Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2008, Blaðsíða 24
24 - Sjómannablaðið Víkingur
Það var í upphafi 19. aldar sem
sæfarendur fóru að nota merkjaflögg
til samskipta milli skipa og lands
annars vegar og skipa hins vegar. Ekki
höfðu menn á þeim tíma talstöðvar til
fjarskipta og því þurfti að finna upp
eitthvað samskiptakerfi. Notuðu menn
merkjaflögg til að koma skilaboðum á
milli og þurfti því að útbúa kóða til að
tákna hvað verið væri að kalla eftir eða
að upplýsa.
Í dag eru merkjaflögg skipa sjaldnast
notuð nema til hátíðabrigða s.s. eins og
við afhendingu skipa til eigenda, þegar
skip koma til heimahafnar í fyrsta sinn og
á hátíðarstundum. Sjómannadagurinn er
gott dæmi um það.
Tilurð og þróun
Fyrstu drög af alþjóðamerkjakóða til
nota með merkjaflöggum voru gerð 1855
af nefnd sem skipuð var af breska versl-
unarráðinu en siglingar Breta á þessu
tíma féllu undir það ráð. Samanstóð
sá kóði af 70.000 merkjum og voru 18
flögg notuð við þær merkjagjafir. Á
alþjóðlegri ráðstefnu, sem haldin var
í Washington árið 1889, voru tillögur
bresku nefndarinnar ræddar og þá ákveð-
ið að gera breytingar á þeirra tillögum.
Lauk þeirri vinnu árið 1897 með útgáfu
Alþjóðamerkjakerfisins (International
Code of Signals) og voru niðurstöðurnar
sendar öllum siglingaþjóðum. Þegar fyrri
heimstyrjöldin braust út var ljóst að þetta
merkjakerfi stóðst ekki kröfur sem til
þess voru gerðar.
Á alþjóðafjarskiptaráðstefnunni, sem
haldin var í Washington 1927, var tekin
ákvörðun um að fríska upp á kóðann
og einnig að gefa hann út á sjö tungu-
málum, ensku, frönsku, ítölsku, þýsku,
japönsku, spænsku og einu norðurlanda-
máli. Það varð síðan samkomulag milli
Norðurlandanna að norskan yrði fyrir
valinu. Vinnu við endurskoðun kóðans
lauk árið 1930 og voru þær staðfestar á
ráðstefnu í Madrid 1932. Kóðanum hafði
þá verið komið fyrir í tveimur köflum,
sýnilegar merkjagjafir og fjarskipta-
merkjagjafir.
Í öðrum kafla höfðu merkjagjöfum
fyrir flugvélar ásamt læknisfræðilegum
merkjagjöfum verið komið fyrir. Annar
kafli merkjakerfisins var sérstaklega ætl-
aður til nota milli skipa og flugvéla og
til samskipta við strandstöðvar. Nokkur
merki voru síðan ætluð til samskipta við
útgerðir, umboðsmenn, viðgerðaraðila og
fleiri.
Á sömu ráðstefnu var sett á laggirnar
undirnefnd sem skyldi endurskoða kóðan
ef nauðsyn bæri til en sú nefnd kom
aðeins einu sinni saman, árið 1933, og
kynnti hún viðbætur og breytingar á kóð-
anum.
Árið 1947 var tekin sú ákvörðun að
láta merkjakerfið verða hluta af sam-
þykktum Inter-Governmental Maritime
Consultative Organization sem í þá
daga var skammstafað IMCO og í dag er
Alþjóðasiglingamálastofnunin IMO. Á
öðru þingi stofnunarinnar var ákveðið
að gera meiriháttar endurskoðun á kóð-
anum sem lauk árið 1964. Var ákveðið
Hilmar Snorrason
Merkjaflögg
Bókstafsflöggum raðað saman í stafrófsröð með C flaggið í neðri endanum og K í þeim efri.