Rit Mógilsár - 01.01.2022, Síða 3

Rit Mógilsár - 01.01.2022, Síða 3
4 Rit Mógilsár Rit Mógilsár 5 Inngangur Yfirvetrun skógarplantna á frystigeymslum hefur fyrst og fremst þann tilgang að forða plöntunum frá skemmd um. Hörð haustfrost, umhleypingar yfir vetrar tímann og sein vorfrost geta orsakað skemmd- ir sem hafa neikvæð áhrif á vöxt og lifun eftir gróður setningu (Carole Coursolle o.fl., 2000; Steven C Grossnickle o.fl., 2020; Steven C Grossnickle og Joanne E Macdonald, 2018; Anders Lindström, 1986). Forsenda þess að geymsla á frystum skógarplöntum heppnist er að hafa aðgengi að aðferð sem metur með öruggum hætti hvort plöntur eru tilbúnar til fryst ingar eða ekki (Francine J Bigras o.fl., 2001; Eva Stattin o.fl., 2000; Ulfstand Wennström o.fl., 2016). Rann sóknir hafa sýnt að fari plöntur inn á frysta án þess að hafa tilhlýðilegt frostþol getur dreg ið úr lifun og rótarvaxtarþrótti eftir geymsluna (Anders Lindström og Lars Håkansson, 1996). Það er m.ö.o. sterkt samband á milli frostþols og getu skógar- plantna til þess að þola langtímageymslu í frysti (Anders Lindström o.fl., 2014; Cecilia Malmqvist o.fl., 2017). Auk þess hefur komið í ljós að skógarplöntur sem ekki hafa gott frostþol áður en þeim er pakkað í vetrargeymslu eru útsettari fyrir skemmdum vegna grámyglu (Botrytis cinerea) meðan á geymslu stendur (Ulfstand Wennström o.fl., 2016). Jónaleki (SEL; Shoot Electrolyte Leakage) hefur ver ið notaður til að meta frostþol skógarplantna í fram- leiðslu á Íslandi frá árinu 2004 en Hrefna Jóhannes- dóttir hjá Skógrækt ríkisins tók upp aðferðina og studdist við aðferðafræði og rannsóknir frá Svíþjóð. Aðferðin byggist á því að þegar plöntufrumur eru skaddaðar af frosti leka þær meira af innihaldi sínu en óskaddaðar frumur. Hægt er að mæla þennan leka með því að mæla styrk jóna í vatni sem plöntu- vefur er látinn liggja í, fyrir og eftir stýrða fryst ingu. Því meira sem hlutfallslegur styrkur jóna í vatns- lausninni eykst eftir frystingu, því meira er plöntu- vefurinn skaddaður sem bendir til þess að plöntur hafi ekki byggt upp nægjanlegt frostþol (Karen E Burr o.fl., 2001). Í þessu riti verður farið lauslega yfir hvaða þættir hafa áhrif á myndun frostþols í yfirvexti og rótum barrviða í skógarplöntuframleiðslu og hvernig plöntur verjast frostálagi. Verklaginu við jónalekaaðferðina er lýst og greint frá rannsóknum sem hún byggist á. Einnig eru teknar saman helstu niðurstöður jónalekamælinga sem framkvæmdar hafa verið hérlendis og fjallað um hvaða lærdóm megi draga af þeim. Malmqvist o.fl., 2017) nái fyrr frostþoli. Það er fyrst og fremst hitastig undir 5°C sem framkallar frostþol í rótum og umhleypingar leiða til minna frostþols róta samanborið við stöðugan kulda (Francine J Bigras og Daniel Dumais, 2005; Stephen J Colombo o.fl., 2001). Frostþol róta dvínar ef meðalhiti dags fer yfir 5°C og tap rótarfrostþols gengur mun hraðar fyrir sig en tap frostþols í yfirvexti (Francine J Bigras o.fl., 2001). Þetta ber að hafa í huga við pökkun plantna inn á frysta. Oft eru skógarplöntur fluttar inn í gróðurhús til þess að bræða snjó af þeim svo hægt sé að koma þeim í geymsluumbúðir. Varast skyldi að geyma plönturnar lengi við hitastig yfir 0°C heldur flytja inn plöntur í smærri skömmtum sem næst að vinna upp á skömmum tíma. Að öðrum kosti er hætta á að rætur skógarplantnanna fari inn á frysta með of lítið frostþol. Algengasta hitastig í frystum liggur á milli -2°C og -5°C. Varast ber að hitastigið fari niður fyrir -5°C til þess að tryggja að rætur verði ekki fyrir skemmdum (Anders Lindström, 1996; Ulfstand Wennström o.fl., 2016). Þegar að pökkun kemur er einnig mikilvægt að barrið sé laust við vætu því eftir því sem yfirvöxtur plantna er rakari, því meiri hætta er á að mygla nái sér á strik í vetrargeymslunni (Raija-Liisa Petäistö, 2006; Raija-Liisa Petäistö o.fl., 2004). 