Austurglugginn


Austurglugginn - 05.03.2009, Page 6

Austurglugginn - 05.03.2009, Page 6
6 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 5. mars Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég hitti ferðavant fólk sem segist ekki hafa komið til Færeyja. Þetta minnir mig á þegar Siggi Nobb sem hafði siglt um öll heimsins höf og komið til fjölmargra lands, spurði svo Jónas Árnason; Jónas, hvernig er á Þingvöllum? Mér var boðið til Færeyja í haust ásamt fjölmiðlafólki frá Suðvesturhorninu og Vestmannaeyjum. Stutt ferð en skemmtileg en tíminn vel nýttur og við fórum víða og síðast en ekki síst borðuðum við yndislegan mat, bæði færeyskan og alþjóðlegan. Yndislegt viðmót fólksins og skoðanir þess gera dvöl í Færeyjum sérstaka og ánægjulega. Það er auðvelt að ferðast um Færeyjar. Vegir allir eru fyrir löngu malbikaðir og ferjusigl- ingar eru mörgum sinnum á dag milli þeirra eyja sem ekki eru í vegasambandi. Það tekur ekki nema um það bil tvær klukku- stundir að aka frá Þórshöfn að Viðareiði sem er nyrsta byggðin í Færeyjum. Þegar farið er frá flug- vellinum í Sörvogi til Klakksvíkur er farið í gegnum fimm jarðgöng, þar af tvö undir hafsbotni. Þórshöfn er minnsta höfuðborg í Evrópu Þórshöfn myndaðist umhverfis Þingnesið þar sem landnámsmenn stofnuðu þing Færeyja í kringum árið 900. Þingið ber enn sama nafn; Lögþingið og er elsta löggjafarþing heims. Þing voru haldin á nesinu að sumarlagi og voru í upphafi einungis tveir bæir í Þórshöfn. Þórshöfn varð kaupstaður og um leið höfuðstaður Færeyja árið 1866. Nú er Þórshöfn miðstöð nútímalífs Færeyinga. Þar er ein aðalhöfn landsins, aðsetur lands- stjórnar og helstu menntastofnana og flest stærri fyrirtæki starfa þar. Þórshöfn er nútímalegur bær með háskóla og fjölmörg söfn sem vert er að skoða. Þórshöfn á gömlu vígin sín ennþá. Þau eru á tanganum austan við Austurvog, upp af stórskipahöfn- inni. Þar liggja nokkrar koparfall- byssur á innsta virkisveggnum, með kórónu og fangamarki mörkuðum í veðraðan málminn. Mykines og Bö Næsta dag var haldið út á flug- völl, þar stigið um borð í þyrlu og flogið út á Mykines. Það var þrútið loft og þungur sjór og sá ægifagri Tindhólmur var hulinn þoku. Þrátt fyrir allar mínar heimsóknir til Færeyja þá var þetta í fyrsta skipti sem ég kom á Mykines. Mykines er ekki nes, heldur smáeyja vestan Syðravogs. Hún er þekkt fyrir fuglabjörgin og fjörugt fuglalíf. Þar þýðir ekki að reyna lendingu nema í góðu veðri, þannig að eyjan er oft sambandslaus í marga daga í einu. Ferðamenn, sem ætla til Mykiness, ættu að ráðgera dvöl í Vogum til að sæta lags, ef þeir ætla þangað með ferjunni. Þyrluflug er hinn kosturinn, sem oft er nýttur, þegar ferjan getur ekki lent. Á Mykinesi búa yfir vetrartímann aðeins 10 manns. Það eru nálægt 50 hús í þorpinu sem flest eru notuð sem sumarhús og þar er skóli og kirkja. Gamla byggingarlagið færeyska er á húsunum í þorpinu og bátar eru í nausti í tugum metra hæð yfir sjáv- armáli. Engir bílar eru á Mykinesi en allir vegir malbikaðir. Nólsey Þar er lítið þorp, öllu stærra en í Mykinesi en þar býr mikill höfð- ingi, Emil Thomsen, 93 ára gamall. Hann tók á móti hópnum heima hjá sér, í gömlu færeysku húsi. Emil fór á sínum tíma til Ítalíu til að læra óperu- söng. Áður en námið hófst sá hann nælonsokkabuxur á hagstæðu verði og ákvað að kaupa nokkur stykki til að selja í Færeyjum. Að lokum fór svo að ekkert varð úr söngnáminu en Emil stóð í öflugum verslunarrekstri um langt skeið. Hann er hins vegar mikill þjóðernissinni og fannst slæmt hversu lítið væri til af færeyskum bók- menntum. Hann seldi því allt sitt og fór að gefa út færeyskar bækur. Eftir heimsóknina var haldið aftur um borð í Norðlýsing og þar beið okkar þvílík sjávarréttaveisla sem ferðamála- fröm- uður- i n n , skipstjór- inn og listakokkurinn Birgir Enni hafði útbúið. Siglingin út og kringum Nólsey var stórbrotin og í eynni er sagan öll. Þar fæddist sjó- hetjan og frelsisvinurinn Nólseyjar- Páll og til Nólseyjar var skosk prins- essa send í útlegð svo hún gæti ekki eignast þann mann sem hún elsk- aði. Kirkjubær Síðasti viðkomustaður hópsins í þessari ferð var gamla biskups- setrið í Kirkjubæ við suðaust- urströnd Straumeyjar, 11 kílómetra frá Þórshöfn. Í Kirkjubæ hefur sama fjölskyldan búið frá 16. öld eftir að biskupssetrið var lagt niður. Á Kirkjubæ eru tvær kirkjur, Ólafskirkja frá 1100, sem er enn í notkun og Magnúsarkirkja frá byrjun 14. aldar en sú komst aldrei í notkun og er rústir einar. Reyndar eru Færeyingar búnir að byggja yfir kirkj- una, ætla að koma varanlegu þaki yfir hana og nýta sem safn. Við kirkju- na er einnig íbúðahús, líklega eitt elsta timburhús sem enn er notað í Færeyjum en húsið er afar virðulegt. Í baðstofunni var borðaður kvöldverður og að honum loknum var stiginn fær- eyskur dans. Færeyski hringdansinn er beinlínis afkomandi og áframhald hins fræga hringdans miðaldanna, sprottinn upp í Frakklandi og breidd- ist þaðan hratt út. Á heimleiðinni stoppuðum við á Hvítanesi, en þar er sjóminjasafn. Þar er meðal annars að finna stefni skips sem notað var við sjórán í Færeyjum 1629, þeirra Tyrkjarán, en skipið sökk við Færeyjar. Leiða má líkum að því að skipið sé svipað að stærð þeim skipum sem notuð voru í Tyrkjaráninu í Vestmannaeyjum Til Færeyja Það er einstaklega hagkvæmt og auðvelt að ferðast til Færeyja. Fyrir Austfirðinga og aðra landsmenn sem vilja hafa bílinn með er Norræna auð- veldasti og besti kosturinn. Ferjan siglir vikulega á milli Seyðisfjarðar og Þórshafnar og tekur siglingin um átján tíma. Atlantic Airways flýgur tvisvar í viku á milli Reykjavíkur og Sörvogs, tæp- lega tveggja tíma ferð og er allt gott að segja um þann ferðamáta nema afgreiðsluna á Reykjavíkurflugvelli sem er til háborinnar skammar. Þinganesið og götumynd í gamla bænum. Mynd/EG Elma Guðmundsdóttir skrifar: Gamli Emil Thomsen hreifst af nælonsokkum. Mynd/EG Færeyskur hringdans stiginn. Mynd/EG Systurnar átján í austri

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.