Morgunblaðið - 13.01.2022, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2022
Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu í
markaðs- og fjáröflunardeild Slysavarnafélagsins
Landsbjargar.
Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landsamtök
björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi.
Félagið er ein stærstu samtök sjálfboðaliða á
Íslandi.
Slysavarnafélagið Landsbjörg leitar að einstaklingi með
menntun/reynslu til að vinna með markaðs- og fjáröflu-
nardeild félagsins að markaðs- og fjáröflunarstarfi þess.
Um 100% starf er að ræða.
Helstu verkefni eru:
• Koma að markaðsstarfi félagsins
• Taka þátt í mótun á markaðsstefnu félagsins
• Þróun á nýjum og núverandi fjáröflunarleiðum
• Utanumhald um stafrænar herferðir
• Áætlunargerð fyrir stafræna miðla
• Vinna með efni til birtingar á stafrænum miðlum
• Markaðsgreining
• Önnur tilfallandi störf
Hæfniskröfur:
• Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
• Góð reynsla og þekking á stafrænni markaðssetningu
• Reynsla af vinnslu á grafík og texta (content)
• Þekking á Google Ads og Facebook Ads
• Reynsla af fjáröflunarstörfum æskileg
• Kunnátta á vefgreiningu og leitarvélabestun
• Góð almenn tölvukunnátta
• Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
• Liðshugsun og þekking á félagsstörfum
• Góð samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund
• Hreint sakavottorð
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar um starfið veitir Gunnar Stefánsson,
skrifstofustjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar,
í síma 570 5900 eða gunnar@landsbjorg.is
Umsóknir ásamt ferilskrá óskast sendar á netfangið
starf@landsbjorg.is fyrir 18. janúar 2022
Sérfræðingur í stafrænni
markaðssetningu
Stjórnarráð Íslands
Félagsmálaráðuneytið
Forstjóri Gæða- og eftirlits-
stofnunar velferðarmála
Félagsmálaráðuneytið leitar að drífandi leiðtoga sem hefur áhuga á að byggja upp nýja
stofnun.
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hefur eftirlit með gæðum þjónustu sem er veitt á
grundvelli laga um barnavernd, laga um Barna- og fjölskyldustofu, laga um félagsþjónustu
sveitarfélaga, laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, laga
um málefni aldraðra, laga um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, laga um þjónustu-
og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og
heyrnarskerðingu og laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Helstu verkefni stofnunarinnar er útgáfa rekstrarleyfa, frumkvæðiseftirlit með gæðum
þjónustu, afgreiðsla kvartana yfir þjónustu, beiting viðurlaga við brotum á reglum og þróun
gæðaviðmiða. Stofnunin tók við gæða- og eftirlitsverkefnum frá Gæða- og eftirlitsstofnun
félagsþjónustu og barnaverndar og eftirlitsverkefnum frá Barnaverndarstofu.
Umsóknarfrestur er til 27. janúar 2022.
Nánari upplýsingar um starfið má finna á starfatorgi Stjórnarráðsins, www.starfatorg.is
Félagsmálaráðuneytinu,
6. janúar 2022.
Skorri ehf. leitar að laghentum framtíðar-
starfsmanni í afgreiðslu og þjónustustörf
Þarf að geta byrjað sem fyrst.
Vinnutími er mán.-fös. kl. 8.15-17.30.
Umsóknir sendist á netfangið
larus@skorri.is fyrir 17. janúar 2022.
Job Opportunity
The Embassy of Finland in Reykjavík is looking to
recruit a PROPERTY MANAGER/ DRIVER.
More details on the position, the skills and
experience we are looking for can be found
here: www.finland.is
The closing date for applications is 23 January
2022.
Nortek leitar að
tæknimanni
Skemmtilegt og fjölbreytt vinnuumhverfi sem felur í
sér uppsetningu, þjónustu og viðhald á öryggis- og
ýmsum sérhæfðum tæknilausnum.
Hæfniskröfur
• Menntun í rafeindavirkjun, rafvirkjun eða sambærileg
menntun er kostur
• Sjálfstæði vinnubrögð
• Færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
• Góð tölvukunnátta og færni í uppsetningu forrita
Um Nortek
Nortek er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður
heildarlausnir í öryggismálum fyrir fyrirtæki, stofnanir
og útgerðir.
Við leggjum mikla áherslu á persónulega þjónustu og
erum sífellt með þarfir viðskiptavinarins í huga.
Starfsmenn hjá félaginu hafa það að leiðarljósi að veita
framúrskarandi þjónustu, vinna saman sem ein heild
og hafa gaman í vinnunni.
Fyrirspurnir sendast á eythor@nortek.is
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is
Árangur fyrirtækja ræðst af þekkingu, getu og reynslu
starfsmanna. Hver einstök ráðning er mikilvæg fjárfesting
og er hagur bæði fyrirtækis og viðkomandi einstaklings
að vel takist til.