Morgunblaðið - 11.02.2022, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022
Mulberry silki
EITT BESTA FEGURÐARLEYNDARMÁLIÐ
mikið með námið og það kom aldrei til greina annað en
að klára stúdentspróf og fara í háskólanám. Ég var allt-
af mjög sjálfstæð en fékk á sama tíma mikinn stuðning
og hvatningu frá fjölskyldunni. Eitt leiddi af öðru og
eftir stúdentspróf fór ég í viðskiptafræði þar sem ég
fann strax að ég var á réttri hillu. Eitt fyrsta starfið
mitt í atvinnulífinu var í markaðsdeild, og fljótlega eftir
það er ég komin inn í fjarskiptageirann.“
Krefjandi tímar vegna kórónuveirunnar
Liv er skírð í höfuðið á móðurömmu sinni, Liv Ell-
ingsen, sem átti norska foreldra. Faðir hennar, Berg-
þór Konráðsson, átti Sindrastál. Móðir hennar, Hildur
Björg Halldórsdóttir, er lífeindafræðingur að mennt.
Liv bendir á að markaðsfræðin hafi á þeim tíma
sem hún lærði fag sitt verið mjög ungt fag á Íslandi
en verið að sækja í sig veðrið inni í fyrirtækjum. Það
sama hafi átt við um farsímamarkaðinn.
Það eru tæp tvö ár síðan Liv hóf störf hjá Orf Líf-
tækni.
„Þetta hafa verið krefjandi tímar og miklar áskor-
anir að komast í gegn um kórónuveiruna en markmið
okkar er auðvitað að koma sterkari út úr þessu tíma-
bili en við vorum fyrir það. Við höfum notað tímann til
að styrkja okkur á netinu og sett á markað öflugar
vörunýjungar eins og Hydrating Cream og EGF Po-
wer Cream. Þá höfum við jafnframt nýtt tímann til
stefnumörkunar og áætlum að innleiða breyttar
áherslur hjá félaginu á árinu.“
Leitar í ögrandi verkefni
Engir tveir dagar eru eins í lífi Livar,
sem er nokkuð sem hún kann að meta.
Þannig hefur hún verið frá því hún man
eftir sér.
„Í vinnunni er alltaf eitthvað nýtt að tak-
ast á við. Þannig umhverfi á vel við mig.
Fólk er alls konar; sumir vilja mjög skýrar
reglur, skýrar starfslýsingar og formfestu
en aðrir þrífast betur í frjálslegra um-
hverfi. Þess vegna þarf þessa blöndu af
fólki í gott lið. Ég þarf að hafa sterkt fólk
með mér sem heldur utan um hlutina og
skipulagið.“
Liv býr í fallegu húsi í Garðabæ með
fjölskyldu sinni. Þegar þau Sverrir kynnt-
ust á sínum tíma var Liv einstæð móðir
með eitt barn.
„Maðurinn minn átti tvö börn þegar við
kynntumst og svo eignuðumst við eitt
saman og síðan þá eru liðin tæp tuttugu
ár. Eins og allir vita sem hafa farið í
gegnum það að setja saman fjölskyldu, þá
er það vinna. Núna erum við á nýjum stað
þar sem börnin eru að fljúga úr hreiðrinu.
Þegar maður er yngri, að fóta sig á
vinnumarkaði og að stofna fjölskyldu og
eignast börn, þá er það fullt verkefni og
fátt annað sem kemst að. Um tvítugt er
fókusinn allur á okkur, svo eignast maður
börn og það er rosalega gott að komast á
það stig að þroskast og leggja áherslu á
annað en sjálfan sig. Svo stækka börnin
og maður eignast aftur tíma fyrir sig.
Tíminn verður dýrmætari og maður fer
aftur að hugsa: Hvað langar mig að gera?
Ég held að þetta sé bara gangur lífsins og
mikilvægt að ofhugsa það ekki.“
Þótt Liv vinni mikið þá er hún meiri
fjölskyldumanneskja. Henni finnst gaman
að fylgjast með börnunum vaxa
og dafna, flytja að heiman og
halda út í lífið.
„Lífið er auðvitað alls konar.
Það eru alltaf einhverjar áskor-
anir; litlar og stórar. Hverjum
kafla í lífinu fylgja nýjar áskor-
anir, þær gera lífið spennandi.
Oft hefur gengið vel að takast á
við áskoranir og stundum gengur
það illa. Það er lífið.“
Fólk þarf að hafa ástríðu
Hvaða ráð áttu fyrir ungt fólk
sem dreymir um farsælan feril
sem stjórnendur í áhugaverðu
fyrirtæki?
„Eitt það skemmtilega við
ungt fólk er að það hlustar
sjaldnast á þá sem eldri eru. Til
að ná árangri skiptir gríðarlega
miklu máli að hafa brennandi
áhuga á því sem maður er að
gera – það er ef til vill ekki
fyrsta starfið eða annað starfið,
sem kveikir þann áhuga, en til
lengri tíma er það forsenda ár-
angurs.“
Liv hefur sinn smekk þegar
kemur að fólkinu í kringum
hana.
„Ég er fyrir fólk sem segir:
Ég skal. Hugsar stórt og fram-
kvæmir. Það er mikilvægt að
velja með sér fólk sem hefur
ólíkan bakgrunn og reynslu.“
Hvað kanntu ekki að meta í
fari fólks?
„Ég get ekki neikvæðni.“
Hvað gerirðu til að líta vel út?
