Lindin

Árgangur

Lindin - 01.04.2010, Blaðsíða 3

Lindin - 01.04.2010, Blaðsíða 3
Áfram að markinu Skógarmenn KFUM hafa um árabil gefið út blaðið Lindina sem kemur jafnan út einu sinni á ári. Sú breyting verður ekki á þetta árið, enda starf Vatnaskógar mikið og mikilvægt að senda velunnurum Vatna- ÞorkeiiGunnarsigurbjomsson skógar fréttir af starfinu auk skemmtilegra greina. Að minnsta kosti er það von okkar sem komum að Lindinni þetta árið, að blaðið höfði til lesenda. Rekstur Vatnaskógar hefur ekki farið varhluta af efnahags- ástandinu í landinu, en þar spila inn í framkvæmdir við nýbygg- ingu Birkiskála, hækkað verð á matvöru og margt fleira. Hver króna sem gefin er til starfsins er því mikilvæg og vel þegin, en eins skiptir allt sjálfboðastarf í þágu sumarbúðanna verulegu máli. Umfram allt gengur starfið vel og við Skógarmenn lítum björtum augum til framtíðar og höldum áfram að markinu! Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson Lindin er prentuð í 1.500 eintökum og er dreifð til vel- unnara Vatnaskógar. Hafir þú ekki fengið blaðið sent en hefur áhuga á því, benda Skógarmenn á að senda tölvupóst á Ársæl Aðalbergsson, framkvæmdastjóra, arsaell@kfum.is, og óska eftir því að fara á póstlista Lindarinnar. Útgefandi: Skógarmenn KFUM. Ábyrgðarmaður: Ársæll Aðalbergsson. Ritstjóri: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson. Greinaskrif: Ársæll Aðalbergsson, Guðni Már Harðarson, Jón Ómar Gunnarsson, Ólafur Sverrisson og Þráinn Haraldsson. Ljósmyndir: Haraldur Guðjónsson (hag). Umbrot og útlitshönnun: Bjarni Kjartansson. Prentun: Oddi. Lindin 3

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.