Morgunblaðið - 30.10.2021, Page 12

Morgunblaðið - 30.10.2021, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 2021 Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) auglýsa eftir farþegaflutnings- aðila til viðræðna um samning um farþegaflutninga vegna sóttvarna. Um er að ræða farþegaflutninga, þar sem viðkomandi eru Covid smitaðir eða grunur leikur á að séu smitaðir af Covid. Þeir sem fluttir eru hafa getu til að sitja uppréttir í bíl og þurfa ekki á aðstoð heilbrigðisstarfsmanns að halda meðan á flutningi stendur. Eftirfarandi kröfur eru gerðar: • Að flutningsaðili hafi fullgild leyfi til fólksflutninga • Að flutningsaðili tryggi viðeigandi smitvarnir gagnvart þeim sem fluttir eru • Að flutningsaðili hafi aðstöðu til sótthreinsunar farartækis • Farartækið þarf að vera hentugt til Covid flutninga en 7 manna bílar með rennihurð hafa reynst vel í slíkum flutningum með sitjandi farþega • Þjónustan skal miða að því að hægt sé að bregðast við breytingum á eftirspurn • Þjónustan skal vera aðgengileg að lágmarki á þeim tíma sem Covid-göngudeild Landspítala er opin Gildistími samnings er 6 mánuðir frá og með 1. janúar 2022 með möguleika á framlengingu. Áhugasamir aðilar eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið innkaup@sjukra.is þar sem fram kemur stutt kynning á fyrirtækinu, lýsing á gæðastefnu og hvernig ofangreindir þættir verða uppfylltir. Fyrirspurnir vegna auglýsingarinnar má jafnframt senda á sama netfang. Frestur til að lýsa yfir áhuga til viðræðna er til og með 15. nóvem- ber nk. Farþegaflutningsaðili óskast Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is T ilurð þessarar bókar er nokkuð sérstök. Ég byrjaði að skrifa skáldlega ævisögu og var að punkta niður ýmislegt úr lífi mínu, hvað hefði haft áhrif á mig og fleira í þeim dúr. Síðan fóru að myndast persónur inn í þetta og að lokum tóku þessar persónur yfir söguna, svo ég skar mig og mína persónusögu út úr textanum. Eftir stóðu þessar sögupersónur og þessi umbreyting, eða hamskipti. Ég er mjög ánægður með að hafa tekið mína persónulegu lífssögu út, því ég er ekkert merkilegur maður og ég lifi ekki merkilegu lífi. Ég reyni frekar að fókusera á hina dýpri strúktúra,“ segir Bergsveinn Birgisson rithöf- undur sem sendi í vikunni frá sér nýja skáldsögu, Kolbeinsey. Hún kom samtímis út á íslensku og norsku en Bergsveinn skrifaði báðar útgáfurnar jöfnum höndum. Í Kolbeinsey segir af tveimur vinum á miðjum aldri, ann- ar hefur verið nauðungarvistaður á geðdeild en hinn tekur að sér að flýja með hann þaðan, undan ógnarvaldi hjúkrunarfræðings, maddömu all- svakalegri sem veitir þeim eftirför. Leikar æsast á flóttanum og eftir því sem ferðalagið færist fjær siðmenn- ingu verða spurningar áleitnari, áskoranir ískyggilegri og maddaman skæðari. Til að skemma ekki fyrir þeim sem eiga eftir að lesa bókina, skal ósagt látið hvernig leikar fara. „Fagurfræðin hér er Baldur hvíti sem fer úr öllu og fyrir vikið er ekki hægt að meiða hann. Hugsunin er sú að þegar þú ferð niður í nógu djúpa strúktúra þá ertu að tala við alla menn. Sá sem les þessa bók mun kannast við ýmislegt, rétt eins og þegar maður á gott samtal, situr í kringum bálið eða er á AA-fundi. Ein- hver talar og þú þekkir þig. Skila- boðin eru þau að þú ert ekki aleinn í heiminum. Þú ert ekki einn um að glíma við eitthvað,“ segir Bergsveinn og bætir við að hann trúi því að listin geti gert mikið til að bæta líðan fólks. „Af því listin slær á einsemd. Hún er meðal gegn henni og hún get- ur búið til félag við aðrar verur.