Eldhúsbókin - 10.11.1962, Qupperneq 3

Eldhúsbókin - 10.11.1962, Qupperneq 3
Þeear yfirlcðrið á skónum er orðið mislitt oe liótt. oft veena bess að skóáburðurinn hefur festst ofan í leðrið, er eott að hreinsa bá úr blöndu af miólk oe terpentínu, en burrkið skóna vel á eftir með klút. Það er óbarfi að vera með rabarbara. eða beriabletti á höndunum í sultutíðinni. Núið hend- urnar með ediki, áður en bið hefjið sultu. eða saft- eerðina, oe bá er auðvelt að bvo blettina af hönd- unum á eftir. Ef þér eigið gamalt cldhúsþrep, sem þér notið ekki lengur, skuluð þér ekki fleygja því, því að gera má úr þrepinu hið alira skemmtilegasta blóma- borð! Málið það og styttið e. t. v. eitthvað og setjið svo ýmsar stofujurtir ofan á það og í þrepin! Það er hægt að nota sí- trónu til margra hluta meðal annars til að ná ávaxtablettum úr Iíni. Hellið fyrst vatni yfir blettinn, kreistið síðan nokkra dropa úr sítrónu yfir hann. Endurtakið betta, ef bletturinn hverf- ur ekki strax. Naglabursti er miklu hentugri en fatabursti til að bursta með: göturyk, húsgagnaáklæði og gólf- teppi. 1 Ef þið látið epli andartak ofan í heitt vatn, áður en það er afhýtt — má segja, að hýðið losni af sjálfu sér, og minna fer til spill- is með hýðinu. Eggjahvítublettir eru þvegnir af með köldu vatni. Ef eggjahvítan er orðin hörð, þá leggið blautan klút yfir blettinn, þangað til eggjahvítan er lin og þvoið bletti svo af. Eggjarauða er þvegin af með vatni og sápu. 1 Hér kem ég með skemmti- lega hárgreiðslu fyrir telp- una ykkar. f þessari hár- greiðslu er allt hárið greitt frá enninu og eyrunum. Hárinu að framan er safnað saman uppi á höfðinu í langa spennu. Hárið fellur því næst frjálst í hnakkan- um og endar í lausum lokk- um. Þeir, sem drckka te, vita að sitróna lýsir teið. Tebletti lýsum við mcð sítrónusafa og þvoum svo úr volgu vatni. Ásta. ELDHÚSBÓKIN 83 í GUFUBAD V________________J Finnar visa til gufubaðs sins, „sauna“, þegar tal- að er um fegurðar- og heilsulyf fyrir húðina og likamann yfirleitt. Við skulum lœra af Finnunum og gera það að reglu að fara í gufubað að minnsta kosti einu sinni í viliu, þótt ekki sé nema með and- lit og háls. Húðin verður falleg og hrein. Ef við látum te af kamillu, blóðbergi eða rósmary í vatn- ið, eykur það áhrif gufunnar, og við fyllumst unaði og vellíðan. Ofangreind efni œttu að fást i næstu lyfjabúð. Hreinsið fyrst hálsinn og and- litið mjög vel, helzt tvisvar sinnum, þannig að þið séuð alveg vissar um, að húðin sé fullkomlega hrein. Fjarlægið vandlega hverja ögn af hreinsikreminu., það er mjög mikilvægt. Á meðan kremið er að verka, sjóðið þið vatn í hraðsuðukatlinum. Vatnið er síðan látið í fat, sem áður hefur verið hitað upp. Látið fatið standa á lágu borði. í sjóðandi vatnið látið þið eina matskeið af kamillu, blóðbergi eða rósmarý. Þau efni fást í lyfjabúðum í te- formi og auka sannarlega á vellíðan. Vatnsgufan hefur löngum verið þekkt sem ein- stakt feCTurðarlyf. Þið finnið hvernig gufan þrengir sér djúpt inn í holurnar og hreinsar þær á bezta hátt. Húðin verður ótrúlega slétt, mjúk og hrein. Sitjið á stól og beygið ykk- ur yfir fatið þannig, að gufan nái einnig á hálsinn og axl- irnar. Breiðið stærsta og þétt- asta baðhandklæðið ykkar yfir ykkur eins og tjald. Þannig að ekkert af gufunni sleppi út, án þess að þið hafið not af henni. Yfir hárið getið þið látið baðhettu eða slegið tvær flugur í einu höggi með því að vefja því fyrst upp og fara síðan í gufubað. Fullvissið ykkur um, að handklæðið haldi inni allri gufunni. Andið djúpt og ró- lega, því að te-gufan hreins- ar einnig nasirnar og hálsinn að innan, og getur jafnvel dregið úr ofkælingu, sem er á byrjunarstigi. Slakið á og lát- ið ykkur dreyma vel í fimm mínútur, á meðan húðin nýt- ur góðs af gufubaðinu. Þegar því er lokið, þurrkið þið and- litið og hálsinn varlega með hreinum klút. Lokið svitahol- unum með hreinu, köldu vatni og þurrkið vel. Eftir slíkt gufuþað ættuð þið að forðast allt krem (meik-up), a. m. k. í nokkrar klukkustundir, meðan andlitið er að jafna sig. Fyrst ættuð þið að fá ykkur slíkt gufubað í þrjá daga í röð, en síðan á vikufresti.

x

Eldhúsbókin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eldhúsbókin
https://timarit.is/publication/1667

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.