Morgunblaðið - 30.10.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 30.10.2021, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 2021 Ósköpin í Afganist- an eiga eftir að draga dilk á eftir sér. Þar hefur orðið hrun eftir að Bandaríkjamenn ákváðu að hverfa á braut og talibanar lögðu landið undir sig í einni svipan. Allt stefnir í að af- leiðingarnar fyrir íbúa landsins verði skelfilegar. Matarskortur blasir við og talibana virðist skorta allar forsendur til að halda land- inu gangandi. Ingi Þór Þorgrímsson, starfsmaður Atlantshafs- bandalagsins, lýsti í mögn- uðu viðtali Sólrúnar Lilju Ragnarsdóttur í Morg- unblaðinu og á mbl.is þeim ósköpum, sem gengu á þeg- ar keppst var við að flytja fólk brott frá Kabúl eftir að borgin féll í hendur talib- ana. Af viðtalinu má ráða að hann hafi unnið þar mikið þrekvirki, þótt ekki berji hann sér á brjóst. Hann lýs- ir líka glímunni við þá van- máttartilfinningu að geta ekki hjálpað öllum, að önnur öfl ráði „meiru um það sem er að gerast en þú sjálfur. Þú gerir bara þitt besta og verður að snúa heim þokka- lega sáttur við það.“ Um þessar mundir skoðar Atlantshafsbandalagið hvað fór úrskeiðis í þátttöku þess í stríðinu í Afganistan. Í fréttaskýringu í Morgun- blaðinu á fimmtudag fjallar Stefán Gunnar Sveinsson um vitnisburð Johns Manza, aðstoðarframkvæmdastjóra NATO, fyrir þingmönnum Evrópuþingsins í vikunni. Manza leiðir nefnd, sem á að fara ofan í saumana því hvað fór úrskeiðis. Í nefndinni sitja fulltrúar bandalags- ríkjanna 30. Sagði hann að bandalagið hefði færst of mikið í fang og látið draga sig út í tilraun til að endur- byggja hið stríðshrjáða land, frekar enn að halda sig við það þrönga hernaðar- hlutverk, sem því var ætlað í upphafi. Gallinn við þátttökuna hefði verið sá að verkefnið varð stöðugt umfangsmeira. Í upphafi hafi átt að vega að rótum hryðjuverka, en á endanum hafi það snúist upp í það að byggja upp landið að nýju. Í upphafi hefðu 5.000 hermenn banda- lagsins verið í landinu, árið 2006 voru þeir orðnir 60.000 og 2009 rúmlega 100.000. Brugðist hefði verið við hverjum vanda með því að senda fleiri her- menn og eyða meiri peningum, en það hefði ekki skilað tilætluðum árangri og talibönum þvert á móti vaxið ásmegin. „Þú verður að spyrja og við í nefndinni höfum spurt okkur að því sama: voru þessi markmið sem við höfðum þá raun- hæf?“ sagði Manza. Von er á skýrslu nefnd- arinnar eftir rúman mánuð. Óvíst er hverju þessi nafla- skoðun mun skila, en víst er að full þörf er á að fara ofan í saumana á því hvernig her- seta Afganistans fór. Hér hefur sáralítil um- ræða farið fram um það hvernig fór í Afganistan. Þau mál voru vart rædd í kosningabaráttunni og hefði þó mátt ætla að stjórnar- andstaðan myndi sjá ástæðu til að fylgja þessum málum eftir með einhverjum hætti. Það er full ástæða til þess að gera þessi mál upp hér á landi líka. Spyrja þarf spurninga á borð við hvert hlutverk Íslands eigi að vera þegar Atlantshafs- bandalagið skerst í leikinn og hverju það eigi að skila. Til að fá svör við því er nauðsynlegt að skoða og meta afraksturinn af því sem íslensk stjórnvöld lögðu af mörkum í Afganist- an. Því fylgir ábyrgð að ráð- ast inn í erlent ríki. Margir rifjuðu upp þegar Colin Powell, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkj- anna, lést fyrr í mánuðinum að hann hefði átt snaran þátt í að sannfæra alþjóða- samfélagið um að rétt væri að ráðast inn í Írak í ræðu í Sameinuðu þjóðunum. Færri minntust orða hans í fyrra Persaflóastríðinu þeg- ar Bandaríkjamenn hröktu Íraka frá Kúveit. Íraski herinn veitti enga mót- spyrnu og hægðarleikur að reka flóttann alla leið