Morgunblaðið - 30.10.2021, Page 22

Morgunblaðið - 30.10.2021, Page 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 2021 –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR um auglýsingapláss: Berglind Bergmann Sími: 569 1246 berglindb@mbl.is fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 16. nóvember 2021 SÉRBLAÐ BLAÐ É g á tveggja og hálfs árs gamla vinkonu. Í útilegu fyrir skömmu, þegar einn úr hópnum kom stiklandi yfir læk með nokkurn farangur, benti hún á að viðkomandi væri „kominn með allar pjönkurnar“. Ég veit ekki hvort þetta er óvanalegur orðaforði fyrir tveggja og hálfs árs, grunar það þó, og tengi það beint við allar klassísku barnabækurnar, íslenskar og þýddar, sem foreldrarnir lesa með henni. En í raun er sama hvort orð eru gömul, klassísk eða glæný – það er alltaf jafnmikið undur að heyra börn beita þeim í réttu samhengi. Þannig sýna þau fram á skilning hugtaksins og það er komið í orðasjóðinn til frambúðar. Sumsé, orðaforði er í senn heillandi og mjög ein- staklingsbundið fyrirbæri. Auðvitað er sniðmengi þeirra sem tala sama tungumál mjög stórt, við skiljum flest þau orð sem aðrir í málheiminum nota – ef við höfum á annað borð almenn tök á viðkomandi máli – en svo er glettilega mikið af orðum sem skarast bara alls ekki. Þetta fer eftir ýmsu, hér má láta sér detta í hug reynslu, lestur, uppeldisstað, fé- lagslega umgengni, menntun, minni, sérvisku, og áfram má telja. Framhleypni gæti jafnvel komið við sögu, maður tileinkar sér varla orð ef maður veit ekki hvað það þýðir, og þess vegna skiptir máli að þora að spyrja ef samhengið gefur ekkert upp. Á fullorðinsaldri kem- ur enn fyrir flesta að heyra orð sem þeir þekkja ekki, og þá er ann- aðhvort að fletta því upp í laumi, eða spyrja hreinlega notandann. Tungumálið er þannig samskiptatæki í sjálfu sér – og stundum hrein ástæða samskipta. Móðir litlu vinkonu minnar, sem fyrr er nefnd, er mikil krossgátu- drottning og hefur nýverið endurvakið áhuga minn á þeim heimi. Ég þóttist góð að muna enn helstu trixin í bókinni; alur, Ra, aða, óa og annað algengt krossgátumál, en í sumar, líklega í sömu útilegu og pjönkurnar komu við sögu, lá við að ég missti alla trú á máltökum mínum þegar kassarnir hálffylltust af orðskrípum. Ég get talið upp að í einni og sömu gátunni (þetta er úr gömlu blaði, engar spilliá- hyggjur) komu fyrir lausnarorðin: aggamor, amboltar, erúð, refbei- nóttur, sturma, festaröl, truff og gúaldalegur. Olræt, ég hefði getað sagt mér að brúðkaup gæti heitið festaröl, en að svarið við mergð væri aggamor og að steðjar hétu amboltar? Aldrei heyrt. Og hvað þýðir eiginlega erúð? Nei, ekki sambland af erótík og munúð, erúð er ófriður, og þetta veit ég því ég endaði með að fá þessi orð staðfest með orðabók, nokkuð sem maður gerir ekki í krossgátum, en ég vildi frekar læra en ganga í sjóinn. Nú brosa auðvitað þeir lesendur sem hafa þessi fornyrði á hrað- bergi, en ég hugga mig við að kunna á móti mörg orð sem þeir þekkja ekki. Það er bara of langt mál – eða of mikil áhætta – að telja þau upp, því sniðmengið skarast á ólíkan hátt við hvern og einn ein- asta lesanda. Og það er, eiginlega og almennt séð, grjótmagnað. Varúð: erúð! Tungutak Sigurbjörg Þrastar sitronur@hotmail.com Úlfúð Ekki má leika skrafl af léttúð, það gæti valdið erúð milli spilara. Á rangur á 26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ), COP26, sem hefst í Glasgow á morgun, 31. október, verður örugglega ekki í samræmi við væntingar almennings, svo að ekki sé minnst á aðgerðasinna. Ástandið í heimsorkumálum er þannig að víða jafn- gildir það ávísun á kreppu skuldbindi ríki sig til að auka hraða á orkuskiptum. Kolefnishlutleysi er fjarlægari draumur en áður. Markmið Parísarsamkomulagsins frá 2015 um að halda hlýnun jarðar fyrir neðan 1,5°C árið 2050 miðað við hitastig við upphaf iðnbyltingarinnar næst ekki nema gert sé betur en til þessa. