Morgunblaðið - 30.10.2021, Side 4

Morgunblaðið - 30.10.2021, Side 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 2021 NÝJÁRSHEILSUFERÐ 2022 WWW.UU.IS HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS Á TENERIFE MEÐ KARÍTAS Ekki er hægt að byrja árið betur en í heilsuferð á Tenerife. Karitas bjóða upp á skemmtilegar æfingar í ferðinni sem henta jafnt byrjendum og lengra komnum. Boðið verður upp á Pilates tíma á morgnana, skemmtilegar hjólaferðir, göngur, Tabata keyrslu og liðkandi æfingar fyrir þá sem hafa áhuga á að fara í golf. Æfingarnar henta öllum aldurshópum, hvort sem um er að ræða þol, styrk og liðleika. Karítas setur fram hugmyndir að vikumatseðli, skemmt millimáli m.m. til að færa okkur nær heilbrigðum lífsstíl byrjun heilsuársins 2022. FLUG & GISTING Á TIGOTAN LOVERS & FRIENDS 4* 05. - 12. JANÚAR 2022 VERÐ FRÁ:210.900 KR. á mann m.v. tvo fullorðna Karítas María Lárusdóttir Fararstjóri BÆTT HEILSA 2022 ilegu í INNIFALIÐ:FLUG, INNRITAÐURFARANGUR, GISTING Á TIGOTAN 4* MEÐ HÁLFU FÆÐIDAGSKRÁ OGRÁÐLEGGINGAR FRÁKARÍTAS Sigurður Bogi Sævarsson Þorsteinn Ásgrímsson „Auðvitað er fínt að fá staðfestingu á því að of fáar íbúðir hafi verið byggð- ar í Reykavík. Að skella skuldinni á bankana er hins vegar röng nálgun,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Á fundi um uppbyggingu íbúðar- húsnæðis sem haldinn var í gær sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að nú væri byggt sem aldrei fyrr í borg- inni. Nær 3.000 íbúðir væru í bygg- ingu og fyrirséð að sú uppbygging héldist næstu ár. Um þá gagnrýni að of lítið væri byggt sagði borgarstjóri að halda yrði til haga að lán til verk- taka í íbúðabyggingum hefðu verið takmörkuð. „Allir bankarnir skrúfuðu fyrir,“ sagði Dagur. Þetta hefði verið upp á teningnum árið 2019. Nú væru bank- arnir hins vegar aftur farnir að lána til verktaka og verkefnum að fjölga á ný. 5.318 íbúðir á tíu árum Lóðaúthlutunaráætlun Reykjavík- urborgar til næstu tíu ára var kynnt á fundi borgarráðs sl. fimmtudag. Í áætlun þessari eru tilgreindar lóðir undir alls 10.260 íbúðir. Lóðaúthlutun hjá borginni er skipt í þrennt; al- mennar lóðir sem seldar verða með útboðsfyrirkomulagi, lóðir í verkefni sem tengjast hagkvæmum og græn- um húsnæðislausnum og að lokum lóðir sem úthlutað verður til húsnæð- isfélaga. Flestar lóðirnar falla undir útboðs- fyrirkomulag en áætlað er að byggð- ar verði 5.318 íbúðir á næstu tíu ár- um. Óháð því er stefnt að uppbyggingu um 1.000 íbúða á ári hverju. Svæðin þar sem mest verður byggt eru Skerjafjörður og nýtt hverfi á Ártúnshöfða. Á tveimur reit- um í Skerjafirði er stefnt að úthlutun lóða fyrir 1.409 íbúðir. Bankarnir ekki skorast undan Birna Einarsdóttir bankastjóri Ís- landsbanka segir staðhæfingu borg- arstjóra um að bankarnir hafi dregið úr lánum til húsnæðisuppbyggingar ekki rétt mál. „Þetta er í algjörri andstöðu við það sem við höfum upplifað,“ segir Birna í samtali við mbl.is. Hún segir Íslandsbanka ekki hafa dregið úr lán- veitingum til íbúðauppbyggingar. Mikil samkeppni sé milli bankanna um öll fasteigna- verkefni á mark- aðnum. „Ég fullyrði að það er mikill áhugi hjá Íslands- banka að ná til sín framkvæmdafjár- mögnun og við þurfum í flestum tilfellum að berj- ast um hana,“ seg- ir Birna. Að fleiri íbúðir vanti í bygg- ingu skrifist ekki á bankana. Hún segist ekki ætla að reyna að benda á sökudólg en bankarnir hafi ekki skor- ast undan lánveitingum til þessa geira. Spurð nánar út í það hvort bankinn hafi tekið ákvörðun um að draga úr útlánum til íbúðafram- kvæmda eða breytt stefnu sinni þar eftir að heimsfaraldurinn kom upp segir Birna svo ekki vera. „Aldeilis ekki,“ segir Birna sem bendir á að sjóðstaða margra bygg- ingarverktaka sé góð. Þeir þurfi því minni fjármögnun en oft áður. Landsbankinn lánað mikið Í skriflegu svari frá Landsbankan- um um viðbrögð við orðum borgar- stjóra segir að bankinn hafi ekki dregið úr útlánum til íbúðaverkefna. Eftirspurn eftir lánum til bygginga- verkefna hafi verið jöfn og ekkert bendi til sérstakrar breytingar þar. Útán bankans til byggingarverktaka á árunum 2018-2020 hafi verið sam- tals 267 milljarðar króna. „Mikil sala íbúða og margfalt meiri eftirspurn fyrstu kaupenda gerði það að verkum að verktakar gátu selt fleiri íbúðir og þannig losað um fé til að halda