og Félags leikskólakennara. Við hvetjum fólk af hvaða kyni sem er, til að sækja um hjá okkur. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu skólans og en einnig er hægt að senda umsókn með ferilskrá og upplýsingar um styrkleika umsækjanda á netfangið ingvel- dur@undraland.is. Umsóknarfrestur er til 28. september 2021 Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 7686600 eða í tölvupósti ingveldur@undraland.is Við hlökkum til þess að heyra frá áhugasömum barnagælum! Fasteignasali óskast! Heimili fasteignasala óskar eftir að ráða fasteignasala til starfa. Við leitum að einstaklingi sem býr yfir góðri sölutækni, á auðvelt með að vinna sjálfstætt og býr yfir góðum hæfileikum í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þarf að geta starfað skipulega með öðrum og veitt ábyrga þjónustu í starfi sínu. Mjög spennandi verkefni framundan á næstu mánuðum. Umsækjendur þurfa að vera löggiltir fasteignasalar, eða vera í námi til löggiltingar. Umsóknum skal skila til Finnboga Hilmarssonar, fasteignasala, á finnbogi@heimili.is sem jafnframt veitir allar frekari upplýsingar. Bílasmiður / Bílamálari eða aðili vanur viðgerðum Bílamálun Egilsstöðum er 5 stjörnu réttingaverkstæði og gæðavottað af Bílgreinasambandinu. Hjá Bílamálun starfa að jafnaði 8 starfsmenn og vantar okkur bílasmið/bílamálara eða aðila vönum réttingum og almennum viðgerðum. Helstu verkefni: • Réttingar og viðgerðir, grunnun og málun, fram- rúðuskipti Hæfniskröfur: • Próf í bílasmíði/málun eða vanur réttingum/- almennum viðgerðum Krafist er: • Hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæðis og sjálfstæðis í vinnubrögðum • Vandaðra og faglegra vinnubragða Umsóknir sendist í netfangið bilamalun700@simnet.is. Nánari upplýsingar veitir Árni Jón í s. 471-2005 / 897-7766. Starfsfólk í verslun Hefur þú áhuga á húsgögnum og fallegri hönnun? Við leitum að þjónustuliprum og úrræðagóðum starfskröftum í fjölbreytt verkefni í verslun okkar á Korputorgi. Um er að ræða 100% starf þar sem er unnið alla virka daga frá 11:00 til 18:30 og aðra hverja helgi frá 12:00 til 18:00. Viðkomandi verður að hafa náð 20 ára aldri. ILVA er glæsileg verslun með húsgögn og smávöru. Verslunin á rætur sínar að rekja til Danmerkur þar sem fyrsta verslun ILVA var stofnuð árið 1974. Helstu verkefni og ábyrgð • Almenn sölustörf og afgreiðsla • Þjónusta og símsvörun • Áfyllingar og útstillingar • Önnur tilfallandi störf Menntunar- og hæfniskröfur • Reynsla af sölu- og þjónustustörfum er kostur • Áhugi á sölustörfum og framúrskarandi þjónustulund • Snyrtimennska og fáguð framkoma • Metnaður og frumkvæði • Góð íslenskukunnátta er skilyrði Launakjör eru skv. kjarasamningum VR. Allar umsóknir fara í gegnum Alfreð. ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is Hjúkrunar- og dvalarheimilið Naust á Þórshöfn óskar eftir hjúkrunarforstjóra til starfa. Hjúkrunarforstjóri ber ábyrgð á hjúkrunarþætti heimilisins og að daglegur rekstur sé í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu. Einnig ber hjúkrunar- forstjóri ábyrgð á rekstri heimilisins og starfsmannahaldi, ásamt rekstrarstjóra. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt. Ákveðinn sveigjanleiki er á vinnutíma og þarf að vera möguleiki á að sinna bakvöktum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins við viðkomandi stéttar- félag. Á Nausti er rými fyrir 14 íbúa, í 11 hjúkrunarrýmum og 3 dvalarrýmum. Menntunar- og hæfnikröfur: - Krafa um íslenskt hjúkrunarleyfi. - Reynsla af stjórnun og starfi með öldruðum æskileg. - Rík stjórnunar-, samskipta- og skipulagshæfni áskilin. - Áhugi á starfi með öldruðum skilyrði. Viðkomandi þarf að hafa ríka samskipta-, samstarfs- og skipulagshæfni og hafa gaman af því að umgangast eldra fólk. Íslenskukunnátta er nauðsynleg. Nánari upplýsingar gefur Karítas Ósk Agnarsdóttir hjúkrunarforstjóri í síma 468-1322 eða 849-0361 eða á netfangið naust@langanesbyggd.is Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 1. október nk. Umsóknir sendist á netfangið langanesbyggd@langanesbyggd.is Við hlökkum til að heyra frá þér! Hjúkrunar- og dvalarheimilið Naust á Þórshöfn óskar eftir hjúkrunarforstjóra Langanesbyggðeröflugtogvaxandisveitarfélagmeð spennandi framtíðarmöguleika. Í Langanesbyggð búa um 500 manns í fjölskylduvænu umhverfi. Í Grunnskóla Þórshafnar eru 65 nemendur í hæfilega stórum bekkjardeildum. Starfsemi skólans einkennist af kraftmiklu og framsæknu skólastarfi. Samhliða skólanum er rekinn tónlistarskóli og hefð er fyrir öflugu íþróttastarfi fyrir alla aldurshópa skólans. Skólinn var endurnýjaður árið 2016 og er öll aðstaða og aðbúnaður til fyrirmyndar. Nýr leikskóli var tekin í notkun haustið 2019. Gott íbúðarhúsnæði er til staðar og öll almenn þjónusta er á Þórshöfn. Á staðnum er gott íþróttahús og innisundlaug og stendur Ungmennafélag Langa- ness fyrir öflugu íþróttastarfi. Í þorpinu er mikið og fjölbreytt félagslíf. Samgöngur eru góðar, m.a. flug fimm daga vikunnar til Reykjavíkur um Akureyri. Í næsta nágrenni eru margar helstu náttúruperlur landsins og ótal spennandi útivistarmöguleikar, s.s. fallegar gönguleiðir og stang- og skotveiði. Langanesbyggð leitar að fólki á öllum aldri, af báðum kynjum, með margs konar menntun og reynslu. Í samræmi við jafnréttisáætlun Langanes- byggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitar- félaginu. Álnabær Verslunarstarf Starfskraftur óskast í verslun okkar í Síðumúla 32, Reykjavík. Vinnutími frá kl. 10-18 eða kl. 13-18 alla virka daga. Áhugasamir sendi umsókn á ellert@alnabaer.is Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is RÁÐNINGAR RÁÐGJÖF RANNSÓKNIR Vantar þig fagmann? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.