Morgunblaðið - 11.02.2022, Síða 8

Morgunblaðið - 11.02.2022, Síða 8
S tella á mikið af notuðum fötum, er dugleg að selja fötin sín og kaupa sér ný. Því er alltaf að finna eitthvað fjölbreytilegt í fataskáp hennar. „Ég klæði mig oftast algjörlega eftir skapi. Get ómögulega klætt mig öðru- vísi. Ég á til dæmis mjög erfitt með að klæða mig eftir veðri, sem hef- ur oft komið sér illa í íslensku veðri,“ segir Stella í viðtali við Smartland. Hvernig föt klæða þig best? „Ég held að öll föt sem mér líður vel í klæði mig vel. Fataskápurinn minn er mjög fjölbreyttur svo það er ekkert sérstakt sem mér finnst fara mér bet- ur en annað.“ Fyrir hverju fellur þú oftast? „Ég held að allir í kringum mig séu sammála um að það séu jakkar og káp- ur. Þá sérstaklega ef þeir eru litríkir og/eða með loði. Ég á allt of mikið af jökk- um! Ég er líka algjör sökker fyrir töskum og á ansi mikið af þeim.“ Hvernig klæðir þú þig dags daglega? „Það er allur gangur á því! Stundum hef ég þægindin í fyrirrúmi en aðra daga fer ég í grænar leðurbuxur og bleikan jakka. Það fer allt eftir skapi og plani þann daginn. Starfið mitt er frekar fjölbreytt og er ég oft á milli staða, það getur því verið flókið að finna „outfit“ sem hentar og oftar en ekki enda ég óvart í dragt og hælaskóm í lagerstörfum. En ég er langoftast í einhverjum skrautlegum jakka.“ Hvernig klæðir þú þig þegar þú ert að fara eitthvað fínt? „Klassískt „outfit“ hjá mér væri fallegur kjóll, mikið skart og loðjakki eða skær- litaðar buxur og stór blazer. Perluskart er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dag- ana og nota ég það bæði dags daglega og þegar ég fer eitthvað fínna. Það poppar upp öll „outfit“!“ Hvað er að finna í fataskápnum þínum? „Fullt af skrautlegum flíkum, leðurbuxur í öllum litum, allt of margir jakkar, „vin- tage“ gersemar og mikið af fylgihlutum!“ Verstu fatakaupin? „Allir óþægilegir hælaskór. Nota skó aldrei ef þeir eru óþægilegir en hef oftar en einu sinni og oftar en tvisvar dottið í þá gryfju að kaupa skó sem ég veit að ég endist ekki meira en klukkutíma í.“ Bestu fatakaupin? Aftur buxurnar mínar og brúna kápan mín úr Spúútnik. Klárlega mínar mest notuðu flíkur. Eru einhver tískuslys í fataskápnum þínum? „Ekki eins og er þar sem ég er dugleg að selja fötin mín til að kaupa ný. En þau hafa verið þó nokkur í gegnum árin. T.d var ég heltekin af bandaríska fánanum í kringum 2010 og átti ca. 6 flíkur með því mynstri.“ Hvað finnst þér flott á öðrum en myndir aldrei fara í sjálf? „Nike tech fleece-gallar.“ Uppáhaldsmerki? „Aftur, Rotate, Yeoman, Saks Potts og Prada t.d. – annars er ég mjög mikið fyrir notaðar flíkur og hugsa ekkert endilega um merki. Ef flíkin er flott er mér alveg sama hvaðan hún er keypt. T.d. eru mín nýjustu kaup kuldastígvél úr Hagkaup sem ég er sjúklega ánægð með!“ Uppáhaldslitir? „Í augnablikinu eru það grænn og súkkulaðibrúnn. Bleikur er svo alltaf í miklu uppáhaldi.“ Ef peningar væru ekki vandamál, hvað myndir þú kaupa þér? „Klassíska Chanel-tösku – stefnan er að eignast slíka fyrir fertugt!“ Ætlar að eignast Chanel-tösku fyrir fertugt Stella Björt Gunnarsdóttir er einn mesti tískuspekúlant landsins. Hún er rekstrarstjóri í Spúútnik, verslun sem selur meðal annars notuð föt, en þar hefur hún unnið undanfarin sex ár. Hún leggur einnig stund á viðskiptafræði og verslunarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Sonja Sif Þórólfsdóttir | sonja@mbl.is Stella fellur oft fyrir fallegum töskum. Stellu hafði lengi dreymt um fjólubláu kápuna frá Saks Potts og seldi hálf- an fataskápinn sinn til að eiga fyrir henni. Dragtin er úr Spúutnik og hatturinn frá Prada. Buxurnar eru frá Aftur og lífstykkið og leður- jakkinn úr Spúútnik. Gallinn er frá Rotate og kápuna keypti Stella í Spúútnik fyrir fimm árum. Hún er ein mest notaða flík hennar. Skórnir eru frá Jódísi. Morgunblaðið/Eggert 8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.