Morgunblaðið - 11.02.2022, Síða 26

Morgunblaðið - 11.02.2022, Síða 26
G uðmundur rekur sína eigin kírópraktorstöð, Kíróprak- torstöð Reykjavíkur, og hefur undanfarið ár bætt við sig fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram, þar sem hann deilir lífi sínu með fylgjendum sínum. Starf Guðmundar er krefjandi og því er mikilvægt fyrir hann að geta hreyft sig og líða vel í fötunum sem hann klæðist. Hann lýsir fatastílnum sínum sem tísku- legum, afslöppuðum og frjálslegum. „Ég fylgist mjög vel með trendum. Ég ferðast mikið til Parísar og Stokk- hólms til að skoða hvað er nýtt, einnig skoða ég helstu tímaritin frá Svíþjóð, Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem sá stíll á vel við mig. Einnig er ég dug- legur að skoða YouTube-myndbönd sem fjalla mikið um tísku og lífsstíl,“ seg- ir Guðmundur í viðtali við Smartland. Hann er yfirleitt búinn að ákveða kvöldið áður í hverju hann ætlar að vera og segir það fara mikið eftir tilfinningu og stuði. „Ég samt klæði mig eins, hvort það sé vinna eða frítími. Um helgar er ég þó langoftast í kósígöllum.“ Mikilvægt að tíska sé lífleg Þegar Guðmundur klæðir sig upp til að fara eitthvað fínt velur hann eitt- hvað til þess að brjóta upp útlitið. „Ég fer til dæmis aldrei í jakkaföt, heldur fer ég í ljósar buxur og dökkan jakka eða í dökkum buxum og ljósum jakka. Einnig nota ég helst eitthvert „statement item“ eins og áberandi skart, úr, mjög áberandi skó eða jakka frá hátískumerkjum eins og Balenciaga, Dior, Louis Vuitton eða Gucci. Mér finnst mikilvægt að tíska sé lífleg og skemmti- leg, fái fólk til að spjalla saman og það sé ákveðin persónuleg tjáning hjá við- komandi. Þegar ég sé einstakling sem kann að klæða sig segir það mér mikið um persónuleika viðkomandi,“ segir Guðmundur. Guðmundur er þekktur fyrir að klæða sig í hátískumerki og þekkir þau vel. Þegar kemur að skóm er hans uppáhaldsmerki Louis Vuitton og Alexander McQueen. Uppáhaldsfylgihlutirnir eru frá Dior og Gucci en þegar fatnaður er annars vegar eiga Celine og Balenciaga vinninginn. Peysan og klúturinn eru frá Acne Studios, buxurnar frá Zöru og úrið er frá Nomos. Skórnir eru frá Gucci. Gummi kíró nennir ekki að vera eins og allir aðrir Guðmundur Birkir Pálmason, einnig þekktur sem Gummi kíró, er án efa einn best klæddi maður landsins um þessar mundir. Guðmundur hefur vakið athygli fyrir stíl sinn en hann er ekki feiminn við að fara ótroðnar slóðir og eins og hann segir sjálfur, hann nennir ekki að vera eins og allir aðrir. Sonja Sif Þórólfsdóttir | sonja@mbl.is Peysan og skórnir eru frá Balenciaga og buxurnar frá COS. Peysan, bolurinn og skórnir eru frá Celine, buxurnar frá COS, hálsmenið frá Chanel og úrið Rolex Explorer II. Jakkinn er úr Zöru og peysan og taskan eru frá Louis Vuitton. Úrið er Rolex. 26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.