áfram uppbyggingu, sem bankinn hefur stutt með lánveiting- um. Eftirspurn eftir lánum til upp- byggingar fer eftir ýmsum þáttum, m.a. framboði lóða og getu verktaka til að taka að sér ný verkefni,“ segir m.a. í svari bankans. Staðhæfingu um takmarkaðar lán- veitingar til íbúðabygginga almennt segir Eyþór Arnalds ekki ganga upp. Bendir í því sambandi á að á síðustu misserum hafi mikið verið lánað til verkefna til dæmis í Garðabæ, á Suð- urnesjum og fyrir austan fjall, svo sem á Selfossi. Kvaðir og innviðagjöld „Veruleikinn er einfaldlega sá að í Reykjavík er dýrt að byggja. Marg- vísleg gjöld og kvaðir eru lögð á hús- byggjendur, svo sem að í fjölbýlishús- um sem reist eru fái borgin tiltekinn fjölda íbúða á afsláttarkjörum. Verk- takar geta ekki brugðist við þessu öðruvísi en hækka verð annarra íbúða í sömu byggingum,“ segir Eyþór. „Að byggja á þéttingarreitum kost- ar meira en að brjóta ný lönd undir byggingar, flækjustigið er mikið og nú hefur borgin bætt ýmsum innviða- gjöldum við söluverð lóða. Allt fer þetta út í fasteignaverð og hægir á markaðnum. Af þessu leiðir að verk- takar til dæmis færa sig í önnur sveit- arfélög og eiga almennt ekki í vanda með að fá lánveitingar.“ Takmarkað lóðaframboð Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segist ekki kaupa þá staðhæfingu að bankarnir hafi dregið úr lánveiting- um til fasteignaverkefna í Reykjavík – og að minna sé byggt af þeirri ástæðu. Í nýlegri talningu SI hafi komið í ljós að um þessar mundir séu um 1.900 íbúðir í byggingu í borginni, eða 30% færri en var fyrir tveimur ár- um. Að mati fulltrúa aðildarfélaga SI ráði takmarkað framboð af lóðum í höfuðborginni þar mestu um stöðu mála. Bankarnir ósammála borgarstjóra - Borgarstjóri segir takmörkuð lán banka til verktaka hafa dregið úr byggingum - Bankarnir ósam- mála og segjast hafa lánað mikið - Flækjustig og dýrt að byggja í Reykjavík - Lóðaskortur ráði mestu Morgunblaðið/Unnur Karen Reykjavík Borgarstjóri var með kynningarfund í Ráðhúsinu í gærmorgun um byggingarverkefni í borginni. Eyþór Arnalds Birna Einarsdóttir Sigurður Hannesson Landspítalinn hefur hert reglur um heimsóknir á spítalann. Það er gert vegna aukinnar útbreiðslu Covid-19. Nú má aðeins einn gestur á dag vitja hvers sjúklings á auglýstum heim- sóknartíma. Heimsóknin má að há- marki standa í eina klukkustund. Grímuskylda gesta er án und- antekninga. Gestir þurfa að vera 12 ára eða eldri. Þeir mega ekki koma í heimsókn ef þeir eru í sóttkví, með einkenni Covid-19 eða verið er að rannsaka sýni úr þeim. Sérstakar reglur gilda um að- standendur sem eru nýkomnir frá öðrum löndum. Óbólusettir og hálf- bólusettir aðstandendur sem koma að utan mega almennt ekki koma í heimsókn fyrr en búið er að svara neikvæðu sýni á fimmta degi frá komu til landsins. Hægt er að sækja um undanþágu til farsóttarnefndar í sérstökum tilvikum. Hjúkrunarheimili herða reglur Fullbólusettir aðstandendur sem koma frá útlöndum mega koma í heimsókn eftir eina neikvæða Covid- sýnatöku (PCR eða hraðgreiningu) ef þeir eru ekki með einkenni um Covid-19. Mælst er til þess að þeir komi ekki í heimsókn fyrstu fimm dagana eftir komu til landsins til að draga úr líkum á smiti. Hjúkrunarheimili hafa einnig hert heimsóknarreglur. Á Droplaugarstöðum gildir t.d. að gestir skuli nota andlitsgrímu á meðan þeir fara um húsið. Þeim er í sjálfsvald sett hvort þeir nota grím- una inni á herbergjum íbúa. Starfs- menn eiga að nota andlitsgrímu við umönnun íbúa þegar fjarlægð þeirra á milli er minni en einn metri. Á hjúkrunarheimilinu Sóltúni gildir grímuskylda fyrir alla nema íbúa. Þar má ekki nota margnota grímur. Heimsóknum á að stilla í hóf og ekki koma nema 1-2 gestir í einu. Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri Samtaka fyrir- tækja í velferðarþjónustu, segir flest hjúkrunarheimili aldrei hafa afnumið grímuskyldu alfarið. Þess hafi t.d. verið krafist að óbólusettir gestir og starfsmenn bæru grímu. Aðrir hafa viðhaft grímuskyldu þar sem eru sameiginleg rými og þröngt á milli fólks. „Við sjáum nú þegar smitum fjölgar að sum hjúkrunar- heimili auka við grímuskylduna,“ segir Sigurjón. Hann segir þetta eiga t.d. við á Vesturlandi. gudni@mbl.is Hertar reglur vegna fleiri smita - Skerpa á grímuskyldunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.