„Ég reyni að forgangsraða í lífinu þannig að ég
legg mikla áherslu á svefn, mataræði og síðan á
hreyfingu. Ég reyni að setja mér markmið um aukna
hreyfingu á hverju ári – það er að hreyfa mig meira í
ár en ég gerði í fyrra – og hef bara staðið ágætlega
við það. Mér finnst frekar fyndið að hugsa til þess að
ég sem elska breytingar hef síðan bara átt nokkuð
erfitt með að fara í gegnum breytingaskeiðið, ég þoli
sem dæmi mjög illa að ná ekki mínum átta til níu
tíma svefni.
Ég átti mér í raun engin áhugamál önnur en ferða-
lög fyrr en eftir fertugt, en síðan þá hef ég verið dug-
legri í að leika mér. Ég hef gaman af því að hjóla,
synda og fer á standbretti og sjóskíði. Svo er ekki
langt síðan ég byrjaði að hlaupa aðeins. Ég er engin
afreksmanneskja í íþróttum; er ágæt í öllu en ekki
góð í neinu. Ég reyni fyrst og fremst að njóta, en er
einfari frekar en hópsál þegar kemur að hreyfingu.“
Liv er alltaf smart til fara og vex væntanlega aldrei
upp úr því að ganga í gallabuxum og stuttermabol, en
við þannig fatnað klæðist hún alltaf fallegum skóm.
„Ég hef alltaf verið með mikla fatadellu og hef
rosalega gaman af því að skoða föt á netinu og fylgj-
ast með því nýjasta þar. Uppáhaldsmerkið mitt í
gegnum árin er Acne, svo fylgist ég með fleiri vöru-
merkjum en áhugi minn á þeim kemur og fer eftir
tískulínum.“
Liv hefur gaman af myndlist og þá að fara á sýn-
ingar.
„Að öðru leyti er ég ekki mjög listhneigð en þegar
kvikmyndir eru annars vegar hef ég mjög gaman af
skandinavískum glæpaþáttum.“
Fyrirmyndir hennar í lífinu hafa í gegnum árin ver-
ið foreldrarnir. Ef hún gæti hitt sjálfa sig sem unga
konu væri ekkert sem henni dytti sérstaklega í hug
að segja sér, annað en þau ráð sem bæði foreldrar
hennar og aðrir í nærumhverfinu gáfu henni á sínum
tíma.
„Ég hef aldrei verið góð í að hlusta. Ég hef frekar
þurft að reka mig á sjálf en ég vildi að ég hefði hætt
að reykja fyrr og byrjað á því að fara út að hlaupa
þegar ég var ung kona.“
Hvað viðkemur heimilinu þá er Liv fyrir hreint
heimili sem er fallegt og einfalt.
„Eftir því sem ég eldist því minna af dóti vil ég
hafa inni á heimilinu, en ég hef alltaf haft mikla þörf
fyrir að breyta reglulega til hjá mér og færa til hluti.
Maðurinn minn hefur ítrekað óskað þess að það væru
hjól undir öllum húsgögnum vegna þessa.“
Hver er þín húðrútína og hefurðu alltaf hugsað vel
um húðina?
„Ég hafði ekki hugsað neitt sérstaklega vel eða illa
um húðina áður en ég hóf að vinna með Bioeffect. Ég
hef alltaf verið meira fyrir serum en krem og hafði
því notað EGF Serum-húðdropana af og til í gegnum
tíðina. Í dag er uppáhalds Bioeffect-húðvaran mín 30
Day Treatment sem mér finnst mikilvægt að taka
sem átak að minnsta kosti tvisvar til fjórum sinnum á
ári. Andlitsmöskunum get ég einnig mælt með en í
dag nota ég alltaf Hydrating, nýja rakakremið, og
EGF-serumið saman. Ég vil hafa húðrútínuna ein-
falda og fljótlega og þetta virkar vel fyrir mig.“
Stefnir að því að margfalda söluna á
erlendum mörkuðum
Liv er á því að almennt séu yngri konur meðvitaðri
í dag um að hugsa vel um húðina en þær voru hér á
árum áður.
„Ég held að þær byrji einnig fyrr en við gerðum.
Þær eru meðvitaðri um innihaldsefni og mikilvægi
þess að vörur séu unnar úr góðum hráefnum en mín
kynslóð var. Hér áður fyrr var sagt að yngri konur
mótuðust af því sem mæður þeirra gerðu og væru lík-
legastar til að kaupa sömu vörur og mæður þeirra.
Núna held ég að því sé oft öfugt farið og margar mín-
ar vinkonur fylgja því sem dætur þeirra benda þeim á
að nota. Ég tel að þetta eigi einnig við um yngri karl-
menn; þeir eru ekki hræddir við að nota andlitskrem
og snyrtitaska karlmanna hefur almennt stækkað
mikið frá því sem áður var. Maðurinn minn er til
dæmis á því að EGF-serumið sé besta eftir-rakstur-
andlitskrem sem hann hefur notað.“
Í framtíðinni stefnir Liv að því að sjá fyrirtækið
sem hún starfar fyrir ná að margfalda söluna erlendis
með öflugu sölu- og markaðsstarfi og áframhaldandi
öflugri nýsköpun og vöruþróun.
„Svo skiptir máli að hafa gaman í vinnunni. Ég trúi
að það sé ein lykilforsenda þess að liðsheildin nái
árangri að það sé góð, skemmtileg og metnaðarfull
stemning á vinnustaðnum.“
Liv Bergþórsdóttir
setur markið hátt
og ætlar að marg-
falda söluna hjá
BIOEFFECT á
erlendum mörkuðum
í náinni framtíð.
Liv á strandbretti sem
hún segir frábæra leið til
að upplifa íslenska nátt-
úru í allri sinni dýrð.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í góðum félagsskap með starfsfólkinu í EGF Po-
wer-partíi sem haldið var í tilefni þess að nýja
kremið EGF Power Cream var sett á markað.