Morgunblaðið - 30.10.2021, Page 32

Morgunblaðið - 30.10.2021, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 2021 Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í krefjandi starf á Þjónustu- og miðlunarsviði. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af verkefnastjórnun og þekkingu á háskóla- eða rannsóknaumhverfi. Þjónustu- og miðlunarsvið ber ábyrgð á þjónustu við notendur, miðlun safnkosts og samskiptum við Háskóla Íslands. Sérfræðingar sviðsins sjá um fræðslu, kynningar og upplýsingaþjónustu, landsaðgang að rafrænum áskriftum, rannsóknagagnasafnið Íris og varðveislusöfnin Opin vísindi og Skemman. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri Þjónustu- og miðlunarsviðs. Helstu verkefni og ábyrgð • Umsjón með rannsóknagagnasafninu Íris (e. Pure) og varðveislusafninu Opin vísindi. Verkefnastjóri situr í stýrihópi Írisar og leiðir vinnuhóp háskólabókasafna um birtingu rannsóknaafurða. • Semur leiðbeiningar og útbýr verkferla sem styðja notendur og vinnur að því að gera efni safnanna sem aðgengilegast. Samantekt tölulegra upplýsinga. • Ráðgjöf, samstarf og samskipti við kerfissala og hagsmunaaðila (bókasöfn, rannsóknasvið háskóla, vísindamenn). • Þátttaka í þróun og skipulagi rannsóknaþjónustu safnsins, fylgist með því sem er efst á baugi varðandi opin vísindi og fræðilega útgáfu. • Önnur verkefni að beiðni yfirmanns. Hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. upplýsingafræði, verkefnastjórnun. • Frumkvæði, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum. • Góð tölvukunnátta. • Góð íslensku og enskukunnátta í ræðu og riti. • Þekking á íslensku háskóla- eða rannsóknaumhverfi er kostur. Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Um 100% starf er að ræða. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 8. nóvember. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun safnsins. Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Tryggvadóttir sviðsstjóri Þjónustu- og miðlunarsviðs, gudrun.tryggvadottir@landsbokasafn.is Verkefnastjóri rannsóknaupplýsinga og opins aðgangs Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn | Þjóðarbókhlöðunni | s. 525-5600 | www.landsbokasafn.is Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er þjóðbókasafn og bókasafn Háskóla Íslands. Safnið er í forystu um öflun, varðveislu og miðlun upplýsinga og eflir þannig menningu, rannsóknir og nýsköpun. Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is Við leitum að reynslumiklum sérfræðingi með ríka öryggisvitund til að takast á við spennandi verkefni á sviði upplýsingatækni í samhentu UT-teymi okkar. Upplýsingatækni gegnir veigamiklu hlutverki í allri starfsemi Landsnets og felur starfið í sér ábyrgð á rekstri allra grunninnviða auk tæknilegra öryggismála. Flutningskerfi raforku á Íslandi treystir á uppitíma og rekstraröryggi tölvukerfanna og því er um krefjandi og ábyrgðarmikið starf að ræða. Umsóknarfrestur er til 13. nóvember 2021. Sótt er um starfið á landsnet.is. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Nánari upplýsingar veitir mannauðsdeild á mannaudur@landsnet.is. Hæfniskröfur • Umfangsmikil reynsla af rekstri mikilvægra innviða í stærri fyrirtækjum • Góð þekking á uppsetningu og rekstri: - sýndarumhverfa og skýjalausna - stýrikerfa netþjóna (Windows/Linux) og SQL-innviða - eldveggja, afritunarlausna og eftirlitskerfa • Góð þekking á net- og upplýsingaöryggi • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð Starfs- og ábyrgðarsvið • Umsjón með daglegum rekstri upplýsingatæknikerfa Landsnets • Eftirlit með afköstum og rekstraröryggi upplýsingakerfa • Þátttaka í innleiðingum og úrbótaverkefnum • Samskipti við þjónustuaðila Landsnets á sviði upplýsingatæknimála Ert þú sérfræðingur í rekstri upplýsinga- tæknikerfa?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.