Morgunblaðið - 30.10.2021, Side 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 2021
Það er ekki hægt að
segja að fréttaflutn-
ingur hér sé almennt
upplýsandi og veiti
óhlutdrægar fréttir af
málefnum líðandi
stundar. Fréttamenn
sem hafa áberandi
„skoðun“ eru fremur
regla en undantekning.
Þannig samsama þeir
sig af alhug „hinni
ríkjandi skoðun“ og pólitík en gera fá-
ar tilraunir til þess að skoða upplýs-
ingamagnið og óreiðuna með gagn-
rýnum huga eða jafnvel votti af
forvitni. Svo virðist sem fréttamenn
séu aldir upp til að vera boðberar
„réttra upplýsinga“ og „viðurkenndra
hugmynda“ sem iðulega eiga upptök
sín hjá fulltrúum hagsmunaafla. Það
sem ekki kemur heim við þennan
„stórasannleika“ er hunsað eða
fjallað um sem furðufyrirbæri sem
upplýst fólk eigi að forðast.
Covid-bólusetningar og
vér einir vitum heilkennið
Hér ætla ég að taka nokkur dæmi
af fréttaflutningi af Covid-bólusetn-
ingunni. Fáeinir sérfræðingar hafa
fengið að básúna sitt þrönga sjónar-
mið í fjölmiðlum og framlag þeirra er
þar furðulega einsleitt. Eiginlega
þyrftu þeir ekki að mæta í viðtal, út-
koma þeirra er svo fyrirsjáanleg. Þar
er boðuð ein samræmd saga: Bólu-
efnin eru örugg, það á að bólusetja
alla og tilkynntar aukaverkanir eru
nánast alltaf vegna undirliggjandi
sjúkdóma eða jafnvel taugaveiklunar.
Það dugar þó ekki að vera læknir
og sérfræðingur til þess að fá inni í
fjölmiðlum, það eru bara „réttu“
læknarnir og sérfræðingarnir sem fá
að láta ljós sitt skína. Það mætti
halda að þessi fámenni hópur læknis-
menntaðra væru fulltrúar guðlegrar
vitneskju og óneitanlega láta þeir oft
og tíðum eins og „þeir einir viti“. Það
finnst mér ekki traustvekjandi. Það
er nefnilega margt óvíst, óþekkt, og
umdeilanlegt í vísindaheiminum. Við
vitum ekki allt og allra síst í sambandi
við áhrif þessara covid-bóluefna.
Þöggun og upplýsingaskortur hafa
viðgengist um mögulegar aukaverk-
anir. Það ætti þó að vera fullkomlega
eðlilegt að ræða slík mál.
Einhliða og áróðurskennd umræða
um covid-bólusetningar barna er líka
ámælisverð. „Hvetur foreldra til að
ganga um kirkjugarðana“ var til
dæmis eitt af þessum auglýsingaslag-
orðum sem heyrðust í fjölmiðlum,
„getum ekki neitað börn-
unum um þessa vernd“
var annað. Drepsóttunum
barnaveiki og bólusótt
var óspart flaggað eins og
árangur fortíðar réttlæti
öll bóluefni nú og um alla
eilífð. Börn eru nánast í
engri hættu vegna Covid.
Sænski læknirinn Seb-
astian Rushworth reikn-
aði út að það væri meiri
hætta fyrir börn að deyja
í bílslysi en covid-191)
Umræðan hér hefur því verið á ein-
berum áróðursnótum. Það var verið
að hræða. Ríkisútvarpið hefði átt að
sjá sóma sinn í að fjalla um þetta um-
deilda mál á sanngjarnan hátt og
óhlutdrægan og fara þar eftir eigin
vinnureglum; að „afla upplýsinga frá
fleiri hliðum en einni í umfjöllun
mála.“2) Í þessu máli hefur það brugð-
ist skyldu sinni, engin tilraun var gerð
til þess að hlusta á sjónarmið þeirra
sem töldu Covid-bólusetningar barna
óþarfar. Mótmæli gegn þessum
bólusetningum voru hunsuð og þeir
sérfræðingar sem stigu fram og töldu
ávinninginn ekki yfirstíga áhættuna
fengu enga athygli.3) Það hefði líka
verið upplýsandi að fá sýnishorn af
mati og málflutningi erlendra vísinda-
manna og lækna sem lagst hafa gegn
slíkum tilraunabólusetningum barna
og ungmenna.4)
Það mætti halda að spurningar og
umræða um þessi álitamál jafngiltu
einhvers konar dónaskap og áróðri.
