Morgunblaðið - 30.10.2021, Qupperneq 41
KRAFTLYFTINGAR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Matthildur Óskarsdóttir gerði sér
lítið fyrir og varð í gær heimsmeist-
ari unglinga í klassískri bekkpressu
þegar hún sigraði í -84 kg flokki
stúlkna á heimsmeistaramótinu í
bekkpressu í Vilníus í Litháen.
Matthildur, sem er 22 ára gömul,
er á öðru ári í sjúkraþjálfun í Há-
skóla Íslands og hefur alla tíð lagt
mikla áherslu á hreyfingu en hún
byrjaði að æfa kraftlyftingar þegar
hún var 14 ára.
Hún æfir fimm sinnum í viku,
ásamt því að fara reglulega í fjall-
göngur sem er eitt af hennar aðal-
áhugamálum, en hún var að taka
þátt á sínu öðru heimsmeistaramóti
í klassískri bekkpressu í Litháen.
„Þetta er algjörlega geggjuð til-
finning og ég átti alls ekki von á
þessu, farandi inn í mótið,“ sagði
Matthildur í samtali við Morgun-
blaðið.
„Kórónuveiran setti sinn svip á
undirbúninginn því mótinu var
frestað nokkrum sinnum vegna
heimsfaraldursins. Það átti fyrst að
halda mótið í maí, svo ágúst og svo
var ákveðið að halda það núna í
október og það stóð sem betur fer.
Ég er því búin að vera æfa þessa
mánuði eins og ég sé á leið á heims-
meistaramót.
Það hefur vissulega tekið aðeins
á, að vera orðinn innstilltur á það að
maður sé á leið á stórmót og svo er
það allt í einu blásið af með stuttum
fyrirvara. Á sama tíma var ég líka
mjög spennt fyrir því að keppa loks-
insins á alvörumóti eftir nánast
tveggja ára hlé vegna faraldursins,
og það var því ekkert svo erfitt að
stilla hausinn rétt af þrátt fyrir
nokkrar frestanir,“ sagði Matt-
hildur.
Kom skemmtilega á óvart
Matthildur gerði sér lítið fyrir og
setti Íslandsmet í opnum flokki
kvenna þegar hún lyfti 117,5 kg í
gær.
„Ég ákvað fyrir mótið að einbeita
mér frekar að því að njóta þess að fá
loksins að keppa aftur, frekar en
einhverjar tölur og verðlaunasæti ef
svo má segja. Ég var fyrst og fremst
að hugsa um að fá mínar lyftur gild-
ar og mögulega setja Íslandsmet
þannig að ég var ekki búin að búa
mig undir það að ég yrði í einhverri
baráttu um verðlaun.
Það þyngsta sem ég hef lyft á
móti er 102 kg en eins og ég sagði
áðan eru sirka tvö ár síðan ég keppti
síðast eða í nóvember 2019. Ég hef
verið að vinna með þessar þyngdir,
það er að segja 112,5 kg og 117,5 kg,
á æfingum og ég vissi að ég gæti náð
þessum lyftum þrátt fyrir að fyrsta
lyftan á mótinu væri ógild.“
Skemmtileg tilbreyting
Matthildur háði harða baráttu við
Emmeth Törrönen frá Finnlandi um
gullið en hún og Törrönen hafa áður
mæst á stórmótum.
„Þetta var ótrúlega spennandi
keppni og baráttan var mjög hörð
allt til enda. Við opnuðum á sömu
þyngd, 112,5 kg, og hún fékk gilda
fyrstu lyftu á meðan ég gerði ógilt.
Ég þurfti því að lyfta 112,5 í annarri
lyftu á meðan hún fór upp í 115 kg
sem við náðum báðar. Við reyndum
svo við 117,5 kg í þriðju lyftu þar
sem ég fékk mína lyftu gilda.
Þar sem ég er 150 grömmum
þyngri en hún þurfti ég að vonast til
þess að hún myndi gera ógilt, ann-
ars hefði hún farið með sigur af
hólmi. Hún kom beint á eftir mér og
hjartslátturinn var í 200 slögum
þarna hjá mér um tíma, á meðan ég
fylgdist með henni reyna við lyftuna.
Henni mistókst og þá áttaði ég mig
á því að ég væri orðin heimsmeist-
ari.
Það er gaman að segja frá því að
við mættumst síðast á EM 2019 í
Lúxemborg og þá hafði hún betur.
