Morgunblaðið - 11.02.2022, Síða 6

Morgunblaðið - 11.02.2022, Síða 6
shadow Palette og Chanel Ombre Premiere. 6 Eyeliner eða fylgihlutur? „Eyeliner í öllum stærð- um og gerðum. Litsterkir augnblýantar og óhefðbundin form verða eftirsótt í ár. Annaðhvort ferðu alla leið í skarpar, hvassar og beittar línur eða blandar þær út með litlum skáskornum augnskuggabursta og teygir hann út í væng sem næstum snertir augabrúnirnar þínar. Pakkaðu augnskugga í svipuðum lit yfir þangað til þú nærð dýptinni sem þú óskar þér,“ segir hún og mælir með Clar- ins Waterproof Eye Pencil, Shiseido MicroLiner Ink og Gosh Matte Eyeliner. 7 Óhefð- bundin augn- förðun „Það hefur lengi verið vinsælt að setja ljósan lit í innri augnkrók til þess að birta upp augnförðunina. Nýjustu trendin eru að setja annaðhvort litríka, pastel eða glimmeraugn- skugga frá innri augnkrók upp að augnbeini til þess að krydda upp á augnförð- unina,“ segir hún og nefnir Shiseido Aura Dew, Shiseido POP PowderGel Eyeshadow og Chanel Première Laque. 8 Villtar augabrúnir sem aldrei fyrr „Það sem þarf að hafa í huga er; minni mótun, meiri hár! Við viljum engar teiknaðar auga- brúnir og notum frekar mjóan auga- brúnablýant til þess að búa til fleiri hár, stroku fyrir stroku. Með hjálp eftirfarandi augabrúnavara nærðu stjórn á hvaða auga- brúnum sem er; götóttum, þunnum, of- plokkuðum, óstjórnlegum og þeim full- komnu,“ segir Sara og mælir með Gosh BrowLift Lamination Gel, Guerlain Mad Eyes Brow Framer og Clarins Brow Duo. frísklegt útlit. Almenn- ar andlitsskyggingar, eða „þristurinn“ svokallaði er svo gott sem liðin tíð og líf- legar bronsaðar, berja- og/eða rósakinnar hafa tekið við,“ segir Sara og nefnir vörurnar Gosh I‘m Blushing, Shiseido Whipped Powder Blush og Clarins Velvet Lip Perfector til að ná fram þessu útliti. 4 80́s- & 90́s-varir „90́s-varirnar hafa snúið aftur eftir litla sem enga fjarveru. Súkkulaðibrúnn varablýantur og kampavínsgylltur gloss í anda J.Lo er markmiðið. Einnig eru litríkir og litsterkir varalitir frá 80́s-tímabilinu líka í tísku í öllum formúlum og áferðum. Farðu alla leið með litsterkum vörum, fylltum glansi eða frost- kenndri áferð. Þeir glossar sem eru extra mjúkir, nærandi og klístrast ekki eru til dæmis Clarins Lip Oil Honey Glam, Shiseido GelGloss Kurumi Beige og Gosh Lumi Lip Gloss Bff.“ 5 Allt er vænt sem vel er grænt „Sanseraðir augnskuggar eiga stór augnablik um þessar mundir og ef við ættum að velja einn lit, þá væri það grænn! Hægt er að velja um alls konar tóna; en heyrst hefur að einhvers konar grænn litur sé litur ársins 2022,“ seg- ir Sara og mælir með Shiseido POP PowderGel Eyeshadow, Clarins Ombre 4- Colour Eye- 1 Draumur um silkihúð „Minni þekja, meiri ljómi og nánast ber húð verður allsráðandi í ár. Við leitumst við að einfaldlega jafna húðlitinn og húðáferðina í einu skrefi. Það er óþarfi að nota fulla þekju til þess að framkalla fal- lega og jafna húð, leyfum húðinni að njóta sín og not- um frekar hyljara á þau svæði þar sem við þörfn- umst meiri þekju. Hér að neðan eru dæmi um lituð dagkrem – létt eins og ser- um, hlaup eða silki,“ segir Sara. Til þess að framkalla drauminn um silkihúð mælir Sara með Shiseido Synchro Skin Self Refres- hing Tint, My Clarins Healthy Glow Tinted GelC- ream og Chanel Les Bei- ges Water-Fresh Tint. 2 Ljómi sem skín í gegnum farðann „Það er óhætt að segja að húðumhirða sé númer eitt á þessu ári. Náttúrulegur húðljómi hef- ur tekið við af ýktum highlighter-um síðari ára. Nú má ljóminn lifa alls staðar og sérstaklega á hæstu punkt- um andlitsins; kinnbeinum, augn- beinum, ennisbeinum og nefbeini. Minna glimmer og meiri gljái frá ljómakremum, andlitsolíum eða farða- grunnum er allsráðandi. Við mælum með að blanda þessum vörum út í farða fyrir hámarksljóma,“ segir hún og mælir með Guerlain Abeille Royale Advanced Yo- uth Watery Oil, Chanel Les Beiges Sheer Healthy Glow Highlighting Fluid og Clarins SOS UV Primer til að fá ljóma sem skín í gegnum farðann. 3 Kinnalitur í stað skyggingar „Leyfðu hugmyndafluginu að ráða eins og til dæmis með því að nota varalit sem kremkinna- lit, varablýant sem augnblýant, kinnalit sem augnskugga og dekkri hyljara sem kremaða skyggingu. Það er óhætt að segja að kinnalitir hátt uppi á kinnbeinunum sé staðalbúnaður fyrir Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC 2 fyrir1 af margskiptum glerjum TILBOÐ Jennifer Lopez var glæsileg þegar hún mætti á frum- sýningu Marry Me í Los Angeles í vik- unni. AFP J.Lo-varir og engar teiknaðar augabrúnir Græni liturinn er sjúklega flottur og ferskur eins og sést. Hér má sjá augabrúnirnar fyrir og eftir að blýanturinn var settur í þær. Eins og sést kemur vel út að greiða auga- brúnirnar upp. Sara Björk Þorsteinsdóttir, ljósmyndari og förðunarfræðingur, veit hvað klukkan slær þegar kemur að förðunartískunni í ár. Hún segir að teiknaðar augabrúnir séu ekki lengur í tísku og fólk ætti að prófa að nota varalitinn sinn sem kinnalit og vara- blýant sem augnblýant. Nú má nefnilega allt! Marta María Winkel Jónasdóttir mm@mbl.is Gosh BrowLift Lamination gel gerir mikið fyrir augabrún- irnar. 6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.