Stýrimaðurinn - 04.05.1938, Blaðsíða 1

Stýrimaðurinn - 04.05.1938, Blaðsíða 1
STÝRIMAÐURINN MIÐVIKUDAGINN 4. MAÍ 1938 Greinagerð stjórnar og samninga- nefndar Stýrimannafélags íslands um deiluna við atvinnurekendur. Stjórn og samninganefnd Stýrimannafélags Islands þyk- ir hlýða að gera nokkuö nán- ari grein fyrir deilu þeirri, sem stýrimenn á verzlunar- skipaflotanum eiga nú í við atvinnurekendur, en áður hef-' ir komið fram opinberlega. Þykir okkur þetta því fremur sjálfsagt, þar sem fram hafa komið ýmsar rangfærslur í blöðum og verulegar tilraun- ir verið gerðar til að blekkja almenning. Vinna stýrimanna. Á verzlunarskipunum, að varðskipunum meðtöldum, munu vera starfandi um 40 stýrimenn. Þessir menn eru allir í Stýrimannafélagi ís- lands. Félagið var stofnað ár- ið 1919 og telur það nú milli 60 og 70 félagsmenn, og eru í því svo að segja allir þeir, sem lokið hafa meira prófi, og hafa réttindi til að vera stýrimenn í utanlandssigling- um. Til þess að geta orðið stýri- menn þurfa menn auk þriggja vetra skólanáms nú, áður tveggja, að hafa verið hásetar í þrjú ár. Með þjóðum, þar sem mikið er um siglingar og mörg skip eru menn skamman tíma þriðju stýrimenn,' en á því er venjulega byrjað, og komast því mjög fljótt upp í það að verða aðrir stýrimenn, aðrir stýrimenn fyrstu stýrimenn og fyrstu stýrimenn skipstjór- ar, en með okkur íslending- um er allt öðru máli að gegna, hér er skipakostur lítill, og því lítið um breytingar, og stýri- menn hækka ekki í stöðum. Þannig er það, að hjá Eim- skipafélagi Islands eru sumir fyrstu stýrimenn komnir að sextugu, en aldurshámarkið er 60 ár, þriðju stýrimennirnir sumir eru menn um fertugt, og sjá ekki fram á, að neinar breytingar geti orðið á stöðu þeirra og þá einkum eftir að stjórn Eimskipafélagsins gekk inn á þá braut, að veita ein- um skipstjóra, sem er orðinn sextugur, leyfi til að halda áfram starfi og hélt stjórn fé- lagsins þar með sig ekki að reglugerð, sem hún sjálf á sín- um tíma samdi. Afleiðingin af þessari ráðstöfun er vitanlega sú, að sá stýrimaður, sem hafði átt að verða skipstjóri við brottför þessa manns, heldur áfram að vera 1. stýrimaður, sá annar stýrimaður, sem hefði átt að fá stöðu fyrsta stýrimanns heldur áfram að vera annar stýrimaður og þriðji stýrimaður, sem hefði átt að vera annar stýrimaður sá vonir sínar að engu orðn- ar og verður áfram að vera í sinni stöðu. Með þessu þykjumst við hafa sýnt fram á það, að framamöguleikar stýrimanna eru afar litlir, og alt aðrir en stjórn Eimskipafélagsins hefir viljað vera láta á und- anförnum árum, þegar hún hefir samið við stýrimenn. Kaup stýrimanna og kjör. í samningum stýrimanna, við Eimskipafélögin, er vinnu- tíma þeirra engin takmörk sett, nema þegar skipin liggja 1 Reykjavík, þá eiga þeir 2. og 3. stýrimaður að vera um borð sinn sólarhringinn hvor. Nú kemur það oft fyrir, að meðan skipin eiga að vera í Reykjavík, eru þau send til Akraness og Keflavíkur og falla frídagarnir þá niður hjá stýrimönnum, sem eru þó ekki raunverulegir frídagar, vegna þess að hlutaðeigandi stýri- maður hefir áður verið 24 klst. um borð við eftirlit á skipi og farmi. Það er því hin herfilegasta blekking, þegar því er haldið fram, að stýri- menn fái á þennan hátt 30 daga frí á ári, eða hvað mundi almenningur segja um það, ef hann að vinnu lokinni að deginum, ætti svo að gæta vinnustaðarins að nóttunni og það ætti að teljast honum hvíld og frí? Á öðrum stað hér í blaðinu eru birtar tvær töflur, er sýna vinnutíma stýrimanna á tveim- ur skipum. Samkvæmt þeim er meðal vinnutími stýrimann- anna á sólarhring 12,5 klst. eða meira en helmingur sólar- hrings alla daga mánaðarins, — eða milli 14 og 15 klst. á hverjum rúmhelgum degi mánaðarins. Er nauðsynlegt að vinnu- tíminn sé svona langur hjá stýrimönnum? Að okkar áliti er það alveg óþarft og ó- heppilegt með tilliti til örygg- is skipa og farþega. Enda er deila sú, er við stöndum nú í fyrst og fremst um það, að fá þessu breytt, fá vinnu-i tíma stýrimanna ákveðinn, eins og hjá öðrum mönnum. Uppsögn samninganna. Samningar stýrimanna voru isíðast gerðir 1934. Þessum samningum var sagt upp einróma af stýri- mönnum fyrir síðustu áramót og áttu samningar að vera komnir á aftur fyrir 1. apríl. Þegar samningaumleitanir skyldu hefjast, stóð togara- deilan, sem hæst, og töldu báðir aðilar að rétt væri að láta viðræður ekki hefjast fyr en henni væri lokið. Viðræður hófust ekki fyr en síðast í marz. Á fyrsta samningaumleit- ana fundinum, lögðum við, sem skipum stjórn og samn- inganefnd Stýrimannafélags- ins fram uppkast að samningi milli Stýrimannafélagsins og Eimskipafélagsins og lýstum því jafnframt yfir, að höfuð- áhersluna legðum við á tak- mörkun vinnutímans og að vinnutíminn yrði ákveðinn svipaður því, sem hann er á norskum, dönskum og sænsk- um skipum, og loks það, að fyrir það, sem unnið væri fram yfir hinn ákveðna vinnutíma væri greitt aukalega. Þá gerðum við kröfu til þess, að þegar stýrimenn gengju ekki upp í stöðum, vegna þess að skipstjórar halda áfram starfi, eftir tilskilið aldurshá- mark 60 ár, þá hækki laun stýrimanna um 5 af hundraði og sú launauppbót héldist meðan umrætt fyrirkomulag væri. Einnig gerðum við kröfu til þess, að þegar stýrimenn leysa af í fríum eða af öðrum orsökum, þá fái sá stýrimaður, er leysir af, sömu laun og sá er gegndi starfinu. Og loks g^erðum við kröfu til þess að laun stýrimanna hækkuðu, sem svaraði því, er dýrtíðin hefði aukist frá því 1934, til- tölulega mest hjá 3. stýri- manni, sem var lægst launað- ur, en minna hjá 1. og 2. stýrimanni, sem hafði hærri laun, en þannig að heildar- hækkunin á öllu kaupinu sam- svaraði því, sem dýrtíðin hefði aukist. Alla tíð, meðan samninga- umleitanirnar fóru fram var því þó stöðugt lýst yfir, af okkur, að væri unt að leysa vinnutímaspursmálið á viðun- andi hátt, myndu önnur atriði auðleystari. En við þessu var ávalt sama svarið, eins og raunar öllu því, sem farið var fram á, að Eimskipafélags- stjómin væri fús til þess að 1

x

Stýrimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stýrimaðurinn
https://timarit.is/publication/1664

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.