“ Sambrætt sköpunarferli Bergsveinn hefur búið í Noregi hálft lífið og er doktor í norrænum fræðum við Háskólann í Bergen. Hann segir það hafa verið mjög áhugavert sköpunarferli eða skrifa Kolbeinsey samtímis á norsku og ís- lensku. „Ég skrifaði hana fram og aftur. Fyrst skrifaði ég mest af henni á ís- lensku en svo breytti ég íslenskunni þegar ég skrifaði það sama á norsku. Þetta var því gagnvirkt ferli. Ég skrifa einfaldari texta á norsku, því ég er ekki jafnvígur á að skreyta frá- sögnina þar. Þetta sýndi sig að vera miklu betra, svo íslenski textinn ein- faldaðist sökum þessa, og akkúrat sá stíll hentaði betur til að bora inn í kjarnann. Þetta var mjög skemmti- legt og sambrætt sköpunarferli. Mér fannst gaman að reyna þetta, en bæk- ur sem ég hef skrifað á norsku hafa meira verið fræðilegs eðlis. Þessar tvær bækur eru ólíkar, Kolbeinsey annars vegar á íslensku og hins vegar á norsku, af því snertifletir myndhvarfa sem sérhvert tungumál hefur, eru ólíkir. Hvert tungumál hefur merking- arfræði á bak við sig sem er ekki hægt að þýða yfir á annað mál, það verða alltagf blæbrigði þótt sagan sé í grunninn hin sama. Ýmislegt er kóðað inn í orð ólíkra tungumála.“ Að vita um sínar hvatir Í Kolbeinsey er þó nokkuð komið inn á að mennskan og hlýleikinn eigi undir högg að sækja í nútímasamfélagi. „Húmanisminn almennt á sér ekki marga málsvara núna, það er það sem maður óttast. Við getum sagt að það sé samfélagslegur tónn í þessari sögu, en svo er þetta allt að gerast inni í höfðinu á aðalpersón- unni. En hvernig ætlum við að að- skilja einstakling frá samfélagi? Þeg- ar einstaklingur gengst upp í ákveðnu gildismati þá getum við spurt: er það hann, samfélagið sem hann býr í, eða er það bæði? Ég get nefnt dæmi um kokk sem berst fyrir því að staðurinn hans fái flestar Michelin-stjörnur í heimi, en endar svo á að hengja sig af því hann nær ekki þessu markmiði. Er þetta bil- aður einstaklingur eða er þetta sam- félagið sem skapaði hann? Þetta verður trauðla aðskilið þegar allt kemur til alls,“ segir Bergsveinn og bætir við að mismunandi lestrarlínur sé hægt að taka inn í texta sögunnar. „Það sem er að gerast inni í hverjum og einum er á sama tíma að gerast almennt í samfélaginu. Fyrir mér er þessi saga líka myndgerving á sálrænu ferli, þar sem manneskja kemst niður á einhvern botn. Ef þú kemst niður á botn þá er leiðin þaðan upp á við. Ég er ekki að skrifa neina sjálfshjálparbók, en ég er að sýna mynd af ferlinu sem ég held að marg- ir kannist við. Þú sleppur ekkert við þína eigin lífssögu, það er líka rangt að ætla að losa sig við hana. Að fara þarna niður krefst mjög mikils af manneskju, en ég trúi því að manni geti liðið betur á eftir, af því botninn lyftist. Þetta er líka siðfræðileg spurning, hvort maður eigi að vera að standa í því. Húmanisminn gengur út á að þekkja sjálfan sig, kafa dýpra og vita um sínar hvatir og veikustu hlið- ar. Þessar grunntilfinningar sem ég er að velta fyrir mér í bókinni, þær snúast um frumstæðar tilvistarlegar tilfinningar. Eins og ég skil þetta þá er ekki hægt að eiga almennilegt líf ef það er skekkja í þessum grunntilfinn- ingum. Flestir þurfa kannski ekkert að fara þangað niður til að reyna að leiðrétta skekkju og skilja, af því þeir hafa það bara ágætt, en oft er það nauðsyn sem þvingar fólk til að skoða sínar frumstæðustu tilfinningar, þeg- ar það er orðið veikt til dæmis. Sá sem bregst við, hann er samkvæmt samfélaginu skilgreindur veikur, en sá sem ekki bregst við er álitinn heil- brigður. Er það heilbrigt mat? Ég held að þunglyndi sé viðbragð sem er að reyna að gera viðkomandi heil- brigðan. Þunglyndið segir þér frá því að það sé eitthvað bogið og er að biðja þig um að skoða það, í þér sjálfum, í einhverju sem þú hefur upplifað eða einhverju sem þú sérð í kringum þig.