Morgunblaðið - 30.10.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 30.10.2021, Síða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 2021 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Áform eru um að reisa verksmiðju í Þorlákshöfn til að framleiða íblönd- unarefni í sement. Miðað er við að flutt verði út milljón tonn á ári, aðal- lega til Norður-Evrópu. Frummat gerir ráð fyrir að heildarfjárfesting- in nemi um tíu milljörðum króna. Framkvæmdir við verksmiðjuna gætu hafist eftir 2-3 ár og fram- leiðsla mögulega 2024 eða 2025. Þorsteinn Víg- lundsson, for- stjóri Hornsteins ehf., kynnti þessi áform fyrir bæj- arstjórn Ölfuss 21. október sl. Hann segir í sam- tali við Morgun- blaðið að Heidelberg Cement, sem á stóran hlut í Hornsteini ehf. og er einn stærsti framleiðandi sements í Evrópu, standi á bak við áformin. Unnið úr íslensku móbergi „Það er verið að skoða af alvöru framleiðslu á íblöndunarefni í sem- ent úr íslenskum jarðefnum. Þetta er sérstaklega hugsað til að lækka kolefnisspor sements,“ segir Þor- steinn. Hugmyndin er að nýta mó- berg í framleiðsluna. Ekki hefur ver- ið ákveðið hvar það verður numið. Þorsteinn sagði gaman að rifja upp að notkun móbergs í sement hefði verið rannsökuð hjá Sementsverk- smiðjunni á árunum 1950-1960. Þetta er því ekki ný hugmynd. Hann segir að nú standi yfir lokaprófanir á virkni og eiginleikum efnisins í sem- enti. Þær hafa lofað mjög góðu. „Gangi allt að óskum vonumst við til að geta hafið framkvæmdir við byggingu verksmiðju á næstu 2-3 ár- um og fulla framleiðslu 2024-2025. Endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir en við erum á fullu við að ljúka fýsi- leikakönnun á þessari framleiðslu hér á landi,“ segir Þorsteinn. Minnka kolefnissporið Íslenska íblöndunarefnið á að koma í stað svonefndrar flugösku sem verður til við brennslu kola. Þorsteinn segir að mörgum kola- knúnum orkuverum hafi verið lokað til að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda og þeim fækki ört. Flug- aska er því að verða torfengnari en áður. Í verksmiðjunni verður móbergið þurrkað og malað. Horft er til þess að nýta hreina íslenska raforku við vinnsluna þannig að kolefnisspor framleiðslunnar verður lítið sem ekkert. Raforkuþörfin gæti orðið svipuð og hjá lítilli stóriðju. Allt vinnsluferlið verður í lokuðum kerf- um og á hvorki að berast hljóð- né rykmengun frá verksmiðjunni. Að sögn Þorsteins hefur verið gott samstarf og viðræður við sveitar- félagið Ölfus um undirbúninginn. „Þetta fer ágætlega saman við þá uppbyggingu sem þar er fram undan varðandi hafnaraðstöðu og annað þess háttar,“ segir Þorsteinn en fyrstu hugmyndir í þessa veru voru kynntar fyrir um ári. Hann segir meiri þunga færast núna í málið. Gert er ráð fyrir 25-30 sérhæfðum heilsársstörfum við framleiðslu, flutninga og viðhald í verksmiðjunni sem verður starfrækt á vöktum allan sólarhringinn. „Allt sem við höfum séð hingað til gefur væntingar um að þetta geti orðið að veruleika á næstu misser- um,“ sagði Þorsteinn. Gert er ráð fyrir að nokkuð endanleg ákvörðun liggi fyrir á næsta ári. Íblöndunarefni unnið úr íslensku móbergi - Áform um verksmiðju í Þorlákshöfn - Milljón tonn á ári Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Þorlákshöfn Áformuð verksmiðja