Morgunblaðið - 11.02.2022, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022
Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María WinkelJónasdóttir Blaðamenn Marta María Winkel Jónasdóttir mm@mbl.is, Elínrós Lín-
dal elinros@mbl.is, Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Auglýsingar Jón Kristinn Jónsson jonkr@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Forsíðumyndina
tók Arnór Trausti
Þ
að hefur alltaf verið ævintýrablær yfir franska tískuhúsinu Chan-
el sem Gabrielle Chanel, eða Coco eins og hún var kölluð, stofnaði
1913. Hún hugsaði öðruvísi en samtímakonur hennar, en í stað
þess að leggja áherslu á hjónaband og barneignir ákvað hún að
fara aðra leið. Það eru eflaust margar ástæður fyrir því en ein
þeirra er kannski sú að hún missti mömmu sína þegar hún var lítil
og pabbi hennar treysti sér ekki til að ala hana upp einn síns liðs og fór með
hana á munaðarleysingjahæli. Hún átti því ekki heilbrigðar fyrirmyndir um
hamingjuríkt fjölskyldulíf og hjónaband. Þessi hegðun pabba hennar hefur
kannski ekki aukið trú hennar á karldýr heimsins.
Hún hafnaði þó ekki ástinni og átti í nokkrum ástarsamböndum á lífsleiðinni,
en hún var einmitt í einu slíku þegar hún hóf rekstur hattabúðar við Rue Cam-
bon 31 í París. Hattabúðin þróaðist út í það að framleiða og hanna föt sem áttu
eftir að slá í gegn.
Chanel gjörbreytti tískuheiminum þegar hún fór að hanna og framleiða föt
úr teygjuefni. Þetta gerðist á meðan fyrri heimsstyrjöldin geisaði en þá var
efnisskortur í heiminum en teygjuefni var fáanlegt ef fólk notaði það í atvinnu-
skyni. Viðskiptakonan sem hún var sá sér leik á borði og fór að framleiða kven-
fatnað úr teygjuefni sem áður hafði aðallega verið notað í herranærföt. Þetta
gjörbreytti stemningunni, en fyrir þennan tíma höfðu konur gengið í fötum
sem voru sniðin úr stífum efnum, og ýtti kannski undir einhver ævintýri.
„I make fashion women can live in, breath in, feel comfortable in and look
younger in,“ sagði Chanel og það er auðvitið heilmikill sannleikur í því. Konum,
og auðvitað fólki almennt, þarf að líða vel í fötunum og í eigin skinni. Kona í
óþægilegum fötum er líklega ekki að fara að breyta heiminum eða láta drauma
sína rætast. Hún er heldur ekki að fara að leggja á sig aukakrók til þess að ná
markmiðum sínum.
Þótt Chanel sjálf hafi sofnað svefninum langa 1971 þá svífur andi hennar yfir
tískuhúsinu. Ég upplifði þetta sterkt þegar ég var boðin í heimsókn til Chanel á
dögunum. Það að fá innsýn í hvað tískuhúsið er að gera þessa dagana var
áhugavert en það var líka gaman að grandskoða klæðaburð Chanel-drottning-
anna. Þar var enginn að flexa löngum gervinöglum, gerviaugnhárum eða teikn-
uðum augabrúnum. Þar var heldur enginn með andavarir. Náttúrulegt útlit
einkenndi þær sem ég hitti og fatastíllinn veitti töluverðan innblástur. Það er
oft minnst á hvað íslenskar konur eru svartar í klæðaburði og er þetta sett
fram í neikvæðum tón.
Starfsmenn Chanel í París voru allar svartklæddar en þó hver á sinn hátt.
Ein var í síðum víðum buxum úr ullarefni við ullarpeysu og fallega perlueyrna-
lokka. Önnur var í svartri dragt með margar perlufestar. Sú þriðja var í hnés-
íðu pilsi og rúllukragapeysu með belti og sú fjórða í buxum og skyrtu og í stórri
ullarkápu yfir. Allar voru þær með vel greitt hár, vel farðað andlit
og huggulega til fara án þess að vera með glannagang. Þær
voru hlaðnar merkjavöru en skörtuðu þó ekki þessu nýríka
yfirbragði sem einstaka sinnum getur verið of áberandi.
Það var annað sem ég tók eftir og það var að þær voru allar
í þægilegum skóm eða allavega skóm sem þær gátu
þrammað í á milli hverfa. Þegar ég spurði út í þetta kom í
ljós að þessar Parísardömur ferðast ekki um í leigubílum
því þær nenna ekki að vera fastar í umferð meðan mæl-
irinn gengur. Í stað þess að fara í ræktina labba þær.
Svei mér ef það er ekki hægt að læra eitthvað
smá af þessum drottningum. Eina sem ég treysti
mér ekki í strax er að leggja bílnum, því samkvæmt
Google Maps tæki það þrjá kukkutíma og 19 mínútur að
labba í vinnuna!
Drottningarnar
af Chanel
H
vert er besta hagfræðiráð
sem þú hefur heyrt?
„Þau eru alveg nokkur, en fyrst
og fremst auðvitað það að eyða
minna en það sem þú þénar. Taktu
djarfari áhættu þegar þú ert yngri og dragðu úr
áhættu með aldrinum og hafðu dreift eignasafn.
Svo er auðvitað mjög gott ráð að byrja að spara
sem fyrst í lífinu.“
Hver er uppáhaldsbyggingin
í borginni?