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNEP, segir að nú stefni hlýnun jarðar í 2,7°C í stað 1,5°C 2050. Alþjóðaorkumálastofnunin, IEA, telur hlýnunina verða 2,5°C og hún aukist síðan enn frekar. COP-ráðstefnurnar eru árlegar. Niðurstöður fundanna í ár skipta að sögn loftslagssérfræðinga sköp- um. Ekki megi draga lengur að tryggja nógu mikinn samdrátt á útblæstri gróðurhúsalofttegunda til að koma í veg fyrir mikið tjón á næstu áratugum. Fyrir talsmenn raunverulegs samdráttar verður á brattann að sækja á COP26. Orkuskort- ur, skömmtun og fram- leiðslustöðvun víða í aðdrag- anda ráðstefnunnar fæla stjórnmálamenn frá loforðum um meiri hraða við skipti yfir í endurnýjanlega orkugjafa. Í fjölmennustu ríkjum heims, Kína og Indlandi, neyðast stjórnvöld til að heimila aukna notkun á mengandi eldsneyti eins og kolum til að bægja vandræðum frá tugum milljóna manna. Boðskapur full- trúa þessara þjóða í Glasgow er holur og ósannfærandi þegar þeir lýsa yfir stuðningi við sett loftslagsmarkmið en hafna samtímis kröfum um að loka kolanámum. Í Bandaríkjunum hefur verð á bensíni hækkað um 50% frá 2020. Verð á jarðgasi í Evrópu hefur hækkað um allt að 500%. Bloomberg-fréttastofan segir að í Asíu bjóði orkufyrirtæki metfjárhæðir fyrir fljótandi jarðgas. Stórframleiðandi á áburði hefur neyðst til að loka tveimur áburðarverksmiðjum tímabundið í Bretlandi vegna ofurverðs á orku. Kínversk stjórnvöld banna út- flutning á áburði til að hindra skort á heimavelli. Engin ein skýring dugar til að lýsa ástæðunum fyrir þessari þróun. Þær eru mismunandi eftir löndum. Ein meginástæða er þó nefnd: Vinnsla jarðefnaeldsneytis hefur minnkað mikið án þess að aðrir orkugjafar dugi til að fylla í skarðið og fullnægja eftirspurn. Skortur leiðir óhjákvæmilega til verðhækkana. Talið er að auka þurfi raforkuframleiðslu með vind- og sólarorkuverum um 2.500% til að hún komi í stað orku frá olíu, kolum og jarð- gasi. Þrátt fyrir ofuráherslu á endurnýjanlega orkugjafa hefur notkun kola við raforkuframleiðslu í Þýskalandi aukist úr 21% í 27% undanfarið. Hvatt er til aukinnar ol- íuvinnslu í OPEC-löndunum til að halda aftur af verð- hækkunum í sömu andrá og ESB leggst gegn olíuvinnslu á norðurslóðum. Í Evrópu er kallað eftir meira jarðgasi frá Rússlandi en ályktað er gegn gasvinnslu á norð- urslóðum og í vesturhluta Evrópu á ESB-þinginu. Í Bandaríkjunum er haldið aftur af heimavinnslu á olíu og gasi en hvatt til þess að hún sé aukin í arabalöndum. Vegna bilsins milli orða og athafna duga hástemmd loforð um markvissar aðgerðir ekki til að styrkja trú á góðan málstað. Finnur Ricart, nemandi í hnattrænum sjálfbærnivís- indum í Utrecht í Hollandi, er fulltrúi ungmenna í ís- lensku COP26-sendinefndinni í Glasgow. Í viðtali á vef- síðunni Kjarnanum 27. október 2021 kvartar hann undan aðgerðaleysi í loftslagsmálum hér landi. Endurheimt á votlendi gangi of hægt, „líklega vegna þess að mikið af framræstu votlendi [sé] í einkaeigu“. Landeigendur vilji ekki starfa með votlendissjóði og Landgræðslunni og end- urheimta. Fjármunirnir séu til en fyrirkomulag skorti „til að fá fleiri landeigendur að borðinu“. Viðhorfsbreyting sé nauðsynleg og hún verði ekki nema fólk fái „réttar upplýsingar“. Hverjar eru „réttu upplýsing- arnar“ um samstarf bænda við votlendissjóðinn? Ber þeim að afsala sér eignarrétti