Ylfingablaðið - 01.05.1937, Page 6

Ylfingablaðið - 01.05.1937, Page 6
() YLFINGABLAÐIÐ svaraði aglan. „Bíddu þar til tunglið kemur upp. Þá skaltu fara til árinnar, snúa þér þrisv- ar í liring og kalla á álfinn. Líttu síðan í ána. Þá sérðu hann“. „Þakka þér fyrir“, svaraði Gvendur og fór. Þegar tunglið kom upp, fór hann til árinnar og gerði nákvæmlega það, sem uglan liafði sagt lionum. En þegar hann leit í ána, sá hann þar ekkert nema myndina af sjálfum sér. Það voru sár vonbrigði. Hann flýtti sér aftur til uglunnar, til að vita, hvort hann hefði að einhverju leyti farið skakkt að. „Sástu ekki búálfinn?“ spurði uglan. „Nei, hreint ekki“, svaraði Gvendur. „Hvað sástu þá?“ „Nú, ég sá ekkert nema sjálfan mig“. „En heldurðu þá ekki, að þú sért liann?“ „Nei, ég er enginn búálfur“. „Jæja“, sagði uglan. „En þú g'ætir orðið það. Þú ert hraustur snáði. Þú g'ætir ósköp vel þvegið g'ólfið. Þú ert ekki svo heimskur, að þú getir ekki kveikt upp eldinn og látið vatn í ketilinn. Þú gætir lika tekið til í stofunni, lag'L á horðið, búið um rúmið þitt og hengt upp fötin þín. Allt þetta og margt fleira gætir þú gert fyrir fótaferð, svo að pabbi þinn og' amma héldu, að búálfurinn liafi gert það. Búálfar eru ekki í öllum húsum og ekki á öllum bæjum. Sumstaðar eru aðeins litlir óþægir strákar, sem æpa og orga. Það gera þeir alltaf, þegar einhver sest við að lesa í bók eða skrifa bréf. Eins láta þeir, þó fullorðna fólkið sé þrevtt eða lasið. Þeir eru líka vísir til að vaða inn í stofu, óhreinka gólfið og' setja allt á annan endann, einmitt þegar nýbúið er að þvo og taka til. Það er algerður misskilningur að telja búálf- ana yfirnáttúrlegar verur; það eru þeir alls ekki. Þeir eru venjulegir drengir og stúlkur, sem gera sig að búálfum, með því að fara snemma á fætur og lijálpa til við heimilis- störfin í staðinn fyrir að móka í rúminu. Þann- ig hafa búálfar verið frá því sögur fóru af þeim í fyrstu“. Gvendur skikli livernig í þessu lá með hú- álfana, eftir að hann hafði talað við ugluna. Hann ræddi málið lengi við Jón, og loks kom þeim saman um, að þeir skyldu verða búálfar. En, eins og Jón sagði, þeir yrðu þá að vera reglulegir búálfar. Fólkið mátti ekki fá minnsta grun um, livað væri á seyði. Þeir kærðu sig' ekki um neitt þakklæti eða þess- konar. Það átti ekki við. — Svona taldi Jón, að búálfar ættu að vera, og það er ekki fjarri sanni. Þetta har þann árangur, að næstu daga fóru drengirnir á fætur fyrir allar aldir. Þeir gerðu margt til gagns. En svo kom að því, að Jón lýsti því yfir einn morgun, að hann vildi ekki lengur vera búálfur. „Það er svo hræðilega kalt að fara svona snemma á fætur“, sagði Jón, „og mér þykir nú ekkert gaman að þessu lengur“. Þá tók Gvendur í fæturna á honum og' dró hann fram úr rúminu. Gvendur dró Jón síðan sundur og' saman i liáði fvrir út- lialdsleysið og sagði að lokum: „Það er ósköp auðvelt að vera búálfur, meðan gaman er að því. Það gaztu jafnvel, meðan þú kunnir tæp- lega að klæða þig. En að halda áfram, þegar það er ekki orðið skemmtilegt lengur, það er ekki heiglum hent. En búálfar gefast aldrei upp“. Og svo héldu þeir áfram, og sáu að þetta var í rauninni skemmtilegasti leikur, fullt eins skemmtilegur og' sírákapörin, sem þeir höfðu áður framið. En bestur var þessi leikur vegna þess, að þeir höfðu sjálfir fundið hann upp. Þetta, sem Gvendur og Jón gerðu, geta allir ylfingar gert. Hver vlfingur á að vera búálfur heima hjá sér. Getur vel verið, að liann þurfi ekki að leggja í ofninn eða hita morgunkaffið. Það getur verið að liann eigi að hafa dótið sitt í röð og reglu; eða aðeins að vera alltaf dug- legur, hlýðinn og í góðu skapi. Það er sama, livað liann gerir, til þess að vera búálfur á heimilinu. En livað sem það er, má hann auð- vitað ekki ætlast til launa fyrir. En ylfingurinn er víðar hjálpsamur en lieima. Hann er það allsstaðar. Hann hjálpar kennara sínum, félögum og fyrirliða. Hann er hjálpsamur, livort sem liann er i sveit eða kaupstað, á götu, í bil eða á skipi. Alls staðar réttir liann brfosandi hjálparliönd, hverjum sem á þarf að halda. Ilann er alltaf hinn glaði, litli vinur allra manna og dýra.

x

Ylfingablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ylfingablaðið
https://timarit.is/publication/1697

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.