Morgunblaðið - 30.10.2021, Side 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 2021
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Tökum á móti ástvinum í hlýlegu
og fallegu umhverfi
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
Öll aðstaða í samræmi við tilefnið. Hlýlegt og fallegt
húsnæði og nýir glæsilegir bílar.
Sjá nánari upplýsingar á utfor.is
Útfararþjónusta
Við veitum alla þjónustu tengda andláti ástvina
– Þjónusta um allt land og erlendis
– Þjónusta í heimahúsi og á stofnunum
í yfir 70 ár
Guðný Hildur
Kristinsdóttir
Framkvæmdastjóri
Ellert Ingason
Sálmaskrár,
útfararþjónusta
Emilía Jónsdóttir
Félagsráðgjöf,
útfararþjónusta
Guðmundur
Baldvinsson
Útfararþjónusta
Lára Árnadóttir
Útfararþjónusta
Sigurður Bjarni
Jónsson
Útfararþjónusta
Magnús Sævar
Magnússon
Útfararþjónusta
Jón G. Bjarnason
Útfararþjónusta
Helga
Guðmundsdóttir
Útfararþjónusta
Elsku besti afi
minn, eins og það er
sárt að kveðja þig þá
er ég hvíldinni þinni fegin. Ég veit
að amma beið eftir þér með faðm-
inn sinn útréttan og kæmi mér
ekki á óvart ef þið væruð núna
dansandi hvort við annað í sum-
arlandinu. Það var svo erfitt að
sjá hvernig var komið fyrir ykk-
ur, þessu harðduglega fólki sem
gerði allt fyrir börnin sín og
barnabörn, verða alveg ósjálf-
bjarga, það var ekki ykkar stíll að
vera upp á einhvern annan komin.
Ég man t.d. þegar ég keypti mína
fyrstu íbúð, þá bað ég þig að
hjálpa mér við að hengja upp
myndir og þess háttar þar sem ég
átti ekki borvél. Þú komst til mín
en ekki til þess eins að hjálpa mér
heldur með borvél og sagðir: „Ég
ætla að gefa þér borvél svo þú
þurfir ekki að vera að biðja um
hjálp, við erum ekki að biðja um
hjálp Birna, við lærum bara að
gera hlutina sjálf!“ Ég hef heldur
betur tileinkað mér þessi orð þín
enda er ég mjög laghent með bor-
vélina þó ég segi sjálf frá.
Þegar ég hugsa til baka er
þakklæti mér efst í huga, það að
fá að koma ein í flugi til ykkar var
auðvitað toppurinn á tilverunni.
Jóhann Ingi
Einarsson
✝
Jóhann Ingi
Einarsson
fæddist 29. febrúar
1940. Hann lést 17.
október 2021.
Útför hans fór
fram 29. október
2021.
Þá var öllu tjaldað
til og var ég prins-
essan á bauninni, þið
amma nenntuð
endalaust að brasa
með manni og var
maður umvafinn ást
og umhyggju. Okk-
ur leiddist aldrei
saman og eru upp-
tökurnar þínar
sannanir þess
hversu mikið við
brölluðum saman enda til margar
mínútur af upptökum sem við
geymum eins og gull. Fórum við í
tískusýningarleik, þú málaðir mig
í framan, ég var að sjálfsögðu í að-
alhlutverki, þú tókst þetta allt
upp og lékst spyrjandann í þess-
um stuttmyndum.
Allar ferðirnar að gefa öndun-
um brauð, bústaðarferðirnar,
sundferðir og auðvitað þegar við
fórum saman til Danmerkur eru
minningar sem hlýja manni á
þessari stundu. Þú gafst þér alltaf
tíma fyrir okkur barnabörnin þín,
varst alltaf að spyrja hvenær við
myndum nú bara flytja til
Reykjavíkur svo þú gætir hitt
okkur oftar. Stríðinn varstu með
eindæmum og þótti þér allra
skemmtilegast að stríða Óla bróð-
ur, samband ykkar var líka alveg
einstakt. Þú hafðir mikið dálæti á
náttúrulífsmyndum, stiklunum
hans Ómars Ragnarssonar og
þvíumlíku, náðir þú gjarnan að
plata okkur til þess að horfa með
þér, mér fannst svona efni svo
leiðinlegt en með þér var það
öðruvísi og náðir þú að smita
áhuga þinn yfir á okkur.
Eitt sem við áttum sameigin-
legt var hrifning okkar á osti.
Þegar amma sá ekki til tókum við
stóra ostaskerann (hann er lítill
en sker þykkar sneiðar) og feng-
um okkur nokkrar sneiðar (sem
er vægt til orða tekið). Mjög oft
þegar ég fæ mér ost hugsa ég til
þessara stunda; við að háma í
okkur hálft oststykki.
Ég sakna þess oft að þú hafir
ekki fengið meiri tíma með okkur,
það sem ég væri til í eitt afafað-
mlag en faðmurinn þinn var sá
allra stærsti og besti.
Elsku Ingi afi minn, ég bið að
heilsa henni ömmu, við sjáumst
aftur seinna þegar minn tími
kemur.
Þín
Birna Ósk.
Elsku besti langafi okkar, takk
fyrir samveruna, við elskum þig
og söknum þín. Við vildum senda
þér ljóð frá okkur:
Okkar elsku góði afi!
Þú ert sá besti á því leikur enginn vafi.
Þú átt ábyggilega eftir að lesa fyrir
okkur ljóð
og hjá þér munum við alltaf vera góð.
Út um allt viljum við hendur þínar leiða.
Einn daginn fáum við kannski að fara
með þér að veiða.
En hvað sem þú gerir og hvar sem
þú ert
að þá hefur þú okkar litlu hjörtu snert.
