Feykir


Feykir - 07.07.2021, Blaðsíða 5

Feykir - 07.07.2021, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Tindastóll og Selfoss mættust sl. miðvikudagskvöld í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu en bæði lið vildu krækja í stigin þrjú; Selfoss til að koma sér betur fyrir í toppbaráttunni en Stólastúlkur til að bæta stöðu sína í hinni baráttunni. Það fór svo að lokum að liðin skildu jöfn en hvorugu tókst að koma boltanum í markið enda lítið um góð marktækifæri og aðstæður ansi strembnar. Það var hlýtt á vellinum en sunnan rokrassgat gerði leik- mönnum erfitt fyrir. Jackie fékk besta færi Stólastúlkna í fyrri hálfleik en Guðný Geirs í marki Selfoss varði boltann í þver- slá. Hin frábæra Hólmfríður Magnúsdóttir var lífleg í sókn gestanna og hún átti glæsilega sendingu inn fyrir vörn Stólanna á Evu Lind sem komst framhjá Amber í markinu en færið var orðið þröngt og María Dögg hreinsaði boltann af línu. Bæði lið fengu álitlegtar hornspyrnur í fyrri hálfleik en tókst ekki að skapa alvöru hættu. Rétt eins og fyrri hálfleikur var sá síðari jafn. Lið Tindastóls ætlaði augljóslega að þrýsta Pepsi Max deild kvenna | Tindastóll – Selfoss 0–0 Jafnt í sunnanbáli á Króknum Kristrún með Hólmfríði í gjörgæslu. Bryndís ekki langt undan. MYND: ÓAB Húnvetningar hafa verið á flugi í 4. deildinni og eftir að hafa tapað fyrsta leiknum hafa þeir unnið alla leiki síðan. Liðið sem lagði Kormák/Hvöt í gras í byrjun tímabils var lið Léttis úr Breiðholti og þeir mættu á Blönduósvöll sl. laugardag í fyrsta leik síðari umferðar D-riðilsins. Húnvetningar voru ekki á þeim buxunum að fella flugið niður því þeir náðu forystunni snemma leiks og sigruðu örugglega 4-1. Það var hinn eldsnöggi og lipri Akil De Freitas sem kom liði Kormáks/Hvatar yfir eftir átta mínútna leik. Sigurður Bjarni Aadnegard bætti við marki á 41. mínútu og staðan 2-0 í hálfleik, Hann bætti við öðru marki á 78. mínútu og fullkomnaði síðan þrennuna á fimmtu mínútu uppbótartíma en í millitíðinni hafði Ari Viðarsson minnkað muninn með marki úr víti. Kormákur Hvöt er nú á toppi riðilsins með 21 stig eftir átta leiki en Vængir Júpiters geta jafnað við Húnvetningana ef þeir vinna leik sinn gegn Úlfunum. Toppliðin mætast síðan í næstu umferð en leikið verður á Fjölnisvelli í Grafar- vogi þann 10. júlí kl. 14. /ÓAB D-riðill 4. deildar | Kormákur/Hvöt - Léttir 4–1 Sigurður með þrennu 3. deild | Einherji – Tindastóll 3–6 Pape vaskur í níu marka veislu á Vopnafirði Síðastliðinn miðvikudag tilkynnti Körfuknattleiks- deild Tindastóls að samið hefði verið við Bandaríkja- mannin Javon Bess um að leika með líðinu næsta tíma- bil, 2021-2022 og daginn áður var sagt frá því að samið hefði verið við írska lands- liðsmanninn Taiwo Badmus. Javon Bess er 25 ára gamall framherji (G/F), 198 sm á hæð, en hann lék til 2019 með St. Louis háskólanum í Atlantic 10 háskóladeildinni sem er mjög sterk 1. deildar háskóladeild í NCAA. Bess tók þátt í NBA nýliðavali 2019 en var ekki valinn. „Stjórn kkd. Tindastóls vonast til að Javon komi til landsins í ágúst en þó er aldrei að vita hvort ferðatakmarkanir í Bandaríkjunum muni hafa áhrif þegar líður nær hausti. Stjórnin er spennt að sjá Javon sprikla á parketinu í Síkinu,“ sagði í tilkynningu. Taiwo Badmus er 28 ára gamall, 200 sm á hæð og mikill íþróttamaður. Hann er með breskt-írskt vegabréf og kemur því til liðsins sem Bosmaður. Taiwo lék síðast með Leyma