til Bagdad. „Þú átt það sem þú brýtur,“ sagði Powell, sem þá var yfirmaður banda- ríska heraflans, og átti við að þá myndu Bandaríkja- menn þurfa að tryggja að stjórnarskipti færu vel fram og koma í veg fyrir upp- lausn í landinu. Þar með var það útrætt. Nú situr Afganistan eftir, brotið og bramlað. Atlantshafs- bandalagið skoðar hvað fór úrskeiðis í Afganistan} Ætluðu sér um of Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ S mit af völdum Covid-19-veirunnar eru nú á uppleið hérlendis, eins og reyndar víða á Norðurlöndunum um þessar mundir. Í Danmörku, Svíþjóð og Noregi eru nú engar tak- markanir í gildi innanlands vegna veirunnar og almennt virðast nágrannalönd okkar leggja mikla áherslu á hvatningu til fólks um að láta bólusetja sig og viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir. Mikilvægt sé að þau sem ekki hafa þegið bólusetningu geri það, og hvatt er til þess að ákveðnir hópar fari í bólusetningu með örv- unarskömmtum, t.d. í Svíþjóð og Finnlandi. Vegna þróunar smita hér á landi er full ástæða til þess að rifja upp það sem við kunn- um svo vel. Það er, að viðhafa einstaklings- bundnar sóttvarnir; gæta hreinlætis og þvo hendur, fara í sýnatöku ef við finnum fyrir ein- kennum, fara sérstaklega varlega í kringum viðkvæma hópa og nota grímur í margmenni, þótt það sé ekki endi- lega skylda. Það er einnig ástæða til þess að hvetja þau sem hafa fengið boð í örvunarbólusetningu til að þiggja hana, en reynslan sýnir að örvunarbólusetning þeirra sem eru 60 ára eða eldri eða með undirliggjandi sjúkdóma eykur veru- lega vörn þess hóps gegn alvarlegum einkennum vegna Covid-19-sýkingar. Heilsugæslan annast örvunarbólusetn- ingar og munu öll sem eru 60 ára og eldri fá boð um slíka bólusetningu. Miðað er við að þau sem eru 70 ára og eldri fái örvunarskammt ef þrír mánuðir eru liðnir frá því að viðkomandi var fullbólusettur en fólk á aldr- inum 60 til 70 ára að sex mánuðum liðnum. Hér eftir sem hingað til er markmið stjórn- valda að að vernda líf og heilsu landsmanna en einnig verja heilbrigðiskerfið þannig að álag á heilbrigðisstofnanir landsins verði ekki of mik- ið. Til þess að efla viðnámsþrótt heilbrigðis- kerfisins hefur verið gripið til ýmissa aðgerða. Þar má til dæmis nefna virkjun bakvarða- sveitar heilbrigðisþjónustu að nýju, tíma- bundna fjölgun sjúkrarýma á heilbrigðisstofn- unum í nágrenni höfuðborgarsvæðis, fjölgun biðrýma á hjúkrunarheimilum, styrkingu heimahjúkrunar, eflingu fjölbreyttrar þjón- ustu við aldraða í heimahúsum o.fl. Þessar og fleiri aðgerðir munu leiða til þess að innviðir heilbrigðiskerfisins verða enn betur í stakk búnir til að takast á við afleiðingar fjölgunar smita af völdum Covid-19. Fyrr í október var gefið út að stjórnvöld hygðu á aflétt- ingu allra takmarkana innanlands hinn 18. nóvember, með þeim fyrirvara að faraldurinn þróaðist ekki á verulega verri veg. Þróun faraldursins er metin frá degi til dags en staðan núna leiðir til þess að ólíklegt er að öllum takmörk- unum verði aflétt 18. nóvember. Ljóst er þó að öllu máli skiptir að við förum áfram var- lega, pössum upp á okkur og fólkið í kringum okkur. Við getum það svo vel. Svandís Svavarsdóttir Pistill Förum varlega áfram Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen auglýsingar, svo sem stefnur til dóms, úrskurði um töku búa til opin- berra skipta og áskoranir um kröfu- lýsingar, auglýsingar um skipta- fundi og skiptalok þrotabúa, nauð- ungarsölur, þar á meðal á fast- eignum búa sem eru til opinberra skipta, auglýsingar um vogrek, óskilafé og fundið fé, auglýsingar um kaupmála hjóna, lögræðissviptingu og brottfall