Morgunblaðið - 30.10.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.10.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 2021 www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik máfinnaávefokkar NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 449.400kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIGPLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einn dag TILBOÐÁGARÐHÚSUM! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Rebekka Líf Ingadóttir rebekkalif@mbl.is Fjölmennt var á Austurvelli á úti- fundi Gráa hersins í gær, sem haldinn var í tilefni af því að aðal- málflutningur hófst í máli þriggja félagsmanna hans gegn Trygg- ingastofnun. Málið er höfðað vegna skerðinga stofnunarinnar á ellilíf- eyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum. „Við höfum barist fyrir þessu lengi, við byrjuðum að undirbúa þetta fyrir einhverjum fjórum ár- um en þetta tekur sinn tíma og leit dagsins ljós í morgun. Svo verður dómur kveðinn upp væntanlega eftir mánuð,“ sagði Helgi Pét- ursson, formaður Landssambands eldri borgara, í samtali við mbl.is í gær. Sagði Helgi að gaman hefði ver- ið að sjá hversu margir hefðu mætt á útifundinn, og bætti við að það væri klárlega uppsöfnuð reiði með- al fólks. „Það er svo margt í samskiptum hins opinbera við eldra fólk og löngu komið að því að við rísum upp. Við erum bara frísk og flott og í fína lagi, með áhugamál, ferð- umst og gerum þetta og hitt. Við erum ekki neinir aumingjar og við erum ekkert að fara að leggjast upp á samfélagið eða neitt slíkt, við bara heimtum okkar pláss!“ Þórhildur Þorleifsdóttir, leik- stjóri og fyrrum alþingiskona, var með erindi á fundinum sem hlaut góðar undirtektir. Þar spurði hún hvort rétt væri að svipta fólk rétt- indum sínum, og vísaði þar í þær tekjuskerðingar sem gerðar eru á ellilífeyri. Sagði Þórhildur í samtali við mbl.is að fólkið hefði borgað skatta í um hálfa öld, svo flestum þeirra þætti sem þau ættu eitthvað meira inni en bara það fé sem þau hefðu safnað sjálf. Benti hún á að eldri borgarar nú væru við mun betri heilsu og lifðu lengur en áður, en upplifðu það að vera nánast ýtt út úr samfélaginu eins og þeir væru einskis nýtir. Sagði Þórhildur jafnframt að fullorðið fólk sæti uppi með mikla kunnáttu og þekkingu, og að það væri glórulaust að nýta hana ekki. Morgunblaðið/Eggert Héraðsdómur Fulltrúar Gráa hersins mættu við málflutning í dómsmálinu í gærmorgun. Morgunblaðið/Unnur Karen Útifundur Fjölmargir eldri borgarar mættu á Austurvöll í gær til að sýna samstöðu. Grái herinn fjölmennti á Austurvöll - Aðalmálflutningur hafinn í máli gegn Tryggingastofnun - Glórulaust að nýta ekki þekkingu fólks Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Íslendingar hafa löngum verið ferða- glaðir en þeir virðast sérstaklega spenntir í ár sem kemur ekki á óvart eftir það sem á undan er gengið. Þetta má meðal annars sjá á að- sókn landsmanna í jóla- og áramóta- ferðir ferðaskrifstofanna. Afar mikið hefur selst og er orðið uppselt í margar ferðir óvenju snemma miðað við hvað tíðkast í venjulegu árferði. Þórunn Reynisdóttir, fram- kvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar (ÚÚ), er þó nokkuð bjartsýn og tel- ur að þeir sem vilji komast til sólar- landa þurfi ekki að hafa áhyggjur. „Það er alltaf hægt að koma fólki einhvern veginn úr landi enn þá, það er bara spurning hvaða leiðir þú ferð. Það er hægt að komast úr landi og það er hægt að komast í sól.