til sjóðsins eins og skilja má á orðum Finns? Umhverf- isfulltrúi þjóðkirkjunnar, mikils jarðeiganda, sagðist vilja láta Votlendissjóð njóta jarðeignanna. Hvaða „réttu upplýsingar“ hafði hann? Liggur fyrir hve mikil kolefn- isbinding felst í endurheimt votlendis? Hefur gildi ólíkra aðferða til þess verið metið? Hefur votlendissjóður feng- ið alþjóðlega vottun á kolefniseiningum sínum? Slík vottun er þó forsenda verðmats og þar með markaðsvið- skipta við sjóðinn. Með fullri virðingu fyrir þeim sem fara með jarðeignir þjóðkirkjunnar vita bændur örugglega betur hvað klukkan slær þegar rætt er um viðskipti við votlend- issjóð. Kolefnisbúskapur eflist víða um lönd því að fram- lag bænda og nýting jarða þeirra skipta mjög miklu í þágu loftslagsmarkmiða. Afnám eignarréttarins á bújörðum, landi eða öðru markar ekki leiðina til að sigrast á loftslagsvandanum eða standa við markmið Parísarsamkomulagsins. Það yrði aðeins til marks um öfgar verði vegið að eignarrétt- inum í samþykktum á Glasgow-fundinum. Sumar Glas- gow-ályktanir verða örugglega loftkenndar. Aðrar krefj- ast ótvíræðs orðalags, til dæmis um kolefnismarkaðina sem ætlunin er að reglufesta í Glasgow. Kolefnismark- aðir greiða fyrir fjármögnun loftslagsverkefna með kol- efnisjöfnun fyrirtækja og stofnana. Takist að jarðbinda loftslagsumræðurnar í eiginlegri og óeiginlegri merkingu í Glasgow og sammælast um markaðslausnir til að ná settum markmiðum verður haldfastur árangur af fundunum. Athafnir ekki bara orð í Glasgow Vegna bilsins milli orða og at- hafna duga hástemmd loforð um markvissar aðgerðir ekki til að styrkja trú á góðan málstað. Björn Bjarnason bjorn@bjorn.is Í árslok 2020 gaf ég út bókina Twenty-Four Conservative- Liberal Thinkers í tveimur bindum. Fyrsti kaflinn er um Snorra Sturlu- son, enda kemur hann í Heims- kringlu orðum að tveimur hug- myndum frjálslyndra íhaldsmanna, sem John Locke batt síðan í kerfi: að konungar ríktu aðeins með sam- þykki þegnanna og að þá mætti af- hrópa, ef þeir skertu hefðbundin réttindi. Rauði þráðurinn í Heims- kringlu er, að góðir konungar haldi friðinn og stilli sköttum í hóf, en vondir konungar fari með hernaði og kosti umsvif sín með auknum álög- um á alþýðu. Í ræðu Einars Þveræ- ings, sem á að hafa verið flutt á Al- þingi árið 1024, gengur Snorri enn lengra og segir, að konungar séu misjafnir og Íslendingum fyrir bestu að hafa engan konung. Sigurður Líndal prófessor hefur í merkri ritgerð í Úlfljóti 2007 sett fram svipaðan skilning á verki Snorra. En auðvitað stendur Snorri ekki einn. Því hefur ekki verið veitt næg athygli, að Ari fróði setur fram svipaða skoðun í ræðu þeirri, sem hann leggur Þorgeiri Ljósvetn- ingagoða í munn á Alþingi árið 1000. Þorgeir hóf ræðu sína á því að vara við ósætti og barsmíðum manna í milli, eins og tíðkaðist í útlöndum: „Hann sagði frá því, að konungar úr Noregi og Danmörku hefðu haft ófrið og orrustur á milli sín langa tíð, til þess uns landsmenn gerðu frið á milli þeirra, þótt þeir vildu eigi.“ Ari sér konunga bersýnilega ekki sem virðulega umboðsmenn Guðs á jörðu, heldur sem ótínda ófrið- arseggi, og þurfi þegnarnir að hafa á þeim taumhald. Hann gerir sér eins og Snorri glögga grein fyrir sérstöðu Íslendinga, sem höfðu lög í stað kon- unga. Íslendingabók Ara er fyrsta sjálfstæða íslenska bókmenntaverk- ið, því að áður höfðu aðeins verið færð í letur lögin, ættartölur og þýð- ingar helgirita. Vart er ofsagt, að með Ara vakni íslensk þjóðarvitund. .Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Samhengið í íslensk- um stjórnmálum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.