Morgunblaðið - 13.01.2022, Page 1

Morgunblaðið - 13.01.2022, Page 1
Búðu þig undir spennandi framkvæmdagleði Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is Umsóknarfrestur er til 17. janúar 2022. Með umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Nánari upplýsingar veitir Valka Jónsdóttir á mannaudur@landsnet.is. Hefur þú áhuga á skipulagsmálum, umhverfinu og spennandi samskiptum við alls konar fólk? Þá gæti þetta verið starfið fyrir þig. Við leitum að kröftugri og orkumikilli manneskju sem vill bætast í hópinn og taka þátt í að leiða verkefnin okkar í gegnum undirbúningsferli. Starfið er afar fjölbreytt og felur meðal annars í sér utanumhald verkefna, umsjón með hönnun, umhverfismatsvinnu og skipulagsmálum, samskipti við ráðgjafa, áætlanagerð og þátttöku í samráði við hagsmunaaðila vítt og breitt um landið. Við erum lykilinnviður þjóðarinnar og allt okkar starf snýst um að miðla orku sem drífur áfram lífsgæði og sköpunarkraft samfélagsins til framtíðar. Við leggjum áherslu á virðingu, samvinnu og ábyrgð. Við erum framsækið þekkingarfyrirtæki sem býður kraftmiklu starfsfólki spennandi verkefni við aðstæður þar sem umhyggja, jafnrétti og öryggi eru í fyrirrúmi. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf í verk- eða tæknifræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun er æskileg • Reynsla af framkvæmdum er æskileg • Framúrskarandi samskipta- og skipulagsfærni • Frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæði í starfi Verkefnastjóri undirbúnings framkvæmda Leitað er að öflugum einstaklingi sem býr yfir frumkvæði og metnaði sem nýtist í krefjandi starfi í fjölbreyttu og skapandi umhverfi. Í starfinu felst mótun markaðs- og kynningarstarfs safnsins í samráði við safnstjóra sem er næsti yfirmaður. Verkefnin eru meðal annars kynning einstaka viðburða safnsins og markaðssetning þeirra verkefna sem safnið stendur fyrir gagnvart ólíkum markhópum, s.s. ferðamönnum og fjölbreyttum hópum borgarbúa. Listasafn Reykjavíkur er lifandi og framsækinn vettvangur þar sem tækifæri gefst til að kynnast fjölbreytileika myndlistar og öðlast dýpri skilning á sögulegu, félagslegu, menningarlegu og listrænu samhengi sköpunarverka listamanna. Safnið er til húsa á þremur stöðum í Reykjavík: í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni við Sigtún. Helstu verkefni og ábyrgð: - Umsjón með markaðs- og kynningarmálum - Samskipti við innlenda- og erlenda fjölmiðla - Gerð kynningarefnis og birtingaráætlun fyrir alla miðla - Ritstjórn vefs og annarra samfélagsmiðla safnsins - Samskipti við hönnuði og þróun vörumerkis safnsins - Fjáröflun og gerð samstarfssamninga sem skapa tekjur fyrir safnið - Þátttaka í öðrum verkefnum sem tengjast rekstri og þjónustu safnsins Menntunar og hæfniskröfur: - Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á háskólastigi æskilegt - Reynsla af markaðs- og kynningarstörfum - Reynsla af textaskrifum og miðlun upplýsinga - Mjög góð færni í íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli - Góð tölvukunnátta, þekking á innsetningu efnis á heimasíður og samfélagsmiðla - Leikni í mannlegum samskiptum, hugmyndaauðgi og sveigjanleiki - Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfileiki Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar 2022. Launakjör eru skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, í síma 411-6400 eða með því að senda fyrirspurnir á olof.kristin.sigurdardottir@reykjavik.is Athugið að umsóknum skal fylgja ferilskrá, upplýsingar um umsagnaraðila og kynning- arbréf þar sem umsækjendur gera grein fyrir hæfni sinni í umrætt starf með hliðsjón af hæfniskröfum. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að skila umsókn á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Markaðs- og kynningarstjóri Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Listasafn Reykjavíkur auglýsir laust til umsóknar starf markaðs- og kynningarstjóra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.