„Þær eru nokkrar. Reykjavík er stútfull af
fallegum byggingum og er ég sjálf svakalega
veik fyrir gömlum byggingum sem eru upp-
runalegar. Þar sem ég bý nálægt bænum þá
rölti ég oft niður í miðbæ og þar í kring og svíf
um í draumaheimi fram hjá fallegum húsum.
En hins vegar hefur Gamla bíó og Iðnó alltaf
verið í uppáhaldi hjá mér og fyllist ég einhverri
svakalegri rómantík þegar ég fer inn í þessar
tvær byggingar. Svo er ég alltaf veik fyrir fal-
legum kirkjum og auðvitað er Hallgrímskirkja
stórfenglegt byggingarverk.“
Hvaða hótel er það fallegasta
sem þú hefur stigið inn í?
„Á Íslandi er það án efa Hótel Geysir. Ef fólk
hefur ekki farið þangað, þá myndi ég drífa mig.
Erlendis eru þau fjölmörg og ég get ekki nefnt
neitt eitt.“
Hvar færðu besta matinn?
„Ég er mjög dugleg að fara út að borða bæði í
hádeginu og á kvöldin og Reykjavík er stútfull
af góðum mat. En ég verð aldrei fyrir von-
brigðum með matinn hjá vinum mínum á Ei-
riksson og Sumac.“
Hvaða húsgagn er í uppáhaldi hjá þér núna?
„Eins og ég elska fallega muni, þá er ég líka
alltaf í þessari togstreitu að verða ekki of tengd
veraldlegum munum. En ég viðurkenni að val-
hnetubrúni svanurinn í leðri kemur fyrst upp í
huga minn og myndi hann fara mér mjög vel
held ég.“
Hvert er uppáhaldssnjallforritið þitt?
„Það er Spotify klárlega og þar
fast á eftir kemur tölvupóst-
urinn.“
Hvernig heldur
þú þér í formi?
„Ég er dugleg að borða
hollt og hreint fæði og mæti
í jóga og í ræktina kannski
tvisvar til þrisvar sinnum í
viku. Svo geng ég heil-
an helling þar sem
ég bý miðsvæðis.
Útiveran er allra
besti „hamingju-
elexírinn“ fyrir lík-
ama og sál. Svo er ég
bara mjög dugleg að
hreyfa mig og fer á
skíði og fjallahjól með
vinkonum og börnunum
mínum og hef bara
gaman af þessu öllu. Ég
reyni að stressa mig
ekki um of. Ég er líka
mikil áhugakona um meðvitaða öndun og fal-
legar hugsanir.“
Hvað borðar þú í morgunmat?
„Ég hef ekki borðað morgunmat í mörg ár og
líður mér vel með að sleppa honum. Orkan verð-
ur mun meiri og bumban verður mun minni.“
Hvernig er best að spara fyrir íbúð?
„Fyrst og fremst er lykilatriði að setja sér
markmið í sparnaði og velta þá fyrir sér hvert
markmiðið í krónum og tímalínan
sé? Ég trúi því að það skipti miklu
máli að fara út í lífið með einhvern
grunnsparnað sem getur breytt öllu þegar
ungt fólk ætlar að fjárfesta í sinni fyrstu
eign. Ef foreldrar hafa tök á að spara
fyrir börnin sín reglulega frá byrj-
un og svo taka börnin við, þá er
gerlegt, vonandi fyrir flesta, að
byggja upp stofn fyrir útborg-
un í sína fyrstu eign.“
Hvaða bíll er
hagkvæmastur?
„Ég veit jafnmikið um bíla
og um geimför þannig að ég get
ekki aðstoðað með þetta svar. Ég
mæli hins vegar með að ganga og
hjóla hvað varðar hagkvæmni. En ég
stefni sjálf á að skipta yfir í rafmagnsbíl á
næstu misserum.“
Hvað myndir þú aldrei
nokkru sinni gera í lífinu?
„Ég myndi aldrei í lífinu taka inn eit-
urlyf þar sem ég held að ég myndi stein-
drepast um leið og er skíthrædd
við allt sem heitir stjórnleysi.“
Ef þú mættir eiga fasteign
hvar sem er í heiminum,
hvar væri hún staðsett?
„Hún væri í svissnesku ölpunum. Svo myndi
ég líka alveg nenna að eiga hús í Suður-
Frakklandi, mögulega í Cassis.“
Hvert færir þú í draumafríinu þínu?
„Ég er nýkomin heim frá Kosta Ríka að
„sörfa“ og baðaði mig í sólinni. Það er
draumafríið mitt. Svo á ég eftir að fara á svo
marga staði þannig að listinn er langur og
draumfríin verða vonandi mjög mörg og ólík.“
„Ég veit jafnmikið um
bíla og um geimför“
Katrín Amni Friðriksdóttir framkvæmdastjóri er mikill fagurkeri. Hún kann að gera vel við
sig en einnig að spara sem er góður kostur fyrir þá sem vilja safna sér fyrir fallegum hlutum.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Valhnetubrúni svan-
urinn í leðri er í uppá-
haldi hjá Katrínu Amni.
Hann fæst í Epal.
Hún verður aldrei fyrir
vonbrigðum með matinn
á Eiriksson og Sumac.
Hótel Geysir er falleg-
asta hótelið á Íslandi
að mati Katrínar Amni.
Katrín Amni er hrifin af
Hallgrímskirkju sem
hún segir stórfenglegt
byggingarverk.
Ljósmynd/Colourbox
Marta MaríaWinkel Jónasdóttir