Norðurslóð - 20.01.2022, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 20.01.2022, Blaðsíða 6
Friðland Svarfdæla- H á n e f s s t a ð a r e i t u r . Gönguskíðaferð 1 skíðaskór 5. febrúar. Brottför: Kl. 10 frá Olís, Dalvík. Gengið um Friðlandið með viðkomu í Hánefsstaðareit þar sem borðað verður nesti. Hægt er að fara til baka í bíl úr Hánefsstaðareit ef menn vilja stytta leiðina. 10 km, 3-4 klst. Þ o r v a l d s d a l u r . Gönguskíðaferð 2 skíðaskór 5. mars. Brottför: kl. 10 frá Olís, Dalvík. Ekið að Árskógarskóla. Gengið á gönguskíðum fram og til baka að skálanum Derri í vestanverðum Þorvaldsdal. 18 km, 4-5 klst. H e l j a r d a l s h e i ð i . Gönguskíðaferð 3 skíðaskór 2.-3. apríl. Brottför: Kl. 10 frá bílastæði neðan Atlastaða í Svarfaðardal. Farið yfir göngubrú á Skallá, gengið fram Neðri-Hnjóta að rótum heiðarinnar og upp Möngubrekkur, allt að Stóruvörðu þar sem skáli ferðafélagsins stendur á sýslumörkum. Þar kemur fólk sér fyrir sem ætlar að gista og allir snæða nesti. Daginn eftir verður gengið um Heljardal og Hákamba, ofan í Skallárdal og þannig heim en þeir sem vilja geta farið sömu leið tilbaka samdægurs. Greiða þarf gistingu/ aðstöðugjald í Heljuskála. 22 km, 900 m hækkun (16 km, 685 m hækkun). Reikna má með 6-8 klst. í ferðina fram og tilbaka. Fjallaskíða/gönguskíðaferð 3 skíðaskór 7. maí. Brottför: Kl. 10 frá Olís, Dalvík. Áfangastaður verður valinn eftir snjóalögum og auglýstur þegar nær dregur. Miðað er við að ferðin taki 4-6 klst. M i ð v i k u d a g s g ö n g u r sumarsins í samstarfi við Heilsueflandi Dalvíkurbyggð: Sjávarbakkarnir milli Sauðaness og Karlsár 1 skór 8. júní. Brottför: Kl. 16:30 frá Dalvíkurkirkju. Fyrsta miðvikudagsganga sumarsins. Safnast saman í bíla og ekið út að Sauðanesi. Gengið frá gömlu ruslahaugunum út í Ytri-Vík. Þaðan eru bakkarnir gengnir suður að Karlsánni og upp með henni að bænum Karlsá. Sérstaklega verður hugað að fuglalífi á þessari leið. 5 km, 2-3 klst. Melrakkadalur 1 skór 15. júní. Brottför: Kl. 16:30 frá Dalvíkurkirkju. Gengið sem leið liggur upp í Brimnesárgil og þaðan upp að girðingu. Síðan áfram upp í Melrakkadal. 4 km, 240 m hækkun, 2 klst. Sólstöðuganga: Stóraskarð í Krossafjalli 2 skór 22. júní. Brottför: Kl. 21 frá Stærri-Árskógskirkju á Árskógsströnd. Gengið þaðan upp í Stóraskarð framan í Krossafjalli. Sama leið gengin til baka. 5 km, 400 m hækkun, 3-4 klst. Skriðukotsvatn 2 skór 29. júní. Brottför: Kl. 16:30 frá Dalvíkurkirkju. Ekið að bænum Hofsárkoti. Gengið meðfram Skriðukotslæknum upp að Skriðukotsvatni. Gengið suður í Hvarfið og þaðan niður að endurvarpsstöðinni. 5 km, 550 m hækkun, 4 klst. Eyðibýlaganga í Skíðadal 1 skór 6. júlí. Brottför: Kl. 16:30 frá Dalvíkurkirkju. Ekið fram undir Kóngsstaði þaðan sem gengið verður fram í Stekkjarhús með viðkomu á eyðibýlunum Hverhóli og Krosshóli. 7 km, 3 klst. Böggur - Holtsá 1 skór 13.júlí. Brottför: Kl. 16:30 frá Dalvíkurkirkju. Gengið frá skógarreitnum Bögg upp á Krókmel ofan Hrafnsstaða, þaðan suður að Holtsá, þar sem boðið verður uppá grillaðar pylsur og safa. Gengið niður með ánni og heim til Dalvíkur. 5 km, hækkun 250 m, 3 klst. Bæjarfjall 3 skór 20. júlí. Brottför: Kl. 16:30 frá Dalvíkurkirkju. Síðasta miðvikudagsganga sumarsins. Gengið upp í mynni Upsadals og þaðan eftir stikaðri leið upp Tungudalinn og norður á fjallsbrún og horft ofan í Hólsdalinn. Þaðan útá Hólshyrnu og suður eftir frambrún Bæjarfjalls. Gengið niður Tungudal heim aftur. Gott útsýni yfir Dalvík og Eyjafjörðinn. 750 m hækkun, 4 - 5 klst. ------------------- Vikið 3 skór 13. ágúst. Brottför: Kl. 10:00 frá Dalvíkurkirkju. Gengið af Ólafsfjarðarvegi fram Sauðdal og upp í Vikið (750m). Þaðan niður í Karlsárdal, yfir ána, heim Hólsdalinn og eftir línuveginum. 10 km, 750 m hækkun, 5-6 klst Stjörnuskoðunarferð 1 skór Ótímasett stjörnuskoðunarferð í nóvember. Gengið frá Húsabakka niður í Friðland Svarfdæla að Tjarnartjörn. Boðið upp á kakó við fuglaskoðunarhúsið. 1 km, 2 klst. ------------------ Nýársganga 2023 1 skíðaskór 1. janúar. Brottför: Kl. 13 frá girðingu norðan Kóngsstaða í Skíðadal. Árleg ferð á gönguskíðum eða tveimur jafnfljótum að gangnamannahúsinu Stekkjarhúsi. 8 km, 3-4 klst. Tímamót Afmæli Andlát Þann 13. janúar varð 90 ára Sveinn Elías Jónsson, Lyngholti 3, Hauganesi. Þann 5. janúar varð 85 ára Páll K r i s t j á n s s o n , Karlsrauðatorgi 19, Dalvík. Þann 5. janúar varð 85 ára Hartmann K r i s t j á n s s o n , Bárugötu 8, Dalvík. Þann 12. janúar varð 75 ára, Jóhannes M a r k ú s s o n , Skógarhólum 29c, Dalvík. Þann 22. janúar varð 80 ára, Hafliði Ólafsson, Urðum Svarfaðardal. Þann 11. janúar varð 75 ára, Ingvar G u ð m u n d s s o n , Aðalbraut 4, Árskógssandi. Þann 6. janúar varð 90 ára Þorgils G u n n l a u g s s o n , Sökku 2, Svarfaðardal. Þann 19. janúar varð 95 ára, Sigríður Hafstað, Tjörn Svarfaðardal. eru Guðbjörg og Hólmfríður en fyrir átti Stefán Ragnar og Ingu Maríu. Barnabörnin eru 11 talsins og 13 barnabarnabörn. Stefán var hestamaður fram í fingurgóma, afreksmaður í hestaíþróttum og í flokki þeirra fremstu á því sviði. Hann var einn stofnenda Hestamannafélagsins Hrings og virkur í félagsmálum hestamanna bæði hér heima og á landsvísu. Hann var ellefu sinnum kjörinn íþróttamaður Hrings og gerður þar að heiðursfélaga 2012. Þá var hann sæmdur heiðursviðurkenningu UMSE og íþrótta og æskulýðsráðs Dalvíkurbyggðar og þrisvar sinnum var hann efstur á heimslistanum í fimmgangi svo fátt eitt sé nefnt. Hann var einnig gæddur ríkum tónlistarhæfileikum, rómaður söngmaður og tók þátt í allnokkrum uppfærslum hjá Leikfélagi Dalvíkur við góðan orðstír. Útför Stefáns var gerð frá Dalvíkurkirkju 30.desember sl. Þann 17. desember síðastliðinn, lést á Dalbæ Hildur Björk Loftsdóttir. Hildur fæddist á Böggvisstöðum 20. maí 1926. Foreldrar hennar voru hjónin Loftur Baldvinsson útvegsbóndi, (1881-1940), og Guðrún Friðfinnsdóttir, húsfreyja (1886-1984). Systkini Hildar Bjarkar voru: Sveinn Helgi, Sveinína Helga, Sigríður Lovísa, Baldvin Gunnlaugur, Þórgunnur, Guðjón, Aðalsteinn Friðrik, Björgólfur, Sveinn Haukur, Garðar, Bergljót, Lára og Sigríður. Sigríður er ein eftirlifandi. Hildur ólst upp á Böggvisstöðum, stóru heimili þar sem útgerð var samhliða almennum sveitastörfum og gekk í barna- og unglingaskóla á Dalvík. Hún vann í Akureyrarapóteki 1947-48. Þá lá leið hennar í Húsmæðraskóla Reykjavíkur en árið 1951 flutti hún aftur heim í Bjarkabraut 7 þar sem hún bjó ásamt móður sinni, systkinunum Gaua, Bonga og Beggu ásamt Sigvalda eiginmanni Beggu. Hildur studdi systir sína og börnin hennar þrjú alla tíð eftir ótímabært fráfall Sigvalda í páskaveðrinu 1963 og hélt með henni heimili í Bjarkarbrautinni fyrir móður þeirra og bræður eins lengi og heilsa og kraftar leyfðu. Hildur vann við verslunarstörf í Kaupfélaginu á Dalvík. Síðustu árin dvaldi Hildur á Dalbæ. Útför hennar var gerð frá Dalvíkurkirkju þann 3.janúar sl. Þann 4. desember sl. lést á heimili sínu, Skógarhólum 1 á Dalvík, Ingólfur Jónasson. Ingólfur fæddist í Koti í Svarfaðardal 14. janúar 1943. Foreldrar hans voru Guðrún Magnúsdóttir, (1908 - 1984) og Jónas Þorleifsson, (1911-1985), bændur í Koti. Ingólfur var fæddur fyrir miðju í sjö systkina hópi. Þau eru Sveinfríður, (f. 1936), Erlingur, (f. 1937), Jónína Þórdís, (f. 1939), Halldór, (f. 1946), Friðrikka Elín, (f. 1949), og Magnús Þorsteinn, (f. 1951). Ingólfur kvæntist 31. desember 1978 Guðrúnu Ingvadóttur, frá Bakka (f. 1956). Börn Ingólfs og Guðrúnar eru: Helga Íris, (f. 1978), Ingibjörg Ösp, (f. 1980) og Jónas Rúnar (f. 1987). Barnabörnin eru fimm. Ingólfur ólst upp í Koti í Svarfaðardal í stórri fjölskyldu við venjuleg sveitastörf. Fyrstu fjórtán árin hans bjuggu þau í torfbæ en fluttu svo inn í nýtt steinsteypt íbúðarhús. Á fullorðinsárum stundaði hann ýmis störf á Dalvík. Hann vann lengi við gluggaverksmiðjuna sem starfrækt var um skeið, tók meirapróf og vann við akstur flutninga- og vörubíla. Einnig fór hann á nokkrar vertíðir suður til Keflavíkur. Ingólfur og Guðrún hófu búskap í Syðra Garðshorni árið 1977 en fluttu svo til Dalvíkur þar sem þau bjuggu eftir það. Eftir að börnin fæddust vann hann við löndun en síðustu fimmtán starfsárin var hann starfsmaður Hitaveitu Dalvíkur. Útför Ingólfs var frá Dalvíkurkirkju 14. desember sl. Þann 19. desember sl. lést Stefán Friðgeirsson. Stefán fæddist í Fróni á Dalvík 10. janúar 1947. Foreldrar hans voru Elíngunn Þorvaldsdóttir og Friðgeir Jóhannsson. Hann var elstur fjögurra systkina en hin eru: Jóhann Þór (f. 1949), Rebekka Sigríður (f. 1954) og Ragnheiður Rut (f. 1962). Samfeðra hálfsystir þeirra er Sigurlaug (f. 1939). Fyrstu árin bjó Stefán ásamt foreldrum sínum í Dröfn á Dalvík en þegar hann var 6 ára gamall flutti fjölskyldan í Tungufell í Svarfaðardal. Þar ólst hann ólst upp við sveitastörf og hestamennsku en að lokinni skólagöngu tóku við fjölbreytt störf á sjó og landi. Lengi vann hann hjá Dalvíkurbæ á vinnuvélum og vörubílum en frá 1989 hafði hann með höndum beinaflutninga og flutning á sorpi frá Dalvík, þar til hann hætti störfum. Stefán kvæntist Önnu Margréti Halldórsdóttur 1969. Dætur þeirra Ferðafélag Svarfdæla Ferðaáætlun 2022 Bakhjarlar Þessir styrkja útgáfu Norðurslóðar

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.