“ Ágengur nútími eirir engu Sagan Kolbeinsey er í djúpri dramatík sinni gáskafull og spenn- andi og henni vindur fram með þó nokkrum hraða áfram veginn við ýkt- ar aðstæður. „Ég hafði mjög gaman af því að skrifa í þeim stíl, en þetta hefur eitt- hvað með mína lund eða persónuleika að gera. Ég hef reynt að hafa dálítinn gálgahúmor á ýmislegt og þarna er eitthvað sem maður vill koma á fram- færi. Texti getur borið visst magn af myrkri, en ef maður skýtur nokkrum ljósgeislum inn í hann þá kemur maður enn meira myrkri í hann. Hláturinn er líka sáttarmeðal, ég hef alltaf reynt að hafa smá húmor með mér og smá leik, því leikur er mjög mikilvægur. Markmiðið í þessari sögu er að segja frá ferli sem maður fer í gegnum á mörg- um árum, og búa til nokkurra daga bíltúr úr því,“ segir Berg- sveinn og bætir við að húmor sé leið til að sætta sig við hið kalda. „Til að koma auga á ein- hverja ferla eða eitthvað sál- rænt, þá er til dæmis góð leið að ýkja það upp. Þetta er súrrealisminn í hnotskurn, þannig verður það meira en veruleiki, það verður yfir- veruleiki. Mér þótti mjög skemmti- legt að beita þessu bragði á maddöm- una, að ýkja hana, en það þýðir ekki að það sé ekki eitthvað í henni. Maddaman verður ekki sett í neina eina kategoríu, hún er ekki lokuð persóna og það er hennar styrkur. Hún er „fössí“ og hún er bæði ein- hvers konar lífssaga og mynd af ósigrum og tapi. Hún er líka ein- hvers konar ágengur nútími sem eir- ir engu og er tilbúinn að afskrifa hvaða tilfinningar sem er, til að þóknast einhverju kerfi, sem er mjög skuggalegt. Í maddömunni býr ein- hvers konar veruleiki og ég fékk per- sónur úr geðheilbrigðisgeiranum til að lesa yfir handritið. Mér var sagt að hún væri dálítið einum of, að þetta væri nú ekki alveg svona slæmt á geðdeildinni, en skömmu síðar kom upp mál á réttargeðdeild sem sýndi að það er ekki auðvelt að girða fyrir þennan möguleika að fólk sé beitt valdi og harðneskju,“ segir Berg- sveinn og bætir við að hann hafi tekið eftir því að þunglyndi sé algengara meðal listamanna en annars fólks. „Ég held það sé tíðara meðal þeirra sem eru skapandi. Ég hef enga tölfræði, heldur er þetta tilfinn- ing, því ég þekki svo marga sem hafa verið illa leiknir lengi. Kannski af því þeir hafa ekki skjöldinn, að láta ekk- ert hafa áhrif á sig, að taka ekkert inn á sig. Mér finnst að listamenn ættu í sínum verkum að reyna að gera grein fyrir því hvernig þetta líf- form samtímans í hinum stafræna heimi algrímunnar er að breyta hugsun okkar og hugarfari.“ Listin slær á einsemd „Hláturinn er sáttarmeðal, ég hef alltaf reynt að hafa smá húmor með mér og smá leik, því leikur er mjög mikilvægur,“ segir Bergsveinn Birgisson um gáska- fulla nýja skáldsögu sem líka er djúp og dramatísk. Ljósmynd/Gulla Yngva Bókarkápur Kjartan Hallur teiknar myndir í bókina. Kápurnar eru ólík- ar, íslenska Kolbeinsey og norska. Skáld Í Kolbeinsey býr Bergsveinn til nokkurra daga bíltúr úr ferli sem manneskja fer í gegnum á mörgum árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.