Ég þurfti að gera mér annað sætið
að góðu fyrir tveimur árum en það
snerist við núna. Það var líka
skemmtileg tilbreyting að horfa nið-
ur á hana á verðlaunapallinum í
þetta skiptið því ég hef litið upp til
hennar mjög lengi.“
Veit hvað hentar best
Heimsmeistarinn nýkrýndi legg-
ur mikla áherslu á heilbrigðan lífs-
stíl og reynir að hreyfa sig á hverj-
um degi.
„Ég æfi og lyfti allt upp í fjórum
sinnum í viku og svo reyni ég líka að
fara í fjallgöngur einu sinni til tvisv-
ar í viku. Það getur stundum verið
smá púsluspil að finna tíma í sólar-
hringnum en ég reyni að hreyfa mig
eins mikið og ég get á hverjum ein-
asta degi. Ég á sem dæmi ekki bíl og
nota því hjólið mitt mikið og það
hjálpar mér líka að halda mér í góðu
formi.
Ég er komin með ágætis reynslu í
þessari íþrótt og veit hvað hentar
mér best hverju sinni. Ég hef þrí-
vegis tekið þátt á heimsmeistara-
mótinu í kraftlyftingum og þetta var
auðvitað mitt annað heimsmeist-
aramót í bekkpressu. Maður er allt-
af að læra eitthvað nýtt og þetta fer
allt í reynslubankann.“
Álpaðist í kraftlyftingar
Kraftlyftingakonan á framtíðina
fyrir sér en hún álpaðist óvænt inn í
íþróttagreinina á sínum tíma.
„Ég byrjaði að æfa fimleika þegar
ég var fimm ára en sneri illa upp á
ökklann á mér þegar ég var byrjuð í
grunnskóla og gat því ekki æft
íþróttina af fullum krafti eftir það.
Þegar ég var fjórtán ára var móðir
mín að æfa hjá kraftlyftinga-
þjálfaranum Ingimundi Björgvins-
syni og ég ákvað að skella mér með
henni á æfingu í eitt skiptið.
Að endingu hafði þjálfarinn meiri
áhuga á mér en mömmu og ég tók
þátt í mínu fyrsta móti sex mán-
uðum eftir að ég mætti á mína
fyrstu kraftlyftingaæfingu. Hlut-
irnir gerðust frekar hratt eftir þetta
enda varð ég algjörlega ástfangin af
íþróttinni á mjög skömmum tíma,“
bætti Matthildur við í samtali við
Morgunblaðið.
Þjálfarinn hafði meiri
áhuga á mér en mömmu
- Matthildur Óskarsdóttir er heimsmeistari unglinga í klassískri bekkpressu
Ljósmynd/IPF
HM Matthildur Óskarsdóttir háði harða baráttu við hina finnsku Emmeth Törrönen um heimsmeistaratitilinn en
svo fór að lokum að Matthildur hafði betur og Törrönen þurfti að sætta sig við silfurverðlaunin í þetta sinn.
Ljósmynd/IPF
1 Heimsmeistarinn Matthildur með
gullverðlaunin um hálsinn.
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 2021
Knattspyrnuþjálfarinn reyndi
Kristján Guðmundsson verður
áfram þjálfari kvennaliðs Stjörn-
unnar en hann hefur nú framlengt
samning sinn við Garðabæjar-
félagið til tveggja ára. Kristján tók
við Stjörnunni í árslok 2018 og
liðið hafnaði í fjórða sæti úrvals-
deildarinnar á nýliðnu keppnis-
tímabili. Stjarnan er fyrsta kvenna-
liðið sem Kristján þjálfar á löngum
ferli en hann var áður með karlalið
ÍR, Þórs, Keflavíkur, HB í Þórs-
höfn, Vals, Keflavíkur, Leiknis í
Reykjavík og ÍBV.
Kristján áfram
hjá Stjörnunni
Morgunblaðið/Eggert
Reyndur Kristján Guðmundsson
hefur þjálfað Stjörnuna í þrjú ár.
Ítalska knattspyrnufélagið Venezia
tilkynnti í gær að samningur
Bjarka Steins Bjarkasonar við fé-
lagið hefði verið framlengdur til
sumarsins 2024. Bjarki, sem er 21
árs gamall kantmaður, kom til Ven-
ezia frá Akranesi síðsumars 2020
og hann tók þátt í að koma liðinu
upp í A-deildina á síðasta tímabili.
