Morgunblaðið - 11.02.2022, Side 24
B
ryndís er ein þeirra kvenna
sem eftir er tekið. Hún veit
fátt skemmtilegra en að
fljúga út í heim og heim-
sækja staði þar sem náttúr-
an er stórbrotin og menn-
ingin mikil.
Bryndís er fjöl-
skyldukona og var til margra ára gift með
þrjú börn. Hún á tvær dætur, Hafdísi Hildi og
Nadíu Sif ,og soninn Viktor Loga. Að skilja við
barnsföður sinn er erfiðasta ákvörðun sem
hún hefur tekið.
„Gildin mín eru mjög fjölskyldumiðuð og
vildi ég gera allt sem ég gat til að láta hjóna-
bandið ganga. Ég var búin að vera óham-
ingjusöm í langan tíma og var tilbúin að vera
óhamingjusöm allt mitt líf bara svo ég þyrfti
ekki að missa af því að hafa börnin mín hjá
mér alltaf. Svo kom að því að ég sá að þetta
ástand var ekki að gera neinum greiða, svo við
fórum hvort í sína áttina. Ég held að þetta hafi
verið gott skref fyrir okkur bæði og hann hafi
áttað sig á því líkt og ég að hamingjuna hafi
ekki verið að finna í þessu hjónabandi.“
Yndislegt að vera elskaður og
finna hamingjuna á ný
Bryndís hafði verið í tuttugu ár í samband-
inu með barnsföður sínum og sá tími sem tók
við eftir skilnaðinn fór mikið í að finna taktinn
í lífinu, sem sjálfstæð kona á besta aldri. Hún
var þó ekki lengi ein því fjórum mánuðum
seinna varð hún ástfangin.
„Það var yndislegt að vera elskaður og finna
hamingju á ný. Ég áttaði mig á því að það
hefði aldrei verið rétt að hafa ætlað að fórna
hamingjunni fyrir gildi sem ég náði ekki að
lifa. Ég hefði ekki viljað missa af því að finna
hamingjuna á ný. Þetta samband var
skemmtilegt en var ekki þannig að ég vildi að
það entist. Eftir að við slitum öllum sam-
skiptum var ég ein í mánuð þegar ég fór í ann-
að samband sem varði í tvö ár. Það samband
endaði skyndilega og ég flutti inn á foreldra
mína með yngri börnin mín tvö.“
45 ára í foreldrahúsum
Bryndís á foreldra sem hafa verið saman frá
því þau voru ung. „Heimili foreldra minna er
dásamlegt og nóg pláss fyrir alla, en í fyrstu
átti þetta að vera stuttur tími, þar til ég fyndi
mína eigin íbúð. Þetta var í lok febrúar árið
2020 í upphafi kórónuveirufaraldursins. Ég
hafði verið á leigumarkaðnum áður og það
reyndist erfitt að fá greiðslumat frá bönk-
unum á þessum tíma sem flugfreyja, því óviss-
an varðandi veiruna var mikil. Ég var að
fljúga til 1. september og var mjög heppin að
fá aðra vinnu strax í kjölfarið. Ég fékk
greiðslumat um leið og keypti mér mína fyrstu
íbúð ein.“
Þessi stutti tími sem Bryndís ætlaði að búa
hjá foreldrum sínum varð að heilu ári.
„Þetta reyndi talsvert á, því þótt ég eigi
bestu foreldra í heimi og hafi búið í fallegu
húsi þar sem allt er til alls, þá var ég orðin 45
ára gömul og komin aftur til mömmu og
pabba. En svona er lífið og sambúð okkar
gekk mjög vel, enda vann ég í lottóinu þegar
kemur að foreldrum, sem styðja mig í einu og
öllu.“
Árin sem urðu óvænt bestu ár ævinnar
Bryndís segir þau tvö ár sem hún hefur ver-
ið að fóta sig í lífinu að undanförnu hafa verið
einn þann allra besta tíma sem hún hefur upp-
lifað með sjálfri sér.
„Það jafnast fátt á við að fá tækifærið til að
standa á eigin fótum og vera engum háð. Það
er svo gott að staldra aðeins við, prófa að vera
ein og gefa sér tíma til að hugleiða hvað mað-
ur raunverulega vill fá út úr lífinu. Bara það
að átta sig á að við eigum ekki að vera að gera
það sem veldur okkur óhamingju er mikils
vert.
Við getum alltaf valið hamingjuna og ef við
erum óviss hvernig við eigum að nálgast hana,
þá er gott að fara í smá sjálfsskoðun og spyrja
sig nokkurra spurninga, svo sem: Hvað vil ég?
Hvað lætur mér líða vel og hvað lætur mér
líða illa? Hvaða valmöguleika hef ég í lífinu?“
Bryndís segir enga skömm eiga að ríkja í
kringum þær konur sem skilja, enda sýna
staðtölur okkur að það er orðið normið frekar
en hitt og hver kynslóð finni sér sinn veg í
ferðalagi ástarinnar.
„Ég átti yndislegan tíma í þessum tveimur
samböndum eftir skilnaðinn en ég hef aldrei
verið eins hamingjusöm og ég er í dag. Ég hef
búið mér og börnum mínum dásamlegt heim-
ili. Ég elska að gera fallegt í kringum okkur
og eyða tíma með þeim. Ef mér líður vel, þá er
svo auðvelt að láta börnunum líða vel. Ég er
orðin amma, sem er besta hlutverk í heimi, og
barnabörnin eiga mig skuldlaust. Ég upplifi
svo oft í dag að ég er til dæmis bara að elda
mat fyrir okkur og það hellist yfir mig vellíð-
an, ég er allt í einu skælbrosandi við elda-
mennskuna því að hugurinn minnir mig á hvað
ég hreinlega elska þetta líf mitt.“
Ekkert verra en að missa barnið sitt
Bryndís segir að það sem hafi haft hvað
mest áhrif á líf hennar til dagsins í dag hafi
verið að missa litlu systur sína, Gunnhildi Lín-
dal, í bílslysi á Grindavíkurvegi á tíunda ára-
tugnum.
„Þetta er það allra versta sem hægt er að
upplifa. Ég hugsa oft hvernig foreldrar mínir
komust í gegnum þessa lífsreynslu. Það er
hræðilegt að missa systkini sitt en það er ekk-
ert verra en að missa barnið sitt. Við fjöl-
skyldan vorum mjög samrýnd fyrir andlát
hennar en þetta gerði okkur enn samrýndari.
Þrátt fyrir þennan harmleik í mínu lífi hef ég
komist á þann stað að geta séð mig sem
heppna. Ég er heppin því ég á þrjú full-
komlega heilbrigð og dásamleg börn sem öll-
um vegnar vel í lífinu. Ég á þak yfir höfuðið á
okkur. Ég á yndisleg og heilbrigð barnabörn
sem ég elska að eyða tíma með og reyni að fá
þau að láni eins oft og ég get og svo á ég for-
eldra, sem eru bæði á lífi og eru daglega góður
skóli fyrir okkur afkomendurna um hvernig
hjónabandið og ástin geta verið og vaxið í lífi
fólks.
Við eigum bara eitt líf og við fáum ekki ann-
an séns að lifa því. Þess vegna er mitt mottó í
lífinu að lifa því þannig að það veiti mér ham-
ingju. Enda ættum við, ekkert okkar, að vera
að gera eitthvað annað en það.“
Hvað ber framtíðin í skauti sér?
„Ég ætla að horfa jákvæðum og björtum
augum til framtíðarinnar, en ég er þess full-
viss að framtíðin á eftir að gefa mér fullt af
tækifærum. Hins vegar finnst mér mikilvægt
að minnast á að eins og það er gott að horfa til
framtíðar þá er ekki síður mikilvægt að horfa
á hvern dag fyrir sig. Mín ráð til allra eru þau
að ef við erum með framtíðarplön sem hægt er
að fara af stað með núna, þá ættum við að
gera það, en ekki geyma það.
Ég veit ekki hvað framtíð mín verður löng,
því geri ég það sem ég get þegar mig langar
til þess. Mörg bíðum við með að gera vel við
okkur þar til um helgar, en af hverju ekki að
gera alla virka daga að laugardegi ef okkur
langar til þess?“
Ætlar ekki að vera ein í ellinni
Hvaða ráð áttu fyrir þær konur sem eru að
finna sig í lífinu?
„Ég ráðlegg þeim að taka ákvörðun um að
elska sig fyrst allra. Að upplifa drauma sína
og hafa trú á sér.
„Við eigum
bara
eitt líf“
Eftir að Bryndís Líndal Arnbjörnsdóttir flugfreyja missti litlu
systur sína í bílslysi áttaði hún sig á því hversu dýrmætt lífið er. Hún
segir ekkert reyna jafn mikið á fjölskyldur og þegar barn deyr í blóma
lífsins, en það sé dágóð kennsla líka fólgin í erfiðum raunum.
Marta María Winkel Jónasdóttir mm@mbl.is
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022