Morgunblaðið - 15.06.2022, Page 2

Morgunblaðið - 15.06.2022, Page 2
Búðir Snæfellsnesi Á Búðum er mikil náttúrufegurð. Þar má finna gullnar sandfjörur og úfið hraun með miklum gróðri og fallegu fuglalífi. Fjallasýnin er falleg frá Búðum og skartar Snæfellsjökull þar sínu fegursta. Á Hótel Búðum eru björt og nútímaleg herbergi sem flest eru með sturtu eða baðkari. Á veitingahúsi hótelsins má finna girnilegt sjávar- fang og lambakjötsrétti sem bornir eru fram í notalegri borðstofunni. Guðlaug á Langasandi Á Langasandi er hægt að baða sig í sjónum og njóta útsýnisins í Guð- laug sem er náttúrulaug á þremur hæðum. Þriðja hæðin er útsýnis- pallur. Á annarri hæð er heit setlaug og sturtur ásamt tækjarými og á fyrstu hæð er grunn vaðlaug. Á milli hæðanna eru tröppur sem einnig mynda tengingu á milli bakkans og fjörunnar. Guðlaug er opin allt árið um kring. Englendingavík Á fallegum stað í eldri bæjarhluta Borgarness liggur friðsæl og falleg vík sem heitir Englendingavík. Þar ríkir ró og friður sem eingöngu er rofinn af fuglasöng og sjávarnið. Veitingahúsið Englendingavík býður upp á góðan mat í afslöppuðu umhverfi. Á matseðlinum má finna sjávarfang og lamb. Úr veitingahús- inu er afar fallegt útsýni út á sjóinn og nærliggjandi eyjar og sker sem iða af fuglalífi og gaman er að fylgjast með flóði og fjöru úr veitinga- salnum. Simbahöllin Þeir sem ætla að heimsækja Þingeyri ættu að koma við á kaffihúsinu Simbahöllinni og prófa það sem margir segja að séu bestu vöfflur lands- ins. Það má alltaf finna líf og fjör í kringum græna húsið og svo minna innréttingarnar í húsinu og öll umgjörð á Ísland í þá gömlu og góðu daga. Kertahúsið Í Kertahúsinu á Ísafirði er hægt að hanna sitt eigið ilm- kerti. Hægt er að velja mismun- andi ilm, vax og kveik, liti og skreytingu. Starfsfólk Kerta- hússins býr til kertin og lætur viðskiptavini sína vita þegar þau eru tilbúin. Ísafjörður er því orðinn eins og Grasse, mið- stöð ilmgerðar í Frakklandi, ef svo má að orði komast. Krauma Skammt norðan Deildar- tunguhvers standa Krauma-náttúrulaugar. Nátt- úrulaugarnar innihalda hreint og tært vatn, beint úr Deildar- tunguhver, sem kælt er með vatni undan öxlum Oks. Laugarnar eru sex talsins; fimm heitar og ein köld. Engum sótthreinsandi efnum er bætt í vatnið heldur er hreinleiki þess tryggður með mjög miklu rennsli í laugarnar. Húsafell Giljaböð Húsafell Giljaböð bjóða upp á ferðir með leiðsögn í hálendisslökun í einstökum giljaböðum. Ferðin hefst í afþreyingarmiðstöðinni Húsafelli þaðan sem ekið er að Deildargili. Á leiðinni er fræðst um endurnýjanlega orku og farið yfir bráðnandi jökulvatn úr jöklinum Oki svo eitthvað sé nefnt. Ferðin tekur tæpar tvær klukkustundir. Háafell – geitfjársetur Á Háafelli er unnið að verndun og viðhaldi geitastofnsins. Gestir fá góðar móttökur hjá geitunum, sem eru mjög mannelskar. Boðið er upp á frítt kaffi og te á staðnum auk þess sem gestir fá smakk af geitaostum og pylsu úr geitakjöti auk annarra afurða. Hægt er að taka geitur í fóstur og taka þannig þátt í að vernda stofn- inn. B59 hótel B59 er fjögurra stjörnu hótel með notalegri gistingu, veitingastað og heilsulind á Vesturlandi. Snorri veitingastaður og bar er opinn alla daga og hægt að borða þar morgunmat og kvöldmat. skemmtilegir staðir að heimsækja á Vesturlandi Þeir sem ætla að heimsækja Vesturland í sumar hafa úr nægri dægradvöl að velja. Hér eru nokkrir staðir til að heimsækja en listinn er þó engan veginn tæmandi. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is 9 Krauma er í 60 mínútna fjarlægð frá Reykjavík. Það er mikil upplifun að heimsækja Guðlaugu en hægt er að fara úr laug- inni beint út í sjó. Í Englendingavík er hægt að fá gómsætan mat sem klikkar aldrei. Morgunblaðið/Eggert B59 Hótel í Borgarnesi nýtur vinsælda. Langisandur á Akranesi er heillandi viðkomustaður. Giljaböðin í Húsafelli njóta vaxandi vinsælda Morgunblaðið/Eggert 2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Winkel Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Winkel Jónasdóttir mm@mbl.is, Elínrós Líndal elinros@mbl.is Auglýsingar Viðar Ingi Pétursson vip@mbl.is Prentun Landsprent ehf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.