Morgunblaðið - 11.02.2022, Side 27
Reynir að velja góð efni
„Föt þurfa alls ekki að vera dýr þótt ég mæli samt alltaf með að hugsa vel
um hvaða efni eru notuð í föt svo þau endist og haldi sér vel. Mér finnst mik-
ilvægt að efnin og saumaskapurinn sé gott og þess vegna vel ég mér merki
sem hugsa vel um slíkt. Ég versla þó mikið við merki sem eru ódýrari líka því
þau eru mjög oft tískuleg og bjóða oft upp á fjölbreytt úrval,“ segir Guð-
mundur, spurður hvort föt þurfi að vera dýr eða hvort finna megi fjársjóð frá
ódýrari merkjum.
Er eitthvað sem þú myndir aldrei klæðast?
„Já, ég myndi aldrei fara í flíspeysu, Crocs eða 66° Norður-úlpu. Mér finnst
þessir hlutir ekki ljótir en ég nenni bara ekki að vera eins og allir aðrir,“ segir
Guðmundur.
Spurður hvort honum hafi fundist hann hafa gert einhver slæm mistök
þegar kemur að tísku, eða keypt eitthvað sem reyndist svo vera alveg glatað
segir Guðmundur að svo sé án efa.
„Þegar maður er að móta sinn stíl tekur það tíma og fullt af mistökum. Ég
prufa flesta stíla og finn svo fljótlega hvort sá stíll eða hlutur passi við mig.
Ég t.d. hef keypt mikið af dýrum skóm og fötum frá OFF WHITE-merkinu
og langoftast nota ég það svo aldrei.“
Guðmundur sækir sér innblástur á Instagram og frá ákveðnum karl-
mönnum sem honum finnst passa hans stíl og lífsstíl. Þegar hann setur saman
lúkk byrjar hann að hugsa um litina og ákveðnar flíkur sem hann langar til að
klæðast þann daginn. Síðan velur hann skóna, svo skartið og síðast aukahlut-
ina.
Að hans mati eru Lebron James, Jeff Goldblum og A$AP Rocky best
klæddu karlmennirnir í heiminum í dag.
Ef peningar væru ekki vandamál, hvað myndirðu kaupa þér?
„Ég myndi kaupa mér Hermes Birkin bag, AP Royal Oak og einkaflugvél
svo það sé fljótlegra að skreppa til Parísar.“Ljósmyndir/Arnór Trausti
„Ég fylgist mjög vel með trendum.
Ég ferðast mikið til Parísar og
Stokkhólms til að skoða hvað er nýtt,
einnig skoða ég helstu tímaritin frá
Svíþjóð, Bretlandi og Bandaríkjunum
þar sem sá stíll á vel við mig.“
Peysan og buxurnar eru úr COS og hálsmenið og gleraugun frá Dior.
Gallinn er frá Define
the Line sem sam-
býliskona hans Lína
Birgitta Sigurðar-
dóttir hannar. Skórnir
eru Air Jordan, task-
an Louis Vuitton.
Hálsmenið er frá
Gucci og úrið Tudor
Black bay 58.
Frakkinn og buxurnar eru frá
Zöru, skyrtan frá Gucci og skórnir
og taskan frá Louis Vuitton.
FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022 MORGUNBLAÐIÐ 27