Basquet Coruna sem er sama lið og Sigtryggur Arnar Björns- son lék með í lok síðasta tímabils í spænsku LEB Oro deildinni og sameinast þeir því á ný á Króknum. Taiwo hefur einnig verið hluti af írska lands- liðinu síðustu ár. /ÓAB Tindastólsmenn skutust austur á Vopnafjörð á laugardag þar sem lið Einherja beið eftir að taka á móti þeim í mikilvægum slag í botnbaráttu 3. deildar. Lukkan hefur ekki verið í liði með Stólunum í síðustu leikjum og staða liðsins því ekki góð í deildinni. Það var því bráð- nauðsynlegt fyrir leikmenn að sýna úr hverju þeir eru gerðir og grípa stigin þrjú með sér heim og rífa sig upp úr fallsæti í leiðinni. Þetta hafðist í níu marka veislu þar sem Stólarnir skoruðu helmingi fleiri mörk en heimamenn. Lokatölur 3-6. Það blés ekki byrlega í upphafi því Björn Ingólfs kom Einherja yfir á þriðju mínútu en Pape Mamadou Faye jafnaði tveimur mínútum síðar. Heiðar Aðal- björnsson kom heimamönnum yfir á ný á 11. mínútu en Addi Ólafs jafnaði á ný á 27. mínútu. Pape kom Stólunum síðan yfir á 38. mínútu og staðan í hálfleik 2-3 fyrir gestina. Pape fullkomnaði þrennuna á 57. mínútu og bætti fjórða marki sínu við fimm mínútum síðar. Vopnfirðingurinn í liði Tindastóls, Sverrir Hrafn, klár- aði leikinn fyrir Stólana með marki á 73. mínútu. Ismael Moussa Yann Trevor átti hins vegar síðasta mark leiksins á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Með sigrinum komst lið Tindastóls úr 11. sæti upp í það níunda en segja má að 3. deildin skiptist jafnt milli topp- og botnbaráttu; sex lið í hvorri baráttu. Stólarnir fóru ansi fáliðaðir austur en aðeins 15 leikmenn voru á skýrslu og einn þeirra var Atli Jónasson í þjálf- arateyminu. Næsti leikur Tindastóls er í kvöld þegar strákarnir mæta liði KFG á OnePlus-vellinum í Garðabæ en um er að ræða leik sem var frestað vegna Covid í upphafi móts. Nú á laugardag kemur síðan lið KFS úr Eyjum í heimsókn á Krókinn og hefst leikurinn kl. 12:00. Lið KFS er í neðsta sæti sem stendur, þó aðeins tveimur stigum á eftir liði Tindastóls, og má því reikna með hörkuleik. /ÓAB Körfubolti Badmus og Bess ganga til liðs við Tindastól Pape Mamadou Faye er kominn með níu mörk fyrir Stólana. MYND: HJALTI ÁRNA Baldur Þór þjálfari ásamt Sigtryggi Arnari. MYND: TINDASTÓLL. Sigurður Bjarni Aadnegard. MYND AF FB boltanum upp völlinn og vinna innköst og hornspyrnur til að setja lið Selfoss undir pressu. Því miður voru hornspyrnurnar ekki vel framkvæmdar undan vindinum, fóru flestar aftur fyrir endamörk, og því tókst ekki að ógna marki gestanna að ráði. Selfyssingar sóttu gegn vindi en vörn Stólanna hélt, þó stundum væri smá skjálfti þegar Hólm- fríður kom á ferðinni með allar sínar fintur og fínerí. Það voru þó hornspyrnur Selfossliðsins sem sköpuðu mesta hættu en allt kom fyrir ekki. Jafntefli því sanngjörn úrslit þegar upp var staðið. Í liði Tindastóls var Kristrún ólseig og límdi sig á köflum á Hólmfríði, Dom átti sennilega sinn besta leik fyrir Stólastúlkur, var grimm og sterk, og þá átti Hugrún fína spretti en í heildina var vinnslan hjá heimastúlkum frábær og varnarlega stigu þær varla feil- spor. Í síðari hálfleik varð Leið 1, langur fram eða upp kantana, of oft fyrir valinu í stað þess að reyna að færa boltann rólega fram völlinn. En Leið 1 hefur reyndar oft gefist Stólastúlkum vel þó ekki hafi hún skilað marki að þessu sinni. /ÓAB 27/2021 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.