Rit Mógilsár - 01.01.2022, Qupperneq 5

Rit Mógilsár - 01.01.2022, Qupperneq 5
8 Rit Mógilsár Rit Mógilsár 9 Rannsóknir að baki jónalekaaðferðinni Aðferðin sem notuð er við jónalekapróf á Íslandi er byggð á sænskum rannsóknum Anders Lindström og Lars Håkonsson sem þeir birtu árið 1996. Enn er hún mest not aða frost þolsprófið í Noregi (Eleonora Høst, ræktunar stjóri gróðrarstöðvarinnar Skogsplanter Øst norge, munn leg heimild, 26. október 2021) og einn ig í Sví þjóð (Ulf stand Wenn ström o.fl., 2016). Í tilraun Lindström og Håkonsson (1996) voru bornar saman tvær aðferðir við að meta frostþol í rauðgreni og skógar furu, annars vegar þurrefnisinnihald sprota og hins vegar jóna leka aðferðina á bæði sprota og rætur. Þegar frost þol smyndun í sprota eykst minnk ar vatns magn í plöntu vefn um. Við fram- kvæmd þurr efnis prófs er fylgst með hlut falli þurr- efnis í sprota yfir ákveð inn tíma á haustin með því að mæla mun á fersk vigt og þurrvigt sprotanna. Þegar þetta hlutfall mælist á ákveðnu bili telst fram- leiðslan hafa náð frost þoli (Ulf stand Wenn ström o.fl., 2016). Hversu hátt hlut fall þurr efnisins þarf að vera svo að planta sé metin geymslu hæf eða ekki, fer eftir trjá tegund, aldri, uppruna (kvæmi) og hvort plöntur hafa vaxið við að stæður sem voru hag stæðar eða óhag stæðar til að mynda frostþol (Anders Lindström, 1996). Það hefur komið í ljós að þurrefnis- prófið er ekki mjög næmt, þ.e. lítill munur á hlutfalli þurrefnis í skógarplöntum getur gefið mikinn mun á frostþoli. Þegar t.d. rauðgreniplöntur mælast með 33% þurrefni þola þær að einhverju leyti frost, en þegar þurrefnisinnihald hefur hækkað í 35% mega þær fara inn á frysti. Þarna er lítill munur á og þess vegna er mælt með því að framleiðendur geri líka frostþolspróf á annan hátt á sama tíma (Anders Lindström o.fl., 2014). Lindström og Håkonsson (1996) gerðu frostþolspróf á mismunandi efniviði af rauðgreni og skógarfuru sem hafði ólíkan uppruna og ræktunarsögu. Til þess að komast að frostþoli hverrar meðferðar var notuð stýrð frysting. Plöntur af hverjum með- ferðar lið voru frystar. Fryst var frá byrjun september til enda nóv ember á tveggja vikna fresti. Yfirvöxtur var fryst ur niður í fjögur mismunandi hitastig í hvert skipti (-10°C, -15°C, -20°C og -25°C) og plöntur af við- miði geymdar við 2°C á meðan. Rætur voru aðeins fryst ar niður í tvö frystistig, -5°C og -10°C (sjá lýsingu á frystingar ferli í verklýsingu á jónalekaprófi). Við allar frysti dagsetningar voru plöntur af samsvarandi með ferð settar í geymslu á frysti við -3°C. Lifun þeirra var tekin út í maí árið eftir og sömuleiðis rótar vaxtar þróttur (e. root growth capacity). Plönt- urnar voru ræktaðar í sandblönduðum jarðvegi í gróðurhúsi í þrjár vikur. Þurrvigt þeirra róta sem vaxið höfðu út í jarðveginn eftir ræktunartímann var mæld og notuð sem mælikvarði á vaxtarþrótt plantna eftir geymslutímann. Ef engar rætur uxu út í ræktunarefnið á tímabilinu var plantan úrskurðuð dauð. Með þessari aðferð var hægt að komast að frostþoli plantnanna á hverjum tíma og kanna hvort samband væri milli frostþolsins og getu plantnanna til að þola mislangan geymslutíma í frysti. Helstu niðurstöður úr verkefninu fyrir yfirvöxt: • Myrkvaðar rauðgreniplöntur náðu frostþoli fyrr en ómyrkvaðar. • Rauðgreni sem seint var sáð til náði nægjanlegu frostþoli mánuði seinna en það sem sáð var fyrr. • Ef dregið hafði verið úr köfnunarefni um helming í haustunarferlinu seinkaði það frostþolsmyndun í rauðgreni. • Norðlægari kvæmi rauðgrenis náðu frostþoli fyrr en þau suðlægari og gátu því farið fyrr á frysti. • Gott samband var á milli jónalekagildisins og lifunar eftir geymslu á frysti. Þegar plöntur þoldu -25°C komu þær best út úr vetrargeymslunni. Átti það við bæði um rauðgreni og skógarfuru. • Þegar jónalekaprófið gaf til kynna gott frostþol var þurrefnisinnhald sjaldan innan þeirra marka sem mælt er með fyrir plöntur sem eiga að vera komnar með frostþol. Þurrefnisinnihaldið á það til að sveiflast upp og niður og gefur því ekki eins góða mynd af frostþoli og jónaleki. • Ófrystar plöntur (viðmið) sýndu mismunandi gildi hvað varðaði náttúrulegan jónaleka. Þess vegna er það gildi dregið frá því gildi sem kemur út þegar plöntur eru frystar niður í -25°C, sjá jöfnur á bls. 8 og 3. mynd. Ef mismunurinn lá á milli 0% og 5% sýndi sig að frostþolið/geymsluþolið var mjög gott. Þegar aðferðin hafði verið notuð í nokkur ár var hámarksgildið lækkað niður í 4% til þess að tryggja betur að plöntur væru tilbúnar fyrir langan geymslutíma (Anders Lindström o.fl., 2014). Í könnun á rótarfrostþoli rauðgrenis voru aðeins not aðir meðferðarliðir með snemma sáðu (sáð um miðjan mars) og seint sáðu rauðgreni (sáð í byrj- un júlí). Helstu niðurstöður fyrir rætur voru að rauð- greni sem sáð var fyrr jók frostþol sitt stöðugt frá tímabilinu 22. sept. til 3. nóvember. Á síðustu 14 dögum rannsóknarinnar jókst frostþolið hægar, en það þoldi að lokum -10°C. Hjá greni sem var sáð seint voru ræturnar mun viðkvæmari fyrir frosti á öllu tíma bilinu og náðu aldrei því marki sem fyrr sáðar plöntur náðu. Rannsókn þeirra Lindström og Håkonsson (1996) sýndi hversu erfitt er að ná frost- þoli í seint sáðar plöntur, hvort heldur í yfirvöxt eða rótar kerfi. Hún sýnir líka að frostþol næst seinna í ræt- ur en yfirvöxt. Þetta hefur verið staðfest í fleiri rann- sóknum og fyrir aðrar tegundir svo sem dögglingsvið (Cecilia Malmqvist o.fl., 2017), skógarfuru, hvítgreni (Picea glauca (Moench) Voss) og svartgreni (Picea mariana (Mill.) BSP) (Francine J Bigras og Daniel Dumais, 2005). Þar sem rætur bakkaplantna eru einangraðar af ræktunar efninu og bökkum raðað þétt saman í rækt un eru þær, ólíkt sprotanum, síður útsettar fyrir kulda sem hvetur frostþolsmyndun. Þess vegna geta komið upp þær aðstæður að hausti að sprotinn sé komin með frostþol en ekki rætur (Aija Ryyppö o.fl., 1998). Jónalekamælingar á frostþoli róta hafa ekki verið innleiddar í eftirlit með frostþoli skógarplantna af ýmsum ástæðum (K. Radoglou o.fl., 2007; Tapani Repo og Aija Ryyppö, 2008; Eva Stattin o.fl., 2000). En rannsóknir hafa sýnt að ef hitastig ræktunarefnis hefur legið á milli milli 0°C og 5°C í um 4 vikur sam- fleytt má búast við að rætur skógarfuru hafi náð nægjan legu frostþoli (Eva Stattin og Anders Lind- ström, 1999). Fyrir rauðgreni er 6 vikna kæling við sama hitastig nægjanleg fyrir rótarkerfið (Eva Stattin o.fl., 2000). Ræktendur skógarplantna geta því nýtt síritandi hitamæla sem mæla hitastig í ræktunarefni til þess að gera sér grein fyrir hve líklegt er að rætur hafi myndað frostþol áður en til pökkunar inn á frystigeymslu kemur (Eva Stattin, 1999). Lerki- og greniplöntur sem frystar hafa verið í kössum. Ljósmynd: Pétur Halldórsson Lerkiplöntur í uppeldi Ljósmynd: Rakel J. Jónsdóttir

x

Rit Mógilsár

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.