1. mynd. Skýringarmynd af uppbyggingu og missi frostþols í rótum og sprotum barrtrjáa, ræktuðum í bökkum á norðlægum slóðum. Myndin er aðlöguð frá (Francine J Bigras og Daniel Dumais, 2005). Myndun frostþols Hvað gerist í frumunum við frostálag? Árlegur vaxtartaktur trjágróðurs er bundinn í genum en stjórnað af umhverfisþáttum (Sally N Aitken og Mats Hannerz, 2001). Þannig hefur stytting ljóslotu síð sumars mest áhrif til myndunar frostþols í yfir- vexti barrviða í skógarplöntuframleiðslu á norður- slóðum (Francine J Bigras o.fl., 2001; Stephen J Co- lom bo o.fl., 2001). Þegar daginn tekur að stytta verða fítókróm plantna smátt og smátt óvirk og það hvetur til vaxtarstöðvunar, myndunar endabrums og frostþolsmyndunar. Til þess að flýta fyrir frost þols- myndun í yfirvexti er því algengt að nota myrkv un í ræktunarferli skógarplantna, sérstaklega í gróðrar- stöðvum á norðlægum slóðum þar sem sumardagar eru langir (Stephen J Colombo o.fl., 2001). Frostþol plantna er skilgreint sem þol gagnvart hita- stigi undir frostmarki, með öðrum orðum lægsta hitastigi undir frostmarki sem plöntuvefur þolir án þess að skemmast (Steven C. Grossnickle, 2000). Frostþols myndun yfirvaxtar hefur verið flokkuð í þrjú stig fyrir marga barrviði. Fyrsta stigið er hvatað af styttingu daglengdar eins og áður segir. Annað stigið hefst þegar hitastig nálgast 0°C og af því leiðir talsvert meira frostþol. Frostþolsmyndun sitkagrenis (Picea sitchensis (Bong.) Carr.), rauðgrenis (Picea abies (L.) Karst.) og skógarfuru (Pinus sylvestris L.) hefur verið flokkuð upp í þessi tvö stig. Þriðja stigið hefur aðeins verið skilgreint fyrir harðgerðustu barr trén en dögglingsviður (Pseudotsuga menziesii (Mirb.) Franco) er t.d í þeim hópi. Þetta stig næst aðeins ef plöntur fá á sig mjög hart frost, á milli -30°C og -50°C (Francine J Bigras o.fl., 2001). Rætur hafa venjulega miklu minna frostþol en yfir- vöxtur og myndun frostþols róta er aðallega háð kælingu ræktunarefnisins en ekki ljóslotunni (1. mynd) (Francine J Bigras og Daniel Dumais, 2005; Aija Ryyppö o.fl., 1998; Eva Stattin og Anders Lindström, 1999). Það er því mikilvægt að plöntur í framleiðslu fái kælingu til þess að örva frostþolsmyndun í bæði yfirvexti og rótum þegar líður að geymslu á frysti á haustin (Cecilia Malmqvist o.fl., 2017; Eva Stattin o.fl., 2000; Elisabeth Wallin o.fl., 2019). Þar sem rætur ná minna frostþoli, og að einhverju marki seinna en yfirvöxtur, er meiri hætta á að rætur skemmist áður en plöntum er pakkað á frystigeymslu. Rannsóknir hafa sýnt að kæling við sem næst 0°C í 3-6 vikur gerir að verkum að rætur rauðgrenis (Eva Stattin o.fl., 2000), skógarfuru (Eva Stattin og Anders Lindström, 1999) og dögglingsviðar (Cecilia Missir frostþols Hitastigsháð ferli Frostþolsmyndun Hitastigsháð ferli Frostþols- myndun, Ljósháð ferli Stig 1 Missir frostþols Hitastigsháð ferli Frostþolsmyndun Hitastigsháð ferli Stig 2 -x -y -z Fr o st þ o l ( °C ) Sproti Rætur JJ MAMDNOSAJ F Þegar plöntuvefur verður fyrir frostálagi geta mynd- ast ískristallar innan hans, annars vegar utan frumna (e. extracellular) og hins vegar innan frumna (e. intra cellular). Ískristallamyndun utan frumna gerist í rýminu milli frumnanna (e. intercellular spaces). Í því rými er efnainnihald minna en inni í frumsekk frumna þar sem ljóstillífun fer fram og því byrjar ískristalla myndunin þar. Ískristallar hafa verulega sækni í vatn og því dregst vatn til þeirra úr frumum, gegnum gegndræpar frumuhimnur og frumuveggi, með þeim afleiðingum að ískristallar stækka á milli frumnanna, frumurnar dragast saman og styrkur efnainnihalds í eftirstandandi frumuvökva hækkar, sem leiðir af sér enn meira frostþol. Þannig virka uppleystar sykrur og sölt sem frostlögur í frumum. Þegar þetta gerist þolir plöntufruman og vefurinn í heild meira frost. Hafi plöntuvefurinn hins vegar ekki myndað nægjanlegt frostþol eða ef frýs mjög hratt, getur ískristallamyndunin orðið það mikil og ör að frumuveggir rofna, innihald frumu lekur úr frumsekk og því eykst styrkur jóna utan frumunnar (2. mynd) (t.d. Landis o.fl., 2010; Akira Sakai og Walter Larcher, 1987; Marja-Liisa Sutinen o.fl., 2001). Ef plöntuvefur hefur myndað frostþol, skemmir ískristallamyndun utan frumu ekki vefinn. En þegar ískristallar myndast inni í frumunum í vef sem hefur takmarkað frostþol, með þeim afleiðingum að frumuhimnur rofna, hefur það hins vegar eyðileggjandi áhrif á plöntuvefinn (Steven C. Grossnickle, 2000; Akira Sakai og Walter Larcher, 1987). Þegar heilbrigður, óskemmdur plöntuvefur er látinn liggja í afjónuðu vatni má mæla aukna leiðni í vatn inu vegna þess að efnainnhald (jónir) frumna

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.