Morgunblaðið - 30.10.2021, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 30.10.2021, Qupperneq 48
Afrekshugur er félag um fjársöfnun til gerðar afsteypu af höggmynd Nínu Sæmundsson Spirit of Achievement, Afrekshuga, sem hefur staðið fyrir ofan anddyri Waldorf Astoria hótelsins í New York síðan 1931. Félagið vill reisa afsteypuna á Hvolsvelli í samstarfi við sveitarstjórn Rangárþings eystra til ævarandi minningar um frægustu listakonu héraðsins, fyrstu íslensku konuna sem gerði höggmyndalist að ævistarfi og naut alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir verk sín. Ríkisstjórn Íslands styrkti afsteypuna fyrr á þessu ári um 4 milljónir og með styrkjum frá einstaklingum og fyrirtækjum stendur söfnunarfé nú í 5.6 milljónum. En heildarkostnaður við afsteypugerð og uppsetningu er um 8 milljónir, svo enn er nokkuð í land. Við viljum því hvetja einstaklinga og fyrirtæki um land allt að styrkja þetta verðuga verkefni og senda nafn og kennitölu á netfangið afrekshugur@gmail.com. Greiðslubeiðni að upphæð kr. 5.000 verður þá send í heimabanka viðkomandi. Einnig er hægt að tilgreina hærri upphæð í sama pósti. Stjórn Afrekshuga skipa: Friðrik Erlingsson, rithöfundur. Guðjón Halldór Óskarsson, organisti og stjórnandi Karlakórs Rangæinga. Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari og þýðandi. Anton Kári Halldórsson, oddviti sveitarstjórnar Rangárþings eystra. Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir, listmálari. AFREKSHUGA HEIM! AFREKSHUGUR Styrktarfélag fyrir afsteypu og uppsetningu á Hvolsvelli af verki Nínu Sæmundsson Spirit of Achievement / Afrekshugur Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hjónin Kristján Stefánsson og Steinunn Margrét Lárus- dóttir eru bæði lögmenn og hann með málflutningsrétt- indi fyrir Hæstarétti. Þrír synir þeirra eru líka hæsta- réttarlögmenn og vinna með föður sínum hjá KRST lögmönnum í Hafnarhvoli í Reykjavík og sá fjórði, sem er jarðfræðingur að mennt og sérfræðingur í byggingar- framkvæmdum, er nýbyrjaður að vinna á stofunni með föður sínum og bræðrum. „Ég beitti útilokunaraðferð- inni, mér fannst fráleitt að elta vini mína í læknisfræðina og lögfræðin varð því fyrir valinu en ég hafði engin áhrif á námsval sonanna, þeir fundu fjölina sína sjálfir,“ segir Kristján. „Fyrirtækið er með víðtæka starfsemi og hér hafa þeir næg verkefni við hæfi.“ Kristján útskrifaðist úr lögfræðideild Háskóla Íslands 1974. Hann stofnaði eigið fyrirtæki 1. júní 1975 og hefur rekið það síðan. „Ég var ekki með tilskilin málflutnings- réttindi og því skráði ég mig hjá Hilmari Ingimundar- syni vini mínum. Hann leppaði fyrir mig þar til ég var kominn með réttindin skömmu síðar, en við deildum skrifstofu þar til hann féll frá 2010.“ Stefán Karl byrjaði að vinna með föður sínum 2006, Páll gekk til liðs við þá 2009, Jón Bjarni 2011 og Gunnar um nýliðin mánaðamót. „Við rekum þessa lögmannsstofu saman,“ áréttar Kristján. „Auk þess að veita fjölþætta þjónustu erum við með húseigendaþjónustufélagið Fjöl- eignir. Áhrifamenn í KR Fjölskyldan hefur alla tíð verið náin,“ segir Kristján, sem fæddist í Valhöll á mótum Hringbrautar og Suð- urgötu og hefur ávallt búið í Vesturbænum. Sömu sögu er að segja um búsetu sonanna, nema hvað Páll er ný- fluttur í Hafnarfjörð. Þeir hafa allir látið að sér kveða í Knattspyrnufélagi Reykjavíkur. Skákdeild félagsins var stofnuð 1999 og hefur Kristján verið formaður hennar frá byrjun. Hann segir að starfsemin hafi verið mjög öflug en utanaðkom- andi þættir eins og covid hafi sérstaklega bitnað á barna- og unglingastarfinu. „Við höldum skákkennslunni gang- andi enda er þetta mikilvæg starfsemi, vel til þess fallin að vera lím í góðu og stóru félagi.“ Páll er formaður knattspyrnudeildarinnar, Jón Bjarni er ritari aðal- stjórnar og báðir eru þeir í byggingarnefnd félagsins. Stefán Karl var lengi fótboltaþjálfari yngri flokka og Gunnar er nú í því hlutverki. „Strákarnir mínir og vinir þeirra stofnuðu Knatt- spyrnufélag Vesturbæjar við eldhúsborðið heima fyrir 17 árum og ég held að það sé mjög góð vagga fyrir KR, en Palli var fyrsti formaður og þjálfari KV,“ vekur Kristján athygli á. „Skrifstofan og KR eru okkar annað heimili og segja má að við höfum aldrei farið að heiman, nema hvað ég hef átt fast sæti daglega við háborðið á Kaffivagninum í 30 ár.“ Morgunblaðið/Unnur Karen Í Hafnarhvoli Frá vinstri: Páll, Gunnar, Kristján, Jón Bjarni og Stefán Karl á skrifstofunni í Tryggvagötu. Leita ei langt yfir skammt - Faðir og þrír synir hæstaréttarlögmenn á sömu stofu - Fjórði sonurinn fræðingur í öðru fagi og vinnur með þeim Í Landsrétti Páll, Stefán Karl, Kristján og Jón Bjarni. Bassaleikarinn Ingibjörg Elsa Turchi og hljómsveit hennar halda stofutónleika á Gljúfrasteini á morg- un, sunnudag, kl. 16. Sveitina skipa, auk Ingibjargar, þeir Tumi Árnason á saxófón, Magnús Trygvason Eli- assen á trommur, Hróðmar Sigurðsson á gítar og Magnús Jóhann Ragnarsson á píanó. Ingibjörg gaf út sína fyrstu breið- skífu, Meliae, í fyrra og hlaut hún Kraumsverðlaunin og var valin plata ársins af Morgunblaðinu og hlaut fimm stjörnur í gagn- rýni. Ingibjörg hlaut auk þess tvenn verðlaun á Ís- lensku tónlistar- verðlaununum fyrir árið 2021 og var platan tilnefnd til Hyundai Nordic Music Awards fyrr á árinu. Ingibjörg og hljómsveit koma fram á stofutónleikum á Gljúfrasteini LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 303. DAGUR ÁRSINS 2021 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.268 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Matthildur Óskarsdóttir gerði sér lítið fyrir og varð í gær heimsmeistari unglinga í klassískri bekkpressu þegar hún sigraði í -84 kg flokki stúlkna á heimsmeist- aramótinu í bekkpressu í Vilníus í Litháen. Matthildur, sem er 22 ára gömul, er á öðru ári í sjúkraþjálfun í Há- skóla Íslands og byrjaði að æfa kraftlyftingar þegar hún var 14 ára. „Þetta er algjörlega geggjuð tilfinning og ég átti alls ekki von á þessu, farandi inn í mótið,“ segir Matthildur meðal annars í samtali við Morgunblaðið. »41 Nemi í sjúkraþjálfun varð heims- meistari unglinga í bekkpressu ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.