Austurglugginn - 22.04.2021, Blaðsíða 12
Lísa Leifsdóttir nýkjörin
formaður stjórnar Hattar segir að
öll fjölskylda hennar hafi tengsl
við félagið. „Eiginmaðurinn er
formaður stjórnar rekstrarfélags
Hattar, dóttir okkar er komin á
fullt í fótboltanum og sonurinn er
núna að feta sín fyrstu spor á þeim
vettvangi,“ segir Lísa.
Lísa er fædd og uppalin á Seyðisfirði
en flutti til Egilsstaða fyrir 11 árum
síðan. Áður hafði hún lokið námi við
Menntaskólann á Egilsstöðum og
búið aðeins fyrir sunnan eins og hún
orðar það. Sambýlismaður hennar er
Guðmundur Björnsson Hafþórsson.
Hún starfar sem aðstoðarkona á
Tannlæknastofu Austurlands.
Aðspurð um af hverju hún
hafi ákveðið að gefa kost á sér til
formanns Hattar segir Lísa að
sambýlismaður hennar, vinir og fleiri,
hafi hvatt sig til þess.
„Ég vil einnig nefna að Davíð Þór
Sigurðarson fráfarandi formaður er
frá Seyðisfirði eins og ég og við
erum miklir vinir, Ég vissi af því
að hann vildi losna úr stöðinni
enda búinn að sinna henni í meir
en áratug,“ segir Lísa. „Þar að auki
er núverandi vinnuveitandi minn
einnig fyrrverandi formaður hjá
félaginu.“
Stundar zumba af miklum
móð
Lísa segir að hún hafi ekki keppt
fyrir hönd Hattar á sínum yngri
árum. „Ég kem næstum beint inn
í formannsstöðuna,“ segir hún. „Ég
hef hinsvegar verið tengill hjá yngri
flokkum félagsins í fótbolta og mæti
á fundi hjá þeim.“
Fram kemur í máli Lísu að fótbolti
var hennar íþrótt þegar hún var yngri
en nú stundar hún zumba af miklum
móð.
„Það er mjög mikill áhugi fyrir
zumba hér á Egilsstöðum. Oftast
eru tveir kennar hér að störfum og
stundum þrír,“ segir Lísa. „Annars
er almennt mjög öflugt íþróttastarf
til staðar hér.“
Fyrir utan stöðuna hjá Hetti
er Lísa einnig formaður stjórnar
foreldrafélags Egilsstaðaskóla og
gjaldkeri kvennakórsins Héraðs-
dætur á Egilsstöðum. Dans og
söngur eru sumsé helstu áhugamálin.
Aðspurð um verkefnin framundan
segir Lísa að hún taki við mjög góðu
búi frá fyrrverandi stjórn.
„Sem dæmi um kraftinn sem verið
hefur í starfi Hattar undanfarin ár
má nefna stofnun byggingarfélagsins
sem síðan stóð að byggingu
fimleikahússins,“ segir Lísa. „Ég sé
mitt helsta verkefni að viðhalda því
öfluga starfi sem fyrri stjórn hefur
unnið. Og ég er vissulega með fullt
af frábæru fólki með mér í stjórninni
og félaginu til þess.“
FRI
1041 0966
UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA
www.heradsprent.is
Íþróttir
„Ég sé mitt helsta verkefni að viðhalda því öfluga starfi sem fyrri stjórn hefur unnið.” segir
Lísa Leifsdóttir nýr formaður Hattar. Mynd: Aðsend
Öll fjölskyldan hefur tengsl við Hött
Dagný Sylvía Sævarsdóttir
Lokaorð
horfa á dönsku fréttirnar og þær
íslensku á RÚV?
Stundum er sagt frá rútuslysi
í Pakistan. Eða falli úr stillans á
Snæfellsnesi. Oft er sagt hversu
margir séu smitaðir af Covid-19 á
Íslandi, hvar þessir tveir smituðust
og hverra manna þeir eru. Já, eða frá
smittölum í Ástralíu? Ég hef lítið
við þær upplýsingar að gera. Síðan
er það fréttin um hið gullfallega
eldgos á Reykjanesskaganum -
sama fréttin og var í gær. Kvöldið
eftir endurtekur þetta sig allt
saman og nánast orðrétt.
Dönsku fréttirnar ættu að vera
meira viðeigandi fyrir mig þar
sem ég bý í Danmörku. En þar er
sama sagan; AstraZeneca eða ekki
AstraZeneca, stjórnmálamaður
hefur verið ákærður fyrir fjársvik
og Rússar hökkuðu Bandaríkinn
og Bandaríkinn kölluðu 10
diplómata heim frá Rússlandi. Eða
var það öfugt? Er þetta eitthvað
sem gagnast mér að horfa á sjö
sinnum í viku? Auk þess hlusta
ég mikið á útvarp og í raun búin
að heyra þetta alltsaman þegar
fréttatíminn byrjar. Er þá vaninn
að horfa á fréttirnar orðinn að
óvana þegar fréttirnar veita mér
litla ánægju?
En hvað er vani? Margir
fræðimenn hafa grúskað í
vananum og gróft sagt segja þeir
að vaninn geti verið tvennskonar.
Annarsvegar að vaninn sé einn af
kjörnum lífsins. Aristóteles ásamt
fleirum sögðu að manneskjan sé
manneskja vegna vanans því
vaninn styður ávallt við bakið á
okkur. Vaninn býr í vöðvunum og
við gerum hluti ómeðvitað af vana.
Til dæmis klæðum við okkur eins
í sokkana á hverjum morgni eða
skiptum ómeðvitað um gír án þess
að hugsa mikið út í að skipta um
gír. Við höfum lært þessa hluti og
gert þá svo oft að við þurfum ekki
að velta fyrir okkur af hverju né
hvernig.
Hinn danski Kierkegaard
og þjóðverjinn Heidegger sáu
hinsvegar vanann sem stærra
vandamál og sögðu að vaninn
væri eins og rándýr sem yfirbugar
okkur og hámar okkur í sig
sem gerir það að verkum að við
eigum í erfiðleikum með að taka
meðvitaðar ákvarðanir. Við lifum
lífinu á sjálfsstýringu og bregðumst
við án þess að velta fyrir okkur af
hverju, hvort, hvernig o.s.frv.
Fyrir mér hljóma báðar
kenningarnar rökréttar. Ef við
þyrftum að velta fyrir okkur öllu
því sem við gerum, líka því að
klæða okkur í sokka, yrðum við
ansi þreytt í lok dags. Á sama
tíma getur verið varhugavert að
lifa lífinu á sjálfstýringu og aldrei
að stokka upp í venjunum. Það
eru ekki allir vanar ákjósanlegir
eða hentugir. Og til að losa sig við
gamlan vana og forðast tómarúm
verður nýr vani að koma í staðinn
- einhver sem veitir ánægju. Oft er
mælt með að við horfum í kringum
okkur og leyfum okkur að verða
fyrir innblæstri frá umhverfinu og
samferðarfólki okkar. Ég þekki til
dæmis konu sem á ekki sjónvarp.
Nú er okkar sjónvarp komið á sölu
og ef það selst er lítið mál að hætta
að horfa á fréttirnar.
Helst í fréttum
Ég er alin upp við að horfa á
fréttirnar, hef lagt það í vana
minn að horfa á fréttirnar og
verð að horfa á fréttirnar á hverju
kvöldi, annars veit ég ekki hvað
er að gerast í heiminum. Eða
hvað? Hvað fæ ég út úr einum
fréttatíma? Nú eða tveimur þar
sem ég þarf auðvitað bæði að