Morgunblaðið - 30.10.2021, Síða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 2021
Bleikt Húsavíkurkirkja, líkt og margar aðrar byggingar víða um land, hefur verið böðuð bleikum ljósum í október, til að minna á árvekniátak vegna krabbameins hjá konum.
Hafþór Hreiðarsson
Kína er nú orðið
helsta viðfangsefnið í
utanríkisstefnu Banda-
ríkjanna. Barack
Obama, þáverandi for-
seti, gerði það lýðum
ljóst fyrir meira en
áratug að Bandaríkin
hygðust gera Kyrra-
hafið og Asíu að mið-
punkti í sinni utanrík-
isstefnu með höfuð-
áherslu á Kína. Ástæðan var hraður
uppgangur Kína í efnahagslegu til-
liti síðastliðna fjóra áratugi. Kína er
fjölmennasta ríki veraldar með yfir
1.400 milljónir íbúa á móti 330 milj-
ónum Bandaríkajmanna. Nú er svo
komið að Kína er á pari við Banda-
ríkin í efnahagslegu tilliti með hag-
vöxt sem nemur sjö prósentum á
ársgrundvelli (á móti 2% í Banda-
ríkjunum). Ef svo heldur fram sem
horfir verður Kína langstærsta ríki
jarðar á svo til hvaða mælikvarða
sem er á næstu 15-20 árum. Gerist
það verður landslagið í alþjóða-
stjórnmálum gjörbreytt frá því sem
verið hefur þar sem Bandaríkin hafa
verið í leiðtogahlutverki á alþjóða-
vísu allt frá lokum seinni heims-
styrjaldar. Kína er rísandi heims-
veldi. Bandaríkin eru ríkjandi
heimsveldi. Í reynd eina hnattræna
heimsveldið í sögu mannkyns. Ein-
ungis Bandaríkin hafa burði til að
láta til sín taka hvort sem er í hern-
aðarlegu, pólitísku eða efnahagslegu
tilliti nánast hvar sem er í veröld-
inni.
Kína er ekki þjóðríki í eiginlegri
merkingu heldur er það meira en
4.000 ára gömul siðmenning. Í mörg
hundruð ár var það kallað „mið-
veldið“, sem gaf til kynna það
áhrifavald sem það hafði í veröld
þess tíma. Eins og það var orðað var
„allt milli himins og jarðar“ á áhrifa-
svæði Kína. Önnur ríki beygðu sig
undir valdastöðu miðveldisins og
gerðu eins og það boðaði. Á þessu
varð ekki grundvallarbreyting fyrr
en um miðja nítjándu öld þegar ópí-
umstríðin svokölluðu
breyttu heimsmynd-
inni. Nýlenduveldin
Bretland, Frakkland
og Þýskaland og
nokkru síðar Banda-
ríkin gerðu kröfu til
þess að selja ópíum á
kínverskum markaði
og beittu til þess
vopnavaldi sem Kín-
verjar réðu ekki við.
Þar með hófst öld
„niðurlægingar“ eins
og Kínverjar orða það
sem stóð fram á miðja tuttugustu
öldina þegar kommúnistar undir
stjórn Maos Tse Tungs náðu völd-
um og hafa haldið þeim síðan.
Efnahagslegur uppgangur
Uppgangur í efnahagslegu tilliti
hófst þó ekki fyrr en eftir fráfall
Maos í tíð Dengs Xiaopings sem tók
markaðshagkerfi í sína þjónustu
með undraverðum árangri. Síðustu
fjóra áratugi hefur hagvöxtur í Kína
verið meiri og hraðari en almennt
gerist. Efnahagskerfið hefur vaxið
og styrkst svo mikið að aðeins
Bandaríkin standa Kína framar í
stærð og styrk. Þegar mælikvarð-
inn er verg landsframleiðsla hafa
Bandaríkin ennþá vinninginn. Lík-
ur benda til að svo verði ekki þegar
frá líður, jafnvel síðar á þessum
áratug, og Kína muni verða á pari
við Bandaríkin í þessum efnum og
síðan fara fram úr þeim. Ef fram
heldur sem horfir (sem engan veg-
inn er þó víst) er talið að í kringum
2050 verði hagkerfi Kína orðið lang-
stærsta efnahagskerfi heimsins.