Bjarki hefur ekki spilað enn þá í A-
deildinni á þessu keppnistímabili en
verið í leikmannahópi liðsins í flest-
um leikjanna. Bjarki er í 21-árs
landsliði Íslands og á sex landsleiki
að baki í þeim aldursflokki.
Framlengdi til
ársins 2024
Morgunblaðið/Eggert
Feneyjar Bjarki Steinn Bjarkason
verður áfram í röðum Venezia.
Knattspyrnukonan Ólöf Sigríður
Kristinsdóttir er gengin til liðs við
Þrótt í Reykjavík eftir að hafa verið
í láni hjá félaginu frá Val und-
anfarin tvö tímabil.
Þróttarar skýrðu frá þessu í gær
og að Ólöf hafi samið við félagið út
tímabilið 2023 en hún hefur verið í
stóru hlutverki í liði þeirra und-
anfarin tvö ár og skorað 14 mörk í
29 leikjum í úrvalsdeildinni. Ólöf er
aðeins átján ára gömul en hún hef-
ur skorað tíu mörk í 22 leikjum með
yngri landsliðum Íslands.
Þróttur hefur verið á hraðri upp-
leið en liðið hafnaði í 3. sæti á Ís-
landsmótinu á síðasta sumar. Liðið
fór einnig alla leið í bikarúrslita-
leikinn en tapaði þar fyrir Breiða-
bliki.
Þróttarar
halda Ólöfu
Sókndjörf Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
var hættuleg í sókninni hjá Þrótti.
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
Eyjar: ÍBV – Stjarnan ........................... L15
KA-heimilið: KA/Þór – HK.................... L15
Origo-höll: Valur – Haukar .................... S14
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Framhús: Fram U – Stjarnan U ........... S14
Kórinn: HK U – ÍBV U .......................... S15
Origo-höll: Valur U – FH ....................... S18
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Austurberg: ÍR – Valur U ..................... L16
Ísafjörður: Hörður – Haukar U ............ L19
KÖRFUKNATTLEIKUR
VÍS-bikar karla, 16-liða úrslit:
Álftanes: Álftanes – Njarðvík ................ S16
Smárinn: Breiðablik – Valur .................. S19
Sauðárkr.: Tindastóll – Stjarnan...... S19.30
HS Orkuhöll: Grindavík – Höttur ......... S20
VÍS-bikar kvenna, 16-liða úrslit:
Blue-höll: Keflavík – Fjölnir.................. L16
Hveragerði: Hamar/Þór – Þór Ak ........ L16
MG-höllin: Stjarnan – Ármann ............. L17
Borgarnes: Skallagr. – Njarðvík...... L19.15
Stykkishólmur: Snæfell – KR........... S13.30
Smárinn: Breiðablik – Tindastóll .......... S16
TM-hellir: ÍR – Aþena/UMFK .............. S17
Ásvellir: Haukar – Grindavík............ S17.30
GLÍMA
Íslandsmót fullorðinna og 15 ára og yngri
fara fram í íþróttamiðstöðinni í Vogum í
dag og hefjast klukkan 10.
UM HELGINA!
Þýskaland
Hoffenheim – Hertha Berlín ................... 2:0
B-deild:
Heidenheim – Schalke ............................ 1:0
- Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik-
inn með Schalke.
Spánn
C-deild:
Real Madrid B – Villarreal B ................. 2:1
- Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á hjá
Real á 82. mínútu.
Noregur
B-deild:
KFUM Ósló – Aalesund........................... 2:4
- Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn
með Aalesund.
Sandnes Ulf – Sogndal ............................ 0:2
- Emil Pálsson kom inn á hjá Sandnes á
54. mínútu.
Danmörk
B-deild:
Lyngby – Helsingör................................. 0:0
- Sævar Atli Magnússon kom inn á hjá
Lyngby á 85. mínútu en Frederik Schram
var ekki í leikmannahópnum. Freyr Alex-
andersson þjálfar liðið.
Hobro – Esbjerg....................................... 2:6
- Ísak Óli Ólafsson lék allan tímann með
Esbjerg en Andri Rúnar Bjarnason er
meiddur.
England
B-deild:
QPR – Nottingham Forest...................... 1:1
>;(//24)3;(