Þetta kom ljóslega fram þegar Vil-
borg Hjaltested kostaði auglýsingu í
Morgunblaðið þar sem var ítarleg
skrá yfir tilkynntar aukaverkanir
bóluefnanna. Brugðist var við með
upphrópunum og ásökunum um
ábyrgðarlausan áróður. Það hefði ver-
ið nær að þakka fyrir þetta framlag til
þess að upplýsa þjóðina.
1) „The danger of covid-19 for children“: Is
covid a danger to children? – Sebastian
Rushworth M.D.
2) vinnureglur_um_frettir_og_dagskrar-
efni_tengt_theim.pdf (ruv.is).
3) Sigfús Örvar Gissurarson og Kristján Guð-
mundsson: „Ávinningur og áhætta af bólu-
setningum barna og ungmenna við kór-
unuveiru“. Morgunblaðið 21. ágúst 2021.
4) Sjá t.d. Professor: Det er godt for imm-
uniteten, at børn får corona – BT Debat –
www.bt.dk eða A focused protection vacc-
ination strategy: why we should not target
children with COVID-19 vaccination policies
(nih.gov).
Meðvirk fjölmiðlun
Eftir Auði
Ingvarsdóttur
»Ein skoðun, ein
uppspretta, eitt
sjónarmið.
Höfundur er sagnfræðingur.
Auður Ingvarsdóttir
Þegar fréttist af
kirkjunni og trúmálum
í dag mætti ætla að
kirkjan snerist ekki um
annað en peninga og
rekstur. En það er
sannarlega fjarri lagi.
Hinn 1. og 2. nóvember
heldur heimskirkjan til
dæmis upp á tvær af
sínum stærstu hátíðum,
allra heilagra og allra
sálna messu. Sérstaklega eru þær
stórar í hinum kaþólska heimi, en
einnig hér í Svíþjóð þar sem ég bý og
starfa. Hér sækja fleiri Svíar kirkj-
una um allra heilagra og sálna messu
en á jólunum. Um leið fyllast kirkju-
garðarnir af fólki sem sækir heim
grafir ástvina, kveikir þar á kertum
og skreytir grafirnar.
Allra heilagra messa á sér fornar
rætur: Í fornkirkjunni var snemma
tekið upp á þeim sið að koma saman
við gröf þeirra sem liðið höfðu písl-
arvætti fyrir trú sína á dánardægri
þeirra. Þessar minningarstundir þró-
uðust síðan yfir í messur helgaðar
píslarvottunum, sem urðu margir
hverjir dýrlingar með
tíð og tíma.
Á messudegi dýr-
lingsins er hans sér-
staklega minnst og beð-
ið til hans um fyrirbæn.
Píslarvottur er sá sem
gefið hefur líf sitt fyrir
trú sína. En nú er það
svo að ekki eiga allir
dýrlingar sér opinberan
messudag, enda hafa
margir nafnlausir og
óþekktir gefið lífið fyrir
trú sína. Fjöldi dýrlinga
og píslarvotta er líka slíkur að daga-
talið rúmar ekki sérstakar messur
hverjum og einum til heiðurs.
Allra heilagra messa er þannig
sameiginlegur messudagur allra
þeirra fjölmörgu píslarvotta og
helgra manna sem ekki eiga sér sinn
eigin messudag. Slíks messudags var
fyrst getið í heimildum árið 270 eftir
Krist í Róm. Saga allra heilagra
messu tengist sögu hins fræga Pan-
þeons í Rómaborg. Panþeon var heið-
ið hof tileinkað öllum guðum, reist ár-
ið 172 fyrir Krist og stendur enn.
Panþeon þýðir einmitt „allra guða“.
Eftir að kristnin sigraði Rómaveldi
var Panþeon breytt í kirkju með heit-
inu „kirkja heilagrar Maríu og allra
dýrlinga“ og þar var allra heilagra
messa fyrst sungin 1. nóvember árið
609. Hátíðin naut mikilla vinsælda og
barst hratt um Norður-Evrópu og
alla leið til Íslands. Hér á landi varð
hún snemma að stórhátíð og er henn-
ar getið með íslensku nafni í handriti
frá því um 1200. Þorlákur helgi,
verndardýrlingur Íslands, sagði svo
fyrir um að halda ætti sérstaka sex
daga föstu fyrir allra heilagra messu
alveg eins og fyrir jólin. Í hans huga
voru því þessar hátíðir jafnar. Þegar
bylgja siðbreytingarinnar gekk yfir
Evrópu á 16. öld var helgi dýrlinga
kirkjunnar afnumin í mörgum þeim
löndum þar sem hún hafði verið lög-
tekin. Það gerðist einnig hér á landi.
Allra heilagra messa var þó ekki af-
numin sem helgidagur 1. nóvember
fyrr en árið 1770.
Þá færðist allra heilagra messa yfir
á fyrsta sunnudag í nóvember. Sam-
tímis var hætt að helga hann öllum
dýrlingum. Þess í stað varð dagurinn
minningardagur um allar látnar sálir.
Og talandi um látnar sálir. Allra
sálna messa er messa þar sem beðið
er fyrir öllum látnum sálum. Hún
tengdist allra heilagra messu frá
kringum árið 1000. Víða um lönd
kveikja menn á allra sálna messu ljós
á leiðum ástvina sinna og halda fyr-
irbænaguðsþjónustur fyrir þeim sem
horfnir eru úr þessum heimi. Eins og
Svíar gera. Hér safnast menn saman í
kirkjum og lesin eru upp nöfn allra
þeirra í söfnuðunum sem látist hafa
síðan síðast var haldin allra sálna
messa. Og beðið er fyrir þeim.
En hvernig tengist Halloween eða
hrekkjavaka öllu þessu? Halloween
eða hrekkjavaka hefur á síðari tímum
borist til okkar frá Bandaríkjunum
eins og svo margt annað. Upp-
runalega er samt um írska hefð að
ræða. Er talið að rekja megi Hallo-
ween allt til fornrar keltneskrar há-
tíðar er hét Shamain og var upp-
skeruhátíð, haldin 31. október ár
hvert í keltneskum sið. Heitið Halloe-
ween er dregið af enska heitinu „all
Hallow eve“ eða „aðfangadagur allra
heilagra messu“ sem einmitt er 31.
október. Á fyrri öldum trúðu menn
því að vættir og draugar og nornir
væru á ferli kvöldið fyrir stórhátíðir.
Þess vegna varð til hefðin að klæða
sig í búninga sem minna á drauga og
nornir og forynjur og ganga hús úr
húsi og biðja um sælgæti á þessum
degi. En deginum tengjast alls konar
hefðir, allt frá degi hinna dauðu í Suð-
ur-Ameríku yfir í líkvökur fyrir útfar-
ir í kaþólskum sið. Og svo hefur auð-
vitað verslunin,
kvikmyndaiðnaðurinn og tískuheim-
urinn gert sér mat úr þessu öllu
seinni árin.
Þessi þriggja daga hátíð er að
verða ein stærsta kristna hátíðin á
Vesturlöndum í dag, fjölmennari en
sjálf jólin í kirkjum svo dæmi sé tekið.
Og sýnir að á tímum þegar margir
spá dauða trúarbragðanna finnur trú-
in sér nýjar leiðir að hjarta mannsins.
Því kirkjan á fyrst og fremst að vera
bænahús, en ekki … eitthvað annað,
eins og Jesús sagði.
Hrekkjavaka, allra heilagra og allra sálna messa
Eftir Þórhall
Heimisson » Þegar fréttist af
kirkjunni og trú-
málum í dag mætti ætla
að kirkjan snerist ekki
um annað en peninga og
rekstur. En það er
sannarlega fjarri lagi.
Þórhallur Heimisson
Höfundur er rithöfundur og starfar
sem prestur í Svíþjóð.
thorhallur33@gmail.com
Þegar skoðaðar eru gamlar myndir, hús, landslag eða
götur, þá stingur í augu þessi óskaplega nekt landsins.
Húsin óvarin vindi og veðrum en kannski stöku reyni-
tré á betri bæjum.
Gleymum ekki því sem vel hefur verið gert í heima-
ræktun og skógrækt síðustu öldina. Við hugsum ekki
um það daglega því enn blæs á landinu en það hefur
myndast skjól víða innan og utan byggðar og það virk-
ar langar leiðir eins og dæmi sanna frá Esjuhlíðum.
Nú heyrast raddir sem bannfæra vilja tegundir sem
vaxa hér vandræðalaust og talinn ljóður að stafafura
geti sáð sér og lifað með landinu. Eins er sitkagrenið
talið skaðvaldur því það bjargar sér sjálft í frjórri mýr-
arjörð. Í staðinn er mælt með ísaldarbirkinu kræk-
lótta, sem er líklega þjóðlegt og þannig gott.
Aðrir fræðimenn sem sjá skóginn fyrir trjánum hafa
ekkert á móti birki ef það er kynbætt og vaxi þannig
hraðar og myndi eitthvað sem kalla má skóg.
En um fram allt; úthýsum ekki þeim tegundum sem
hjá okkur vilja búa, landið er nógu bert samt.
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Á berangri
hafðu það notalegt
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is
Eigum úrval af
miðstöðvar- og handklæðaofnum