Hafa ber í huga að Kína er fjór-
um sinnum fjölmennara ríki en
Bandaríkin með yfir 14 hundruð
milljónir íbúa. Þótt þjóðartekjur á
mann séu miklu lægri en í Banda-
ríkjunum hafa þær tífaldast frá
árinu 2000. Lífskjör a.m.k. 750
milljóna Kínverja hafa tekið stakka-
skiptum til betri vegar, en hundruð
milljóna lifa enn við fátækt og ör-
birgð. Yfirlýst markmið kínverskra
stjórnvalda er að búið verði að út-
rýma fátækt að stærstum hluta árið
2049 þegar kommúnistaflokkurinn
verður 100 ára.
Belti og braut
Í utanríkismálum fylgdu Kínverj-
ar um alllangt skeið formúlu Dengs
Xiaopings eftirmanns Maos um að
fela stærð og styrk og bíða þar til á
réttum tíma. Smám saman hefur
þetta breyst, ekki síst með Xi Jinp-
ing, núverandi forseta Kína, sem
kom til valda 2012 og er sagður
valdamesti maður Kína frá dögum
Maos. Hann hefur staðið að marg-
víslegum umbótum og aðgerðum
heima fyrir, styrkt stöðu komm-
únistaflokksins og látið til sín taka í
utanríkismálum.
Stærsta verkefnið er án efa risa-
vaxin áætlun Kína sem kennd hefur
verið við Belti og braut um upp-
byggingu innviða til að tengja Kína
við umheiminn, ekki bara í Asíu
heldur einnig til Evrópu og Aríku.
Áætlunin gengur út á að tengjast
þessum heimshlutum nánum póli-
tískum, efnahagslegum og menning-
arlegum böndum með byggingu á
víðtæku samgönguneti á landi, sjó
og í lofti sem geri möguleg og auð-
veldi margvísleg vöru- og þjónustu-
viðskipti, fjárfestingar og almenn
gagnkvæm samskipti. Til að tryggja
framgang áætlunarinnar gerir Kína
ráð fyrir að lána þátttökuríkjum
sem nemur trilljónum bandaríkja-
dala til innviða- og mannvirkja-
uppbyggingar. Þessi áform, sem
ýmsir hafa líkt við heimsvaldastefnu
og aðrir nýlendustefnu og enn aðrir
við skuldagildru, gefa mynd af því
hvað stjórnvöld í Kína ætla sér að
takast á hendur gagnvart umheim-
inum næstu áratugi. Kínversk
stjórnvöld hafa lýst áætluninni á
þann veg að hún nái til 65% alls
mannkyns. Þegar hér er komið sögu
hafa í kringum 140 ríki undirritað
samstarfssamkomulag eða vilja-
yfirlýsingu við Kína í þessum efnum.
Þar á meðal eru Evrópuríki, en
a.m.k. 17 aðildarríkja ESB hafa lýst
yfir vilja til samstarfs um Belti og
braut. Frá sjónarhóli Kína er innri
markaður Evrópu, þar sem 450
milljónir búa, sá stærsti og ríkasti
sinnar tegundar í veröldinni og er
þar af leiðandi mjög ákjósanlegur
fjáfestingarkostur.
Kalt stríð?
Bandaríkin voru í marga áratugi
fylgjandi framþróun hins kínverska
þjóðfélags frá fátækt til velmegunar
og studdu Kínverja á þeirri braut.
Þegar frá leið breyttust viðhorf í
Bandaríkjunum, enda sýndi sig að
smám saman voru ríkin komin í
harða samkeppni sín á milli á nánast
öllum sviðum. Nú er svo komið að
farið er að tala um „kalt stríð“ í sam-
skiptum Kína og Bandaríkjanna og
spennan eykst jafnt og þétt. Banda-
ríkjamenn gera sér ljósa grein fyrir
miklum metnaði Kínverja, ekki síst í
þeirra heimshluta, Suðaustur-Asíu,
en einnig víðar um heim. Þeir stefna
að því að sporna við auknum áhrifum
Kína í veröldinni sem frekast má.
