Lindin

Årgang

Lindin - 03.02.1954, Side 6

Lindin - 03.02.1954, Side 6
o Skógarmanna, nýstofnaður og í andarslitrunum, 3 lög af miklum dugn- aði. Þá voru sýndar kinar fegurstu litmyndir úr Skóginum, en að lokuift kaföi Benedikt Jasonarson hugleiðingu. Þessa hátíð sátu 10Ö Skógarmenn, en inn komu í Skálasjóð kr. 206,06. Árshátíðin fyrir eldri Skógarmenn var haldin daginn eftir. Var þar fjölmenni hið mesta og margt göfugra gesta. Pormaður Skógarmanna setti há tíðina með ávarpi og bæn. Næst kom munnhörpu- ferlegheitin, - fyrirgefið prentvillima, forleil<urinnt sem var á fyrri hátíðinni. Síðan fluttu nokkrir Skógaxmenn á ýmsum aldri þátt um fuglana £ Skóginuip, samfellda dagskrá, upplestur og tónleika,-f eins og það heitir í Útvarpinu. Var að því góður rómur gerr, eins og reyndar öllu, sem fram fór, því Skógarmenn og gestir þeirra kunna alla háttvísi ( þó henni sé kannske ekki alltaf heitt í óhófi!! ). Næst kom svo kennsla í læknislist, eins og á fyrri hátíðinni. Vakti þátturinn nú enn meiri kátínu en kvöldið áður. Pengu fjöldamargir hæði innantökur og magaverki, - af hlátri, en ekki .. llæknisráðum. Síðan var veitt kaffi, til þess að menn gætu vætt kverkarnar eftir hlátursrókurnar. Þá kom fram karlakórinn frá því um kvöldið áður afturgenginn og söng sömu lögin, við mikinn orðstýr. Síðan voru snædd epli, en þá var litmyndasýning. Síöan voru snædd epli, en þá var litmyndasýning. Síðan var orðið gefið laust og nokkrir tólu til máls, aðallega gestir, - af því að þar er góður og gamall íslenzkur siður aö þakka fyrir sig. Þá lók Gústaf Jóhannesson mjög fagurlega á orgelið, en síra Friðrik endaði svo hátíðina. Hátíöina sátu 210 Skógarmenn og 39 borösgejstir, en inn í skála- sjóð komu kr. 1 .067,26.

x

Lindin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.