Austurglugginn


Austurglugginn - 11.11.2004, Blaðsíða 11

Austurglugginn - 11.11.2004, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 11. nóvember AUSTUR • GLUGGINN 11 IÞROTTA í FRETTIR Ný reglugerð um innanhúss- knattspyrnu Blak: Út er komin ný reglugerð um innanhússknattspyrnu en það er KSÍ sem gefur út. Nokkrar breytingar eru á reglum er að þessari íþrótt lúta og þær helstar að varmönnum er ijölgað úr sex í sjö, skylda er að vera með legg- hlífar, varnarmenn verða að standa í þriggja metra fjarlægð frá aukaspyrnu í stað fimm áður og ákvæðum varðandi markvörð hefur verið breytt þannig að eftir að hann hefur kastað knettinum í leik er honum óheimilt að snerta knöttinn að nýju nema knötturinn hafi farið yfir miðju eða verið snertur af andstæðingi. í 5. ald- ursflokki og yngri flokkum eru undanþáguákvæði varðandi markvörðinn. Einnig er flokkaskipting að- löguð að nýjustu breytingum, tímalengd brottvísunar er stytt, óheimilt er nú að skora úr upp- hafsspyrnu og markvörður má kasta knettinum yfir miðju. Reglurnar er að finna í heild sinni á vefslóðinni : http://www.ksi.is/ksi/alltumksi/! og/regluger/innanhus.htm . bvg@agl.is Góður árangur í maraþonsundi Þróttar Austurglugginn sagði á dögun- um frá maraþonsundi sunddeild- ar Þróttar í Neskaupstað sem fram fór helgina 29. -30. október. Stefnan var sett á sjötíu kílómetra eins og verið hefur til margra ára. í fyrra náðist takmarkið ekki en var þó mjög nálægt því þá voru syntir 68,9 km. En það er skemmst frá því að segja að nú tókst þetta og voru syntir 70,5 km. Það var Stefán Þorleifsson, sem kenndi íþróttir í margra ára- tugi í Neskaupstað, sem fór fyrstu ferðarnar og síðan tóku sundkrakkarnir við ásamt for- eldrum og öðrum bæjarbúum sem lögðu deildinni lið. Það voru síðan 8-10 ára krakkar sem tóku síðasta sundsprettinn og tryggðu að takmarkið náðist. Að sögn Guðrúnar Ásgeirsdóttur, for- manns sunddeildarinnar, hefur maraþonsundið verið fastur liður í ijáröflun deildarinnar og tóku bæjarbúar og eigendur fyrirtækja vel á móti Þrótti og vill Guðrún koma á framfæri þökkum fyrir stuðninginn. Þá er það líka að frétta af sund- deildinni að Guðlaug Ragnars- dóttir þjálfari var með fremur ó- hefðbundna æfingu. Krakkarnir hittust ekki í sundlauginni heldur í sal skólans og skemmtu sér með Sigur á Völsungi Fyrsti leikur karlaliðs Þróttar í 2. deild Islandsmótsins fór fram í í- þróttahúsinu í Neskaupstað á sunnudaginn. Til leiks kom lið Völsungs frá Húsavík en ásamt þessum tveimur liðum eru 2 lið frá KA í Norð-Austurriðlinum. Skemmst er frá því að segja að Þróttur vann leikinn með 3 hrinum gegn 2, í oft æði skrautlegum leik en mikið jafnræði var með liðun- um. Hrinurnar fóru 24-26, 25-23, 25-21, 13-25, 15-5. Greinilegt var að lið Þróttar var illa samhæft og mistökin mýmörg en þeim tókst oft að bjarga boltan- um á ævintýralegan hátt en gáfu alltof mörg stig í misheppnuðum uppgjöfum. Bestir í liði Þróttar voru Ölver Þórarinsson og Karl Rúnar Róbertsson og þá komst Þeir voru óverjandi margir skellirnir hjá Ölver. Þráinn Haraldsson ágætlega frá uppspilinu. Ekki nema 34 ára ald- ursmunur var á yngsta og elsta Ólafur Sigurðsson og Ölver Þórarinsson hjá Þrótti i hávörn. leikmanni Þróttar og er þetta sett fram Þrótti til hróss. Þátttaka Þróttar á ný í blaki karla er von- andi byrjunin á eflingu karlablaks- ins. Áhorfendur voru lengst af 4 en þeim fjölgaði svo í 12. Ekki er hægt að hrósa umgjörð leiksins, né klæðnaði Þróttarliðs- ins, sem var æði sundurlaus. Til þessa hefur umgjörð blakleikja í Neskaupstað verið til fyrirmyndar, svo að eftir hefur verið tekið. Þrátt fyrir að tekið sé fram í auglýsing- um að böm verði að vera í fylgd fullorðinna er misbrestur þar á. Börn í boltaleik trufluðu oft leik- inn og það vantaði boltasækja. Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir dæmdi leikinn með ágætum. Eg- Síðbúin sigur- hátíð Á heimasíðu Austurbyggðar segir að á dögunum hafi krakkar í sunddeild Leiknis fengið afhentan bikar fyrir sigur á Meistaramóti UIA í sundi. Mótið fór hinsvegar fram á Djúpavogi í september og samkvæmt talningu eftir mótið stóðu Þróttarar uppi sem sigurveg- arar. Á heimasíðu Austurbyggðar segir: „Farið var fram á endurtaln- ingu þar sem munurinn var um ■ 100 stig og það fannst Leiknis- mönnum ekki geta staðist. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að talningin hafði misfarist og endur- talning leiddi í ljós að Leiknir hafði sigrað með um 100 stiga mun.” Leiknismenn fengu sumsé bik- arinn í sínar hendur og var haldið upp á það með sundpartíi og pizzuveislu. Mikil gleði ríkti og var þjálfaranum m.a. hent í laug- ina í öllum fotunum en hann hefur ákveðið að draga sig i hlé eftir 5 ára starf hjá sunddeildinni. Þau stóðu sig vek krakkarnir I sundinu hjá Þrótti. Stefán Þorleifsson, fv. sundkennari tók fyrsta sprettinn i sundmaraþoni Þrótt- ar í Neskaupstað. karokesöng, leikriti og hljóðfæra- leik. Guðrún segir að krökkunum hafi þótti það frábær “sundæf- ing” en “þau voru svo sannarlega búin að vinna fyrir tilbreyting- unni með árangri sínum í mara- þonsundinu.” Á næstunni er svo fyrirhugað að fara í æfingabúðir á Djúpavog en Djúpavogsbúar hafa góða að- stöðu til að æfa sund allt árið því þar er innisundlaug. Hressir krakkar hjá sunddeild Leiknis.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.