Málið er engan veginn einfalt enda
hafa ekki einungis Bandaríkin held-
ur Vesturlönd í heild mikilla hags-
muna að gæta í samskiptum við
Kína. Bandaríkin flytja inn mest frá
Kína af öllum ríkjum og Kína er
þriðji stærsti útflutningsmarkaður
Bandaríkjanna. Það sama á við um
viðskipti og gagnkvæmar fjárfest-
ingar Kína og annarra vestrænna
ríkja. Frá árinu 1980 hafa Kínverjar
notið bestu kjara réttinda í við-
skiptum við Bandaríkin. Þeir hafa
haft aðgang að bandarískum mark-
aði, tækni og fjármagni, þeir fengu
aðild að Alþjóðaviðskiptastofn-
uninni, ekki síst fyrir tilstilli Banda-
ríkjanna. Bandarískar fjárfestingar í
Kína hafa skipt miklu fyrir uppgang
Kína í nýsköpum og tækniþróun.
Í forsetatíð sinni beindi Barack
Obama utanríkisstefnu Bandaríkj-
anna að Kyrrahafinu og Asíu og þar
með frá Atlantshafinu og Evrópu, en
hélt áfram að leggja áherslu á góð
samskipti við Kína. Á sama tíma hóf
Bandaríkjastjórn hins vegar að
sporna við auknum áhrifum Kína.
Það var ekki fyrr en í forsetatíð
Donalds Trumps sem Bandaríkin
fóru að beita sér af alefli í sam-
keppninni við Kína, t.d. með höftum
á tæknirisann Huawei og önnur kín-
versk stórfyrirtæki. Utanrík-
isstefnan fór nú að ganga út á að
takast á við aukin áhrif Kína, ekki
síst í Suður-Kínahafi. Í forsetatíð
Joes Bidens hafa Bandaríkin haldið
áfram á sömu braut og ekkert bend-
ir til annars en það verði til fram-
búðar. Kalt stríð er það hugtak sem
heyrist æ oftar í umræðunni og jafn-
vel spurningin um að stríð geti brot-
ist út. Kína hervæðist af kappi,
hvort sem það er á sviði hefðbund-
inna vopna eða kjarnavopna. Á
heimsvísu hafa þó Bandaríkin mikla
yfirburði í vígbúnaði og enn sem
komið er ber mikið á milli ríkjanna
tveggja hvað það varðar.
Verðandi heimsveldi
Það er hins vegar engum vafa
bundið að Kína er á hraðri leið með
að verða heimsveldi. Á sama tíma
hallar undan fæti hjá vestrænum
ríkjum sem ekki hafa lengur þá yfir-
burðastöðu sem þau voru í frá lokum
seinni heimsstyrjaldar. Le Kuan
Yew, sem oft er nefndur faðir borg-
ríkisins Singapúr og fylgdist alla tíð
með málum í Kína, spáði því að það
mundi ná forræðisstöðu í Asíu.
Hann orðaði það svo: „Kína er að
soga til sín Suðaustur-Asíuríki með
efnahagsstyrk sínum og með sínum
gríðarstóra markaði. Japan og Suð-
ur-Kórea munu óhjákvæmilega vera
þar á meðal. Kína tekur þessi ríki
yfir án þess að þurfa að beita hern-
aðarstyrk.“ Þótt um þennan spádóm
megi deila þarf enginn að velkjast í
vafa um þá breytingu sem átt hefur
sér stað í alþjóðastjórnmálum og
efnahagskerfi heimsins með upp-
gangi Kína.
Eftir Gunnar
Gunnarsson »Kína er nú helsta
viðfangsefnið í
utanríkistefnu Banda-
ríkjanna. Landið er
á hraðri leið með að
verða heimsveldi.
Gunnar Gunnarsson
Höfundur er fyrrverandi
sendiherra.
Heimsveldið Kína