hennar, lögboðnar aug- lýsingar um félög og firmu, sérleyfi er stjórnvöld veita, opinber verð- lagsákvæði og annað það er stjórn- völdum þykir rétt að birta almenn- ingi. Ef menn vilja gerast áskrif- endur þá er það unnt og er árs- gjaldið 3.000 kr. á ári skv. lögum um aukatekjur ríkissjóðs. Í framhaldi af frétt Morgun- blaðsins á dögunum var haft sam- band við blaðamann og á það bent að auðvitað ættu svona stefnubirtingar, fyrirköll og tilkynningar sem geta skert réttindi fólks að birtast á opn- um vef. Dómsmálaráðuneytið segir í svari sínu að hér sé um misskilning að ræða. Blaðið sé opið öllum al- menningi í pdf-formi, gjaldfrjálst, og það sé hægt að skoða blaðið þannig á netsíðu blaðsins logbirtingablad.is undir flipanum „Prentuð útgáfa“. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst er þetta fyrirkomulag haft svona af ráðnum hug. Öflugar leitarvélar, svo sem Google, geti því ekki fundið efni blaðsins og varðveitt á veraldarvefnum um aldur og ævi. Smámál gæti þannig fylgt ákveðnum einstaklingi út í það óendanlega og rýrt möguleika hans í lífinu. Þegar til dæmis leitað væri að kennitölu „Jóns Jónssonar“ út af atvinnu- viðtali kæmi hugsanlega upp fyrir- kall og ákæra þegar hann var fullur á almannafæri og pissaði á tvo bíla (vísun í raunverulegt mál fyrir dómi). Hægt er að haga stillingum þannig að leitarvélar komist ekki í þessar upplýsingar. Leitarvélar geta ekki fundið „smámálin“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vík í Mýrdal Ritstjórn Lögbirtings hefur aðsetur á sýsluskrifstofunni þar. Fréttin umrædda Fyrirsögn fréttarinnar um leit að útlendum ökumönnum. - Lögbirtingablaðið hefur verið gefið út í meira en öld BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is L ítil frétt sem birtist á bls. 2 í Morgunblaðinu laugar- daginn 23. október undir fyrirsögninni Útlenskir ökufantar kallaðir fyrir dóm vakti mikla athygli og geysimikill lestur mældist þegar fréttin birtist á vefn- um mbl.is síðar um daginn. Sú spurning vaknar óhjá- kvæmilega hvers vegna verið sé að auglýsa eftir fólki í Lögbirtinga- blaðinu, blaði sem fáir Íslendingar lesa daglega og örugglega sárafáir eða engir útlendingar. „Samkvæmt 156. gr. laga um meðferð sakamála má birta ákæru í Lögbirtingablaðinu ef óvíst er um dvalarstað ákærða. Samsvarandi ákvæði er í lögum um meðferð einkamála sbr. 89. gr. laganna. Lög- birtingablaðið er lögum samkvæmt sá staður sem stjórnvöld hafa til að birta almenningi með formlegum hætti mikilvægar tilkynningar sem hafa réttaráhrif,“ segir í skriflegu svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins. Ef ákæra er birt í Lögbirtinga- blaðinu þarf að gera það með hæfi- legum fyrirvara áður en mál verður þingfest og má sá fyrirvari ekki vera skemmri en einn mánuður. Ætla má að heimtur séu litlar sem engar þeg- ar auglýst er eftir útlendingum í blaðinu, t.d. fyrir að aka bíl yfir lög- legum hraða á Suðurlandi. Telja má víst að kínverskir „ökufantar“ fái aldrei af því fréttir að nafn þeirra hafi birst í blaðinu. Blaðið rekið með hagnaði Dómsmálaráðuneytið gefur út Lögbirtingablaðið. Sýslumaðurinn á Suðurlandi gefur blaðið út í umboði ráðuneytisins og er jafnframt rit- stjóri þess og ábyrgðarmaður. Að- setur þess er í Vík í Mýrdal. Tekjur blaðsins af auglýsingum árið 2020 voru krónur 43.952.192 og gjöld voru 40.622.033, svo þetta er einn fárra fjölmiðla í landinu sem reknir eru með hagnaði í dag. Lögbirtingablaðið hefur verið gefið út frá árinu 1908 og var að- gengilegt á netinu í ársbyrjun 2002. Samkvæmt lögum nr. 15/2005 skal birta í Lögbirtingablaði dómsmála-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.