Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.05.2022, Blaðsíða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.5. 2022 S IGN | FORNUBÚÐIR 1 2 , HAFNARF IRÐ I | S : 5 5 5 0800 | S IGN@S IGN . I S | S IGN . I S N ýlega horfði ég á fræga ræðu sem Ronald Reagan flutti við Berlínarmúrinn hinn 12. júní 1987, fyrir tæpum 35 ár- um, aðeins tæpu hálfu ári áður en ég sjálf kom í heiminn. Ræðan er fræg fyrir ákall Reagans til Gorbachevs: „Herra Gorbachev, rífðu þennan vegg niður,“ sagði hann af sinni yf- irveguðu ákveðni. Þetta einfalda ákall, sem embættismenn reyndu ákaft að fá forsetann til að strika út- úr ræðunni, hitti áheyrendur í hjartastað. Línan er ekki skáldleg, flókin eða háfleyg. Hún sagði hins vegar einfaldan sannleika á einfald- an hátt, var sögð á réttum stað, á réttum tíma og kom frá réttum manni. Að tala af kurteisi og virð- ingu um andstæðinginn En það var fleira í ræðunni sem vakti athygli mína. Þar á meðal var sú staðreynd að repúblikaninn Reagan minntist á forvera sinn demókratann John F. Kennedy í allra fyrstu setn- ingu ræðu sinnar. Og ekki nóg með það heldur talaði hann um Ken- nedy með kurt- eisi og af virð- ingu. Rúmum tutt- ugu árum síðar, árið 2008, var demókratinn Barack Obama kosinn forseti Bandaríkjanna. Á kosningavöku repúblikans Johns McCains sagði hann frá því í stuttri ræðu að hann hefði „not- ið þess heiðurs að hringja í Barack Obama og óska honum til hamingju með að vera kjörinn forseti landsins sem við báðir elskum“. Úr áhorf- endaskaranum heyrðust ósæmileg hróp um hið nýkjörna forsetaefni og hávært baul. McCain brást við með því að sýna vanþóknun sína á þessum viðbrögðum eins og hann hafði reyndar neyðst til að gera alloft með- an á kosningabaráttunni stóð. Nú, aðeins fjórtán árum síðar, virðist þessi tilraun McCains til þess að eiga siðfágað og málefnalegt sam- tal við pólitískan andstæðing, og að sýna honum virðingu, vera eins og ómur úr löngu liðinni fortíð. Í því harkalega pólitíska andrúmslofti sem ríkt hefur allra síðustu ár í Bandaríkjunum hefur verið fátt um sambærileg dæmi. Því miður virðist pólitíkin víða annars staðar verða sí- fellt heiftúðugri. Undanfarin ár hafa ýmsir pólitísk- ir hugsuðir lýst vaxandi áhyggjum af þeirri þróun sem orðið hefur í opin- berri umræðu. Áhyggjurnar snúa ekki að harkalegum skoðanaskipt- um, sem hafa ætíð verið hluti af stjórnmálabaráttunni og geta verið nauðsynleg til að komast að niður- stöðu. Það sem hins vegar hefur gerst á undanförnum árum er að raunveruleg skoðanaskipti eru að verða illmöguleg þar sem andstæðir hópar geta ekki einu sinni komið sér saman um gildi grundvallar- staðreynda eða sammælst um sann- gjarnar og drengilegar reglur til þess að eiga samtal sín á milli. Enn síður virðist fólk almennt ganga út frá því að pólitískir andstæðingar séu samt ágætt fólk sem vill vel. Eflaust væri miklu einfaldara að líta á þá sem eru manni ósammála ann- aðhvort sem vitleysinga eða illmenni, nema hvort tveggja sé. Pólitík fyrirlitningar og haturs er hættuleg Þessi pólitík fyrirlitningar og haturs er hættuleg. Ég tel að það sé mikil- vægt verkefni allra okkar sem förum með ábyrgð í samfélaginu að gæta að því að íslensk stjórnmál dragist ekki niður á svipaðar slóðir þar sem skautun og skrímslavæðing er orðin nánast regla í stjórnmálum. Skoð- anaskipti, jafnvel í erfiðustu málum, þurfa að geta átt sér stað án formæl- inga og persónulegs níðs. Ég get að minnsta kosti sagt það fyrir sjálfa mig að eftir sex ára þingsetu hef ég ekki enn hitt fyrir manneskju í stjórnmálum sem verðskuldar hatur mitt eða fyrirlitn- ingu – og er ég þó oft innilega ósam- mála ýmsum og þykir ekki alltaf málflutningur andstæðinganna sanngjarn, gáfu- legur eða drengi- legur. Múrinn í kring- um vesturhluta Berlínar var tæki og tákn kúgunar. Kerfið sem kúgunin byggðist á gat ekki staðist frjálsan vilja fólks því þótt múr á landamærum tálmi í báð- ar áttir, þá þurftu lýðfrjálsari sam- félög Vesturlanda ekki að óttast að flóttinn lægi í áttina frá þeim þótt leiðin væri greið. Stjórnarfar komm- únista í Austur-Þýskalandi var kerfi þar sem vitaskuld margt gott og vel- meinandi fólk mátti finna en kerfið sjálft byggðist á ofbeldi og lygum. Samfélög Vesturlanda eru hvorki laus við ofbeldi eða lygar – en þau byggjast í grundvallaratriðum á mannréttindum og gagnsæi. Í slík- um samfélögum er mikilvægt að ólík sjónarmið geti tekist á, en að leik- reglur lýðræðis og siðaðs samfélags séu hafðar að leiðarljósi. Annars er hætt við því að smám saman molni undan þessum dýrmætustu verð- mætum sem við njótum hér á Ís- landi; að búa í frjálslyndu lýðræð- issamfélagi þar sem réttindi einstaklingsins og lífsgæði eru meðal þess besta sem þekkist á byggðu bóli. Siðuð umræða er grundvöllur lýðræðis Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@althingi.is ’ Ég tel að það sé mikilvægt verkefni allra okkar sem förum með ábyrgð í samfélag- inu að gæta að því að íslensk stjórnmál drag- ist ekki niður á svip- aðar slóðir þar sem skautun og skrímsla- væðing er orðin nánast regla í stjórnmálum. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.