“ Hún viðurkennir þó að mikið sé bókað í beint flug með ÚÚ til helstu áfangastaðanna sem flogið er til á þessum tíma, Tenerife, Kanarí og Alicante. „En við höfum bætt við flugi svo það eru enn þá til sæti. Og svo getum við alltaf komið fólki eftir einhverjum krókaleiðum,“ segir hún og bætir við að það sé greinilegt að fólk sé fyrr á ferðinni en venjulega. „Við höfum þurft að bæta við og það er góð sala svo það er ljóst að fólk þystir í að komast í sólina.“ Greinilega ferðahugur í fólki Andri Már Ingólfsson, forstjóri Aventura, segir að hjá þeim sé um það bil að verða uppselt í jólaferðir, þau eigi til um tólf sæti til Alicante um jólin en það séu síðustu sætin. Uppselt sé í ferðir þeirra til Kanarí en örfá sæti séu laus í golfferð til La Gomera yfir áramótin. „Ég held það séu til fjögur eða sex sæti þar en annars eru jólin bara farin,“ sagði Andri í gær. „Það kom mjög góð bókunarlota í sumar en svo stoppaði það aðeins í haust þegar Covid fór af stað en svo fór restin bara núna fyrir svona mánuði. Það er greinilegt að það er ferðahugur í fólki.“ Hann segir þó að þetta sé ekkert óvenjulegt, það séu alltaf margir sem geti tekið sér frí um jólin og njóti þess að komast í hlýrra umhverfi. Áfangastaðir á borð við Tenerife, Alicante og Kanarí eru vinsælir hjá ferðaskrifstofunum í ár eins og áður og þar er ferðaskrifstofan Vita engin undantekning. Kristjana Lilja Wade, ferðaráðgjafi hjá Vita, tekur í sama streng og Þórunn og Andri Már. „Við erum með Tenerife og Kanarí um jólin og það er meira og minna uppselt hjá okkur og svo vor- um við að bæta við Alicante. Það er nýlega komið í sölu og það er eitt- hvað laust þar enn þá. En það er meira og minna löngu orðið uppselt í jóla- og áramótaferðir hjá okkur. Það er mikil stemning fyrir þeim.“ Kristjana segir að það sé venju- legt að það seljist upp í þessar jóla- ferðir en það hafi gerst óvenju snemma í ár. Ýmsir sem hafi átt bókaðar ferðir fyrr á árinu hafi til dæmis fært þær til jóla. Fólk þyrstir í að kom- ast í sólina um jólin - Að miklu leyti uppselt í jólaferðir hjá ferðaskrifstofum Ljósmynd/Sara Óskarsdóttir Sólarlönd Landsmenn eiga margir hverjir bókaða ferð í sólina um jól og áramót. Vinsælustu áfangastaðir eru Kanarí, Tenerife og Alicante. Ingi Tryggvason, formaður yf- irkjörstjórnar Norðvesturkjör- dæmis, segir að það sé viðurkennt verklag að telja atkvæði, þar sem einungis hafi verið strikað yfir frambjóðanda, án þess að krossað hafi verið við listabókstaf hans, sem gilt atkvæði. „Ef menn telja að það sé ljóst hver vilji kjósenda sé þá er það talið sem gilt at- kvæði.“ Aðrir formenn yfirkjörstjórna sem Morgunblaðið hafði samband við í gær staðfestu að svo væri, en atkvæðið, sem fannst í vettvangs- ferð undirbúningskjörbréfanefnd- ar til Borgarness og var sagt merkt Framsóknarflokknum, hafði engan kross við listabókstaf flokksins, heldur hafði kjósandinn bara strikað yfir nafn eins fram- bjóðanda. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og nefndarmaður í undirbúnings- kjörbréfanefnd, sagði í samtali við mbl.is í gær að sér þætti sem að slíkt atkvæði ætti að teljast sem autt eða ógilt. „Ég hélt að meginreglan væri sú að setja kross við þann flokk sem þú ætlar að kjósa. Þú gætir alveg eins verið að strika yf- ir einhvern í öðrum flokkum sem þér væri meinilla við. Þetta þarf ekki að þýða að þetta sé það sem ég vil, því ef ég myndi vilja þetta af hverju setti ég ekki bara X í reitinn?“ baldurb@mbl.is Yfirstrikun til marks um vilja kjósanda Inga Sæland

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.