Morgunblaðið - 11.02.2022, Síða 38

Morgunblaðið - 11.02.2022, Síða 38
Dolce & Gabbana – The One dömu & herra Dolce & Gabbana-ilmirnir eru þokka- fullir. The One-herrailmurinn er hlýr og kryddaður með einstakri blöndu mildra & sterkra nóta. The One-dömuilmurinn er mátulega ferskur en hann leynir á sér með blöndu töfrandi innihalds- efna sem mynda hið fullkomna jafn- vægi milli mildi og frísk- leika; en þar eru ferskja, jasmín og van- illa ríkjandi. Carolina Herrera – Good Girl Það er óhætt að segja að ilmirnir og ilmvatnsglösin frá Carolina Herrera séu alltaf spennandi. Innblásturinn kemur frá nútímakonum, sem geta flutt fjöll án þess að blikna. Nótur sem einkenna ilminn er meðal annars jasmín, tonka-baunir og kakó. Carolina Herrera – Bad Boy Bad Boy endurspeglar nútíma karlmennsku en ilmurinn er bæði sterkur og viðkvæmur en líka djarfur og hógvær á sama tíma. Hann veit hver hann er og lætur taka eftir sér. Ilm- urinn er hlýr og tælandi. Samblanda af hvítum og svörtum pipar tónar vel við ferska bergamot og sæt- ar tonka-baunir. JPG – La Belle & Le Beau Jean Paul Gaultier sækir innblástur beint frá Adam og Evu í þessum ilmum enda ekki þekktur fyrir að fara troðnar slóð- ir. Um er að ræða djúpa, kynþokkafulla og seið- andi ilmi sem ilma vel og koma í fallegum glösum. Versace – EROS dömu & herra Ilmurinn er inn- blásinn af grískri goðafræði og er Eros maðurinn á bak við andlit Versace- tískuhússins. Nafn ilmsins er í höfuð á gríska ástargoðsins Eros, sem var sonar gyðjunnar Afródítu. Ilmurinn er í takt við sinn tíma. Klassískur, tímalaus, rómantískur og kryddaður með nótum af mintu, vanillu, grænu epli, sedrusviði og tonka-baunum. PACO – Invictus & Olympéa Olympéa & Invictus frá Paco Rabanne eru svo sannarlega power-couple! Olympéa býður upp á rómantíska jasmín, sæta van- illu og kryddaðar viðarnótur. Á móti spegl- ar Invictus einstaklega ferskar og hress- andi nótur af mandarínu, jasmín og patchouli. Abercrombie – Authentic Night dömu Kvenkyns ilmurinn gefur frískandi ilm af sólberjum, bleik- um pipar og eplum. Ilmurinn er góð blanda af sætum og sterkum ilm þar sem við- arnótur og blóma- tónar eru und- irstaða ilmsins. Abercrombie – Authentic Night herra Karlkyns ilmurinn er kraftmikill með nótum af eplum, rabbabara og lótus. Ilmurinn ber arómatískan og ávaxtarík- ann tón. En aðrar nótur ilmsins eru eik- armosi, leður og lavander. Valentínusardagurinn er á mánudaginn. Hvernig væri að færa þeim sem þér þykir vænt um ilm í tilefni dagsins? Ilmandi Valentínusargjöf! 38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2022 Á þessum tíma árs er tilvalið að vinda sér í vorhreingerningu á húðinni. Uppáhaldið mitt eru góðar ávaxta- sýrur og næringarmaskar. Eftir langan vetur getur húðin verið þurr, með svo- lítið þykka áferð og gráleit. Það er alltaf mikilvægt að hreinsa húðina bæði á morgnana og á kvöldin og til að það verði alltaf hluti af þinni rútínu er mikilvægt að hafa hana einfalda, skemmtilega og auð- velda,“ segir Bára og mælir með því að hver og einn eigi góða hreinsimjólk og andlits- vatn sem passi fyrir húð viðkomandi. Ef þig langar að gera tvöfalda hreinsirútínu þá mælir Bára með því að byrja með olíuhreinsi, hreinsa síðan andlitið með léttari hreinsifroðu og strax á eftir setja rakagefandi andlits- vatn á húðina. „Veldu alltaf mildar vörur til að ganga ekki á náttúrulegu varnir húðarinnar, sem eru í efsta lagi hennar. Þannig verður húðin hrein og tilbúin fyrir það sem á eftir kemur. Ég mæli með Renewing Ampoules Clearly Corrective Accelerated Clarity frá Kiehl’s. Þetta eru 28 ampúlur og þú notar eina að morgni og eina að kvöldi á hreina, þurra húð og notar meðferðina þar af leiðandi í 14 daga. Þær innihalda valin efni sem er ætlað að jafna húðlit, minnka dökka bletti, losa um dauðar húðfrumur og hraða endurnýjun húð- frumna,“ segir Bára. Í þessum kokteil er að finna sérhæfða af- leiðu af C-vítamíni sem hjálpar til við að draga úr dökkum blettum og gefur bjartan húðtón. „Þetta er frábær vörn gegn sindurefnum og styrkir ónæmiskerfi húðarinnar. Formúlan inniheldur einnig glýkólsýru sem er náttúruleg ávaxtasýra sem er unnin úr syk- urreyr. Þessi ávaxtasýra losar um dauðar húð- frumur og hjálpar við að slétta og betrumbæta áferð, jafna húðlit og minnka dökka bletti. Fýtatsýra er minna þekkt en hún er unnin úr hrísgrjónahýði og hefur mýkjandi og hreinsandi áhrif á húðina. Sýnt hefur verið fram á að notkun hennar flýtir fyrir losun á dauðum húðfrumum sem gerir húðina ferska og ljómandi. Fýtatsýra er einnig góður kostur fyrir viðkvæma húð. Þetta eru stjörnurnar í meðferðinni en einn- ig eru mýkjandi og róandi olíur í formúlunni.“ Meðan á þessari 14 daga meðferð stendur er líka upplagt að næra húðina vel með góðum maska. „Fremstur á meðal jafningja í þessu samhengi finnst mér vera: Ginger Leaf & Hibiscus Firming Mask frá Kiehl’s sem er hugsaður fyrir allar húðgerðir, einnig viðkvæmar. Þessi maski dekrar við húðina á meðan þú sef- ur, hann er flauelsmjúkur og gefur samstundis þéttandi áferð. Hann er auðgaður með hibiscus- fræþykkni og engiferlaufum. Hann er settur á húðina eftir hreinsun að kvöldi til og eftir að Cle- arly Corrective Accelerated Clarity Renewing- ampúlan er sett á. Maskinn má vera á yfir nótt- ina og gott er að nota hann 4-5 sinnum í viku. Að morgni eftir hreinsun og eftir að Clearly Corrective Accelerated Clarity Renewing- ampúlan er sett á andlit og háls er nauðsynlegt að nota gott dagkem með góðri sólvörn, SPF 30 eða meira.“ Bára Hafsteinsdóttir, snyrtifræðingur hjá Lancôme, elskar að taka húðina í gegn á vorin þegar hún er sem glærust og þreytulegust. Hér deilir hún ráðum sem virka alltaf. Vorhrein- gerning fyrir andlitið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.