þyrfti þrjár lóðir á hafnarsvæðinu. Þorsteinn Víglundsson Eliza Reid forsetafrú heimsótti leikskólann Brákarborg í Reykja- vík í gær í tilefni alþjóðlegs ár- veknidags um heilablóðföll, öðru nafni slag. Í tilefni dagsins var kynnt nýtt alþjóðlegt verkefni sem kallast FAST 112-hetjurnar. Verkefnið miðar að því að fræða fjölskyldur um einkenni slags og rétt við- brögð við þeim. Brákarborg er fyrsti skólinn til að innleiða kennsluefnið í starf sitt. Leikskólabörn sungu fyrir Elizu og afhentu henni eintök af vinnu- bók verkefnisins til að gefa fjöl- skyldu sinni. FAST 112-kennsluefnið er stað- fært og þýtt af Marianne E. Klinke og Kristínu Ásgeirsdóttur en það er þróað af mennta- vísindasviði Makedóníuháskóla í Grikklandi. Efnið er sniðið að þörfum fimm til níu ára barna. Í kennsluefninu kenna ofurhetjur börnunum lífsleikni sem þau miðla svo til fjölskyldunnar. Verkefnið hefur nú þegar verið innleitt í fjölda landa, til að mynda Argentínu, Kanada, Ítalíu, Grikk- landi, Úkraínu, Rússlandi, Suður- Afríku og Bretlandi. Tæplega 6.000 kennarar frá nærri 1.900 skólum og yfir 72.000 börn hafa nú þegar tekið þátt í verkefninu. urdur@mbl.is Fræða fjölskyldur um einkenni slags Morgunblaðið/Eggert Forsetafrú Börnin sungu fyrir Elizu og afhentu henni eintök af verkefnabók FAST 112 til að gefa fjölskyldu sinni. - Ofurhetjur kenna lífsleikni Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Stöðugildum ríkisins fjölgaði á landsvísu á síðasta ári um 362 eða 1,5% og voru alls orðin 25.232 talsins um seinustu áramót. Þar af voru 16.143 (64%) stöðugildi skipuð af konum og 9.090 (36%) af körlum. Frá þessu er greint á vef Byggða- stofnunar sem birt hefur skýrslu um niðurstöður árlegrar könnunar á staðsetningu starfa á vegum ríkis- ins. Þar kemur fram að stöðugildum kvenna fjölgaði í fyrra um 436 en á sama tíma fækkaði stöðugildum karla um 74. Fjölgun stöðugilda á Landspít- ala en fækkun hjá ISAVA „Mest fjölgun stöðugilda var hjá Hrafnistu, Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Vinnu- málastofnun en mest fækkun hjá ISAVIA og tengdum félögum, Há- skóla Íslands, Þjóðgarðinum á Þing- völlum og Íslandspósti,“ segir í um- fjöllun Byggðastofnunar. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að flest stöðugildi á veg- um ríkisins eru unnin á höfuðborg- arsvæðinu, enda sé meirihluti lands- manna búsettur þar. Hins vegar er 72% hlutfall stöðugilda á höfuðborg- arsvæðinu hærra en hlutfall lands- manna sem þar búa sem var 64%. Á þetta ekki við um neinn annan lands- hluta. „Stöðugildi á vegum ríkisins sam- svara 11,4% af fjölda íbúa höfuð- borgarsvæðisins á vinnualdri (15-64 ára) og 11,0% af íbúum Norðurlands vestra, þar sem hlutfallið er næst- hæst. Á Norðurlandi eystra og á Vestfjörðum samsvara stöðugildi á vegum ríkisins um 10% af íbúafjölda á vinnualdri. Lægsta hlutfall stöðu- gilda af íbúafjölda á vinnualdri er á Suðurnesjum, 6,2%, og næstlægst á Suðurlandi, 7,3%,“ segir einnig í skýrslunni. Mest fækkun í Reykjanesbæ Í umfjöllun um þróun starfa á veg- um ríkisins eftir einstökum byggð- arlögum og sveitarfélögum kemur einnig fram að mest fækkun stöðu- gilda á seinasta ári átti sér stað í Reykjanesbæ þar sem þeim fækkaði um 28, í Bláskógabyggð fækkaði stöðugildum ríkisins um 22, einkum vegna Þjóðgarðsins á Þingvöllum, og í Akraneskaupstað varð fækkun um 12 stöðugildi, aðallega hjá Heilbrigð- isstofnun Vesturlands. Mest fjölgaði stöðugildum í Reykjavík eða um 216, sem er eink- um vegna Landspítalans eins og fyrr segir, heilsugæslunnar á höfuðborg- arsvæðinu og Vinnumálastofnunar, og í Hafnarfjarðarkaupstað fjölgaði þeim um 186, helst vegna flutninga aðalstöðva Hafrannsóknastofnunar. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur enn fremur fram að flest stöðugildi á vegum ríkisins heyra undir mála- flokka tveggja ráðuneyta, heilbrigð- isráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins. „Flest stöðugildi, eða 43% eru vegna málaflokka heilbrigðisráðuneytisins. Þeirra á meðal eru um fjögur þús- und stöðugildi vegna Landspítalans og mikill fjöldi starfa hjá heilsu- gæslustöðvum, heilbrigðisstofnun- um og hjúkrunar- og dvalarheimil- um. Næstflest stöðugildi eru vegna málaflokka mennta- og menningar- málaráðuneytisins, til að mynda störf hjá háskólum, framhaldsskól- um og menningarstofnunum,“ segir í samantekt um niðurstöðurnar. Ríkisstörfunum fjölgaði í fyrra - Stöðugildum kvenna fjölgaði um 436 en stöðugildum karla fækkaði um 74 Störf ávegumríkisinseftir kyni og landshlutum Stöðugildi 31.12. 2020 Breyting frá 31.12.2019 Kvenna Karla Samtals Fjöldi % Höfuðborgarsvæðið 11.653 6.446 18.099 +444 +2,5% Suðurnes 631 588 1.219 -159 -11,6% Vesturland 551 272 823 -10 -1,1% Vestfirðir 276 179 455 +8 +1,8% Norðurland vestra 330 181 511 +24 +4,9% Norðurland eystra 1.385 620 2.005 +41 +2,1% Austurland 360 199 558 +3 +0,6% Suðurland 924 573 1.497 +9 +0,6% Erlendis 32 32 64 +0 +0,7% Samtals stöðugildi 16.143 9.090 25.232 +362 +1,5% Fjöldi stöðugilda Heimild: Byggðastofnun „Við erum bjartsýn á að þetta verði að veruleika,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss um áformin um nýju verksmiðjuna sem Þorsteinn Víglundsson kynnti bæjarstjórn sveitar- félagsins nýlega. Elliði sagði að umsóknir um þrjár lóðir á hafnarsvæðinu í Þor- lákshöfn fyrir nýju verksmiðjuna væru komnar í ferli. Hugmyndin er að sameina lóðirnar í eina. Hann sagði boltann nú vera hjá skipulagssviði Ölfuss. „Það er enn nokkuð gott úrval af lóðum á hafnarsvæðinu en þær fara nokkuð hratt,“ sagði Elliði. „Einn af hornsteinum þessa verk- efnis er stækkunin á höfninni sem við erum að ráðast í. Sam- hliða henni skapast möguleikar fyrir verkefni eins og þessi. Eins eru inn- og útflytjendur að átta sig á kostum þess að vera með reksturinn héðan úr Þorlákshöfn frekar en víða annars staðar.“ Gert er ráð fyrir að 180- 200 metra löng skip geti at- hafnað sig í Þorlákshöfn eftir stækk- unina. Elliði sagði að þeim væri ljóst að þrátt fyrir þá stækkun sem nú er í undirbúningi yrði höfnin orðin of lítil eftir 3-4 ár. Hann sagði að yrði nýja verk- smiðjan að veruleika myndu henni fylgja nokkrir tugir nýrra starfa og afleiddra starfa. Þá myndi hún skapa auknar tekjur eins og t.d. af hafnargjöldum og fleira. „Þessi áform falla að áherslum okkar á að höfnin vaxi og að starfsemi við hana og al- mennt í sveitarfélaginu miði að breyttum áherslum hvað varðar loftslagsmál,“ sagði Elliði. Skapar tekjur og fleiri störf UPPBYGGING MEÐ STÆKKUN ÞORLÁKSHAFNAR Elliði Vignisson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.