Breiðholtsblaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 12
12 Breiðholtsblaðið JÚNÍ 2022
Nú stendur yfir sýningin Náttúran og ég sem er vorsýning
kvennahóps í Fjölskyldumiðstöðinni Gerðubergi. Ungar konur í
TINNU hafa komið saman undanfarið í Fjölskyldumiðstöðinni og
málað með vatnslitum í kjölfar hugleiðslu og núvitundaræfinga auk
þess að hafa fræðst um mikilvægar listakonur sem hafa skapað list
í sterkum tengslum við tilfinningaúrvinnslu, skynjun, núvitund og
andlegar pælingar. Sýningin er afrakstur vinnu hópsins og samveru
og mun standa til og með 28. júní. Fjölskyldumiðstöðin er opin alla
virka daga kl. 8:30 til 16:00.
Nú er fjölskyldufjörið aftur farið af stað. Pepp samtökin og Virknihús,
TINNA bjóða upp á Fjölskyldufjör, úti samveru með börnum, einu
sinni í viku á miðvikudögum foreldrum að kostnaðarlausu. Mæting
er í Arnarbakka 2. Brottför er kl. 13.00 og komið til baka kl. 16.00.
Fyrsta fjölskyldufjörið var miðvikudaginn 15. júní. Þá var farið í
Árbæjarsafnið. Næsta miðvikudag 22. júní var farið á Klambratún.
Næsta miðvikudagur 29. júní er förinni heitið í Húsdýragarðinn og
miðvikudagur 6. júlí verður farið í Gerðasafn i Kópavogi. Miðvikudagur
13. júlí er sumarhátíð í Gerðubergi. Miðvikudaginn 20. júlí verður
farið í Öskjuhlíð og 27. í Nauthólsvík. Miðvikudaginn 3. ágúst verður
svo farið í Gufunesbær. Miðvikudaginn 10. ágúst verður svo farið í
Rútuferð. Spurning um hvert verður farið. Einnig verður í boði viðtöl
og spjall við félagsráðgjafa í opnum tíma í kaffihúsi Pepp í Arnarbakka
2 alla mánudaga í sumar milli kl. 11.00 til 15.00. Engin skráning er í
spjallið og það kostar ekkert.
Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, eru grasrótarstarf EAPN á Íslandi
og eru öllum opin sem hafa reynslu af fátækt og félagslegri einangrun
og vilja taka þátt í öflugu starfi til að breyta aðstæðum fólks sem býr
við fátækt og viðhorfum samfélagsins til þess. Pepp sækir fyrirmynd
í samskonar starfsemi systrasamtaka EAPN víða um evrópu og er
nafnið íslenskun á skammstöfuninni PeP, sem stendur fyrir People
experiencing Poverty eða fólk sem upplifir fátækt.
Vorsýning kvenna
hóps TINNU
í Gerðubergi
Nú er vetrarstarfinu í félagsmiðstöðvunum að
ljúka. Starfið í vetur hefur gengið vonum framar
og eftir að öllum takmörkunum vegna Covid lauk
hefur mætingin verið frábær. Unglingarnir voru svo
sannarlega frelsinu fegnir og voru duglegir að mæta á
viðburði félagsmiðstöðvarinnar.
Áfram verður opið í félagsmiðstöðvunum á kvöldin
fyrir unglingana í hverfinu, nánari upplýsingar um
opnunartíma má finna á midberg.is. Sumaropnanir
verða til 8. júlí fyrir unglingana. Í félagsmiðstöðvunum
verða starfræktir vinnuskólahópar í sumar. Þessir
vinnuskólahópar sinna sérstökum verkefnum og mun
fjöldi unglinga taka þátt í þeim. Sumarsmiðjur fyrir
börn á aldrinum 10-12 ára verða starfræktar í sumar
til 20. júlí. Skráning í smiðjurnar var frábær en aðeins
örfá pláss eru eftir á nokkrum dagsetningum. Einn aðal
viðburður sumarsins var svo þriðjudaginn 28. apríl en
þá fóru félagsmiðstöðvarnar í Breiðholti saman í útilegu.
Frábær mæting eftir Covid
Á góðum degi í félagsstarfinu.
Nú er sumarið gengið í garð
með tilheyrandi sólskini og
kampakátum krökkum. Veturinn
í Hellinum var vel heppnaður,
frábær og erilsamur. Hellirinn er
sértæk félagsmiðstöð í Seljahverfi
sem þjónustar börn í 5. til 10.
bekk og er sú fjölmennasta í
Reykjavík sinnar tegundar.
Það var vel við hæfi að kveðja
veturinn með árshátíð fyrir börn
og unglinga í Hellinum og fórum
við í trampólíngarðinn Rush að
hoppa. Eftir hoppin fengu svangir
mallakútar Pizzu í Rush og þegar
komið var til baka í Hellinn
var boðið upp á frostpinna.
Dásamlegur endir á frábærum
vetri hjá öllum í Hellinum og
hlökkum við til næsta skólaárs með
krökkunum okkar.
Takk fyrir veturinn og gleðilegt
sumar.
Árshátíð
og sumar
sprell í
Hellinum
Allir fengu pizzu í Rush.
- opið á kvöldin til 8. júlí
Svo biðu íspinnar þegar
komið var til baka í Hellinn.
- fjölskyldufjörið aftur farið af stað
Þangbakka 10 (MJÓDD) • Sími: 557-2053
AS WE GROW hefur flutt í glæsilega verslun á Klapparstíg 29 þar sem
Rakarastofan Klapparstíg var áður til húsa. Hugmyndafræðin gengur
út á að hanna og framleiða fallegar, klassískar og vandaðar flíkur sem
endast og geta gengið á milli barna og kynslóða.
AS WE GROW er eina íslenska fatahönnunarmerkið sem hefur hlotið
Hönnunarverðlaun Íslands, meðal annars fyrir að byggja á ábyrgum
umhverfissjónarmiðum og berjast gegn fatasóun, en flíkurnar eru úr
hágæða náttúrulegum hráefnum sem endast vel. AS WE GROW framleiðir í
dag fatnað fyrir alla fjölskylduna.
Íslenska fata
hönnunar merkið
AS WE GROW flytur
á Klapparstíg