Morgunblaðið - 11.02.2022, Qupperneq 12
U
nnur Guðný er flugfreyja hjá Flug-
félaginu Erni og vinnur í innan-
landsflugi flugfélagsins og í sjúkra-
flugi þess um Skandinavíu. Á
undanförnum árum hefur hún leitt uppbygg-
ingu, þjálfun og fleira í flugfreyjudeild fyrir-
tækisins. Hún er einnig trúfræðslustjóri kaþ-
ólsku kirkjunnar á Íslandi. Á milli þess sinnir
hún myndlistinni, en Unnur hefur verið að
gera það gott sem myndlistarkona á síðustu
árum.
„Ég er búin að vera að mála allt mitt líf, eða
allt frá því ég vann myndlistarkeppni ellefu
ára að aldri. Ég var ekki afrekskona í íþrótt-
um, svo ég ákvað að setja fókusinn á myndlist
og að læra portrett, olímálun og teikningar hjá
Bjarna Sigurbjörnssyni listmálara sem kennt
hefur meðal annars í Myndlistaskóla Kópa-
vogs og Reykjavíkur.“
Hefur alltaf verið sjálfstæð
Unnur Guðný kann vel við sig með nóg fyr-
ir stafni. Hún er sjálfstæð, opin og bjartsýn á
lífið en gerir ekki kröfur um að það sé full-
komið.
„Ég fór ung að heiman og hef alltaf lagt mik-
ið upp úr því að geta séð um mig sjálf. Ég er
mjög róleg að eðlisfari og einstaklega heima-
kær. Ég er trúrækin, en ég komst fyrst upp á
lag með það að fara í kirkju þegar bekkjar-
systir mín úr Breiðholtinu bauð mér með sér í
kaþólsku kirkjuna þegar við vorum litlar stelp-
ur.
Það var ýmislegt í gangi í kringum mig á
þessum tíma og sáu starfsmenn kirkjunnar,
þegar ég var 11 ára að aldri, að ég var að fá frið
og ró með þeim. Þau gátu lítið stigið inn í að-
stæður mínar, en ákváðu að kenna mér að
biðja, sem er eitthvað sem ég bý að enn þá í
dag.“
Unnur Guðný lítur á kaþólsku kirkjuna sem
sína aðra fjölskyldu, en er einnig mjög náin
foreldrum sínum líka. Fjölskyldan hefur farið í
gegnum alls konar verkefni saman, meðal ann-
ars þegar Unnur Guðný missti yngri systur
sína, Eyrúnu Gunnarsdóttur, aðeins 26 ára að
aldri úr krabbameini.
„Ég hef verið heimalningur hjá Karmel-
nunnunum í Hafnarfirði lengi og starfa fyrir
kirkjuna með börnunum. Það er alveg sama
hvað gengur á í lífinu, það er alltaf best að leita
til þeirra og eru systur mínar í Hafnarfirði
mjög ráðagóðar og kærleiksríkar þegar verk-
efni lífsins banka upp á.“
Ekki gott þegar allir dagar verða dramadagar
Unnur Guðný segir enga tvo daga í vinnunni
eins og að sú vinna sé eitthvað sem hún hafi
unnið í tæpa þrjá áratugi og hún muni seint fá
leið á því að fljúga.
„Sjúkraflugið er mjög sérstakt og getur tek-
ið á mann. Við fáum lítinn tíma til að undirbúa
okkur fyrir það enda erum við vanalega að fara
með líffæraþega á spítala í aðgerðir í Skandin-
avíu. Adrenalínið rennur um æðarnar í okkur
og margar ferðir eru ánægjulegar og góðar.“
Hún segir að það skiptist á skin og skúrir í
lífinu.
„Ég var búin að vera lengi ein, í átta ár eða
svo, sem var alveg frábært tímabil í mínu lífi.
Svo bankaði ástin óvænt upp á hjá mér og ég
leyfði mér bara að fara aðeins inn í það. Í raun
miklu lengra en ég hef áður prófað.
Við vorum að undirbúa okkur fyrir að giftast
inn í kaþólsku krikjuna, ég hafði fest kaup á
brúðarkjól, en svo eins og stundum í lífinu þá
bregðast krosstré sem önnur tré, sambandið
gekk ekki upp, sem var vonbrigði en það var
einnig margt að læra af þessu.“
Unnur Guðný segir að ef lífið hafi kennt
henni eitthvað þá sé það að það sé of stutt fyrir
drama.
„Ég held að það sé mikilvægt að vera í ást-
arsambandi þar sem fólk er ekki að reyna að
breyta hvort öðru. Það er alveg eðlilegt að upp
komi árekstrar en þegar allir dagar eru orðnir
dramadagar þá er gott að staldra við og hlusta
á innsæið. Jafnvel þótt það sé gert eftir að
brúðarkjóllinn hafi verið keyptur.“
Ætlar að halda í brúðarkjólinn
Heldurðu að það sé áskorun fyrir karlmenn
að vera með sjálfstæðum konum?
„Ég held ég hafi alltaf verið hálfofvirk, og
stundum sé erfitt að halda í við mig en þegar
maður á gott líf í grunninn þá er ástin meira
viðbót við lífið heldur en lífið sjálft, en ég hef
lært það að setja ekki hamingjuna mína í
hendurnar á öðrum. Ég er búin að vera að
hugsa um hvað ég eigi að gera við brúðar-
kjólinn. Þegar ég talaði um þetta við syst-
urnar í Hafnarfirði þá vildu þær alls ekki að
ég losaði mig við hann. Tíminn verður að
leiða í ljós hvað gerist, en ég trúi svo heitt að
lífið sé eins og það á að vera og allt hafi sinn
gang í því.
Ég hef kynnst því af eigin raun. Nú er nóg
að gera hjá mér og hefði ég aldrei trúað því
sem dæmi að myndlistin myndi ganga svona
vel. Ég hef einnig upplifað lífið þannig að ég
átti nánast ekki fyrir bensíni. Stundum á
maður lítið og stundum á maður mikið, það
hefur ekkert með hamingju eða lífsgleðina að
gera.
Ég er á heppnistímabilinu mínu núna og
ætla bara að gera sem mest úr því.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Ég hef lært að setja
ekki hamingjuna í
hendurnar á öðrum“
Unnur Guðný María Gunnarsdóttir flugfreyja var á leið upp að altarinu, hafði keypt sér brúðar-
kjólinn, en hætti við það. Hún ætlar að halda í kjólinn enda veit enginn sína ævi fyrr en öll er.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Unnur Guðný María Gunnarsdóttir
listakona með hundinn sinn Búdda að
mála á vinnustofunni sinni í Garðabæ.
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022