Því þú ert svo góður og þú ert svo klár
hjá þér munum við ekki fella nein tár.
Því heima hjá afa er alltaf gaman
að vera
því þar getum við látið mikið á
okkur bera.
En afi okkar kæri við viljum að þú
vitir nú
okkar allra besti afi, það ert þú!
(Katrín Ruth Þ.)
Þín langafabörn,
Katrín Alda og Tómas Óli.
Elsku amma mín
og vinkona.
Það er sárt að
hugsa til þess að ég
sé búin að heim-
sækja þig í síðasta skipti. Ég
hef alltaf verið svo mikil ömmu-
stelpa og við höfum verið nánar
frá því ég man eftir mér. Eins
skrítið og það er fannst mér oft
eins og aldursmunurinn á okkur
væri enginn.
Ég veit ekki hvað ég var
gömul þegar ég fór fyrst að
laumast í fataskápinn þinn og
hef í gegnum tíðina fengið
margar flíkur að láni hjá þér.
Svona eins og jafnaldrar gera.
Ég var kannski gömul sál og þú
alltaf jafn síung, skemmtileg og
mikil smekkkona.
Þú varst alltaf svo glæsileg
og flott og hugsaðir svo vel um
þig sjálfa og heilsuna. Þú varst í
rauninni algjör náttúrugúrú,
notaðir krydd sem verkjalyf og
þurrkaðir hreindýramosa og
bjóst til te. Drakkst vatnið alltaf
volgt. Kannski var þetta lykill-
inn að þessu öllu saman hjá þér.
Við vorum ágætar saman
tvær á flandri, heppnar ef við
gleymdum ekki lyklum, síma
eða veski heima. Oft var sagt við
mig að ég væri með Þórdís-
argenið. Eitt skiptið þegar þú
varst í heimsókn hjá okkur fyrir
sunnan tókum við gott lyklaæv-
intýri þar sem þú endaðir alls-
Þórdís Bergsdóttir
✝
Þórdís Bergs-
dóttir fæddist
7. júlí 1929. Hún
lést 8. október
2021.
Útförin fór fram
22. október 2021.
laus og áttræð á
stigaganginum í
Barmahlíð og ég
rúntaði þrisvar upp
og niður Miklu-
brautina eftir lykl-
um sem ég gleymdi
einhvers staðar til
að hleypa þér inn.
Fyrr um kvöldið
höfðum við farið í
kvöldmat niður í
bæ en þá rúntaðir
þú einmitt á eftir mér niður
Miklubrautina með stefnuljósið
á allan tímann og þegar við
komum út eftir matinn sá ég að
þú hafðir lagt bílnum fyrir bíla-
lúgu á næsta stað. Við vorum
samt alltaf flottar.
Þú varst einn af föstu punkt-
unum í tilverunni minni, eitt af
því fáa sem ég á sem hefur allt-
af verið eins. Ég veit ekkert
betra en að lenda í brúna sóf-
anum á Öldugötunni, liggjandi
flöt með útvarpið í bakgrunni og
þig að spyrja hvort ég vilji ekki
fara að fá mér eitthvað, þó ég sé
nýbúin að borða. Þar hverfa all-
ar heimsins áhyggjur af herðum
manns.
Núna eru 5 ár síðan þú
bauðst mér að kaupa húsið ykk-
ar afa, griðastaðinn minn. Við
áttum frábært sumar saman það
ár þegar við fjölskyldan bjugg-
um uppi með Kolfinnu nýfædda.
Núna í nóvember var svo loks-
ins komið að því aftur að ég
gæti stoppað lengi hjá þér, þar
sem ég og litli strákurinn minn
ætluðum að eyða mánuðinum
hjá þér í fæðingarorlofi og
græja í húsinu. Ég er þakklát
fyrir að hafa ekki beðið og drifið
mig fyrr af stað og náð að sýna
þér strákinn okkar rétt áður en
þú kvaddir. Takk fyrir allt,
elsku besta amma mín.
Þín
Sara.
Þórdísi Bergsdóttur kynntist
ég fljótlega eftir að ég flutti
austur á land. Það var mér mikil
gæfa, enda varð Þórdís mér stoð
og stytta, fyrirmynd og leiðbein-
andi.
Sá starfsvettvangur sem við
Þórdís áttum sameiginlegan var
vinna við heilbrigðis- og meng-
unarvarnir. Á þeim vettvangi,
þ.e. Heilbrigðiseftirliti Austur-
lands, var dýrmætt fyrir að-
flutta konu sem mig að leita í
reynslusjóð Þórdísar og þar var
aldrei komið að tómum kofun-
um. Með okkur þróaðist hins
vegar einnig hlý vinátta sem
náði langt út fyrir vinnuna og
gaf mér enn betri innsýn í bar-
áttukonuna Þórdísi.
Það er langt því frá að ég hafi
kynnst öllum hennar hliðum, en
auk vinnunnar ræddum við oft
um leiðir í kvenréttindabaráttu,
atvinnusköpun kvenna, stöðu
kvenna í stjórnmálaflokkunum
o.þ.h. Þau málefni ræddum við
enn yfir kaffibolla á Öldugötunni
löngu eftir að Þórdís hætti að
vinna fyrir Heilbrigðiseftirlitið.
Því á ég einnig dýrmætar minn-
ingar um heimili hennar.
Þórdís Bergsdóttir var ein af
þessum sterku konum sem er
svo heillandi að hafa þekkt. Hún
beitti sér fyrir margskonar sam-
félagsumbótum auk þess að vera
virk í stjórnmálum og atvinnu-
sköpun. Glaðvær, hlýleg og
óþreytandi birtist hún mér end-
urtekið.
Fjölskyldu Þórdísar sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Helga Hreinsdóttir