Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2010, Blaðsíða 22
Það var ekkert vorveður í Kaupmannahöfn þótt komið sé
fram í byrjun marsmánaðar. Kalt og aldrei snjóað eins
mikið í danaveldi og þennan vetur. Ég var að fara til fundar í
borginni en hótelið, sem ég átti að dvelja á, var vel staðsett
við höfnina mitt á milli Nýhafnar og Knippelsbrúar. Þótt ekki
sé lengur mikil skipaumferð um höfnina var ég þó ánægður
með að geta haft útsýni yfi r höfnina frá hótelinu. Þegar leigu-
bíllinn frá járnbrautarstöðinni stöðvaði fyrir utan hótelið sá
ég að draumur minn um útsýni yfi r höfnina var að engu orð-
inn því verksmiðjutogari lá við bryggjuna beint fyrir framan
hótelið. Þessa skipagerð kannaðist ég við úr æsku minni
sem eitt af þessum kommúnistaskipa sem komu stundum til
Reykjavíkur.
Kíkt um borð
Sem forvitinn skipaáhugamaður ákvað ég að kíkja um borð því
ljóst var við fyrstu sýn að þetta var ekki lengur fiskiskip heldur
mátti helst ætla að um safn væri að ræða enda var heljarinnar
landgöngubrú upp um skutrennu skips-
ins. Fiskur var sem sagt ekkert á leiðinni
upp þá rennu. Það var komið kvöld og
því freistandi að fara um borð. Ekki voru
mikil ljós á þilfarinu en þegar fannst hurð
sem ekki var læst mátti heyra daufa tón-
list liðast um loftið. Með mér í för voru
tveir félagar mínir og eftir að hafa þrætt
ganga og gengið niður stiga vorum við
komnir inn á heljar mikinn bar þar sem
við hefðum frekar mátt búast við að fisk-
vinnsluvélar fylltu salinn. Þar hitti ég fyr-
ir mann að nafni Falk Rugies sem sagði
mér að hér væri á ferðinni skip sem flytti
tónlist og aðra menningu milli Evrópu-
hafna. Varð okkur að samkomulagi að
hittast á ný þegar ekki væru viðskipta-
vinir um borð og fengi ég þá skoðunar-
ferð um skipið.
Það liðu tveir dagar þar til ég hafði
möguleika á að fara aftur um borð í þetta
spennandi skip sem bar nafnið Stubnitz
og var skráð með Rostock sem heimahöfn. Við Falk höfðu mælt
okkur mót síðdegis þann dag og gat ég vart leynt spennu minni
eftir að þræða þilför skipsins og heyra sögu þess. Á móti mér
var tekið við landganginn og haldið með mig til fundar við
gestgjafann sem beið mín í borðsal starfsmanna. Þegar við höfð-
um náð saman fórum við upp í brú og þar hófst loks skoðunar-
ferðin um þetta áhugaverða skip.
Guðmundur Péturs, fyrsta „kapitalistaskipið“
Brúin var, að sögn Falk, eins upphafleg og nokkur kostur var
en auðvitað hafði orðið að bæta inn fjarskiptabúnaði og þeim
nútíma siglingatækjum sem krafist er að séu í skipum í dag. Ég
gat ekki annað en dáðst af því hversu vel tækjum brúin hefur
verið búin í upphafi en skipið var smíðað árið 1964 hjá Austur-
þýsku skipasmíðastöðinni Volkswerft í Stralsund. Sú skipa-
smíðastöð var stofnuð árið 1948 en allt fram til ársins 1958
smíðaði hún einungis skip fyrir „kommúnistaríkin“. Þá var
brotið blað í sögu stöðvarinnar þegar hún afhenti togarann
Hilmar Snorrason
Siglandi tónlist
Stubnitz við bryggju í Kaupmannahöfn.
Brúin var full af tækjum sem voru upprunaleg. Borðin sem gerð voru úr gömlu aðgerðarborðunum.
